Flokkur: Umfjöllun

Jafnréttið er okkar – þjóðarsátt um launajafnrétti

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og munu þeir kynna sig og stefnu síns flokks í þessu tölublaði og í næstu viku.   Kosningar eiga að snúast um framtíðina og hvernig við getum gert gott samfélag enn betra.  Í dag eru sumir flokkar í forystu um fortíðina og vilja litlu breyta meðan aðrir þora í umbætur sem augljóslega eru til hagsbóta fyrir íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki. Ég gæti farið yfir eitt helsta baráttumál Viðreisnar að skipta krónunni út eða festa hana við annan...

Read More

Heiðarlegri framtíð

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og munu þeir kynna sig og stefnu síns flokks í þessu tölublaði og í næstu viku.   Það er búið að vera sól og milt veður hérna á klakanum, lítið atvinnuleysi og allir brosandi. En er ekki enn eitthvað sem vantar? Margir í kringum mig spyrja „hvar er uppgangurinn sem sumir virðast upplifa?“. Það eru greinilega ekki allir sem upplifa hann. Allt of margt ungt fólk, barnafjölskyldur, eiga erfitt með að ná endum saman um mánaðarmót og...

Read More

Hjálpa börnum með heimanám

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ í samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar hóf aftur  verkefnið Heilahristing (heimavinnuaðstoð) í byrjun september. Þetta er þriðja starfsár þessa verkefnis í bæjarfélaginu. Í heimavinnuaðstoðinni felst að veita grunnskólanemendum aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja og styrkja nemendur í námi sínu. Agnethe Kristjánsson hjálpar dreng með íslensku.  Heimavinnuaðstoðin verður í einu sinni í viku á þriðjudögum milli kl. 15 og 17 í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar. Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í  Hafnarfirði og Garðabæ aðstoða og leiðbeina nemendum. Öll börn eru velkomin frá 1. til 10. Bekk. „Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum...

Read More

Útnefning og endurútgáfa á sama tíma

Hafnfirska hljómsveitin Botnleðja skipar 5. sæti af 10 yfir bestu fyrstu plötur íslenskra poppara með fyrstu plötu sína Drullumall frá árinu 1995. Í ár eru 21 ár frá útgáfu 2. plötu þeirra, Fólk er fífl og var hún endurútgefin 1. september á hinu forláta vínilformi. Botnleðja er skipuð þeim Haraldi Frey Gíslasyni, Heiðari Erni Kristjánssyni og Ragnari Pál Steinssyni og Fjarðarpósturinn hafði samband við Harald Frey vegna þessara tímamóta.  Rás 2 skipaði hóp álitsgjafa sem setur saman topp tíu lista yfir ýmis tónlistartengd málefni. Fyrsta verkefnið var að velja besta frumburð, það er fyrstu breiðskífu, íslensks tónlistarmanns eða hljómsveitar....

Read More

Ráðstafanir gegn bítlahári árið 1965

Þeir Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri Flensborgarskólans og Þorgeir Ibsen skólastjóri Lækjarskóla létu þau boð út ganga í útvarpstilkynningu haustið 1965 að nemendum bæri að mæta snyrtilega klipptir í skólana. Ólafur sagði í viðtali að þessi tilmæli væru sum part orðin til frá útlitssjónarmiði en einkum þó frá heilsugæslusjónarmiði. Þetta væri gert í öryggisskyni — til varnar óþrifum. Taldi hann að miklu hári fylgdi hætta á óþrifnaði og lúsasmiti. Að hans mati gat bítlahárið þó einnig haft áhrif á lundarfar nemenda: „Ég hef tekið eftir því, að þegar nemandi er kominn með svona hár, er hugurinn kominn í allt annað...

Read More