Ganga í takt á Hamrinum

Erla Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarskólameistari í Flensborg. Hún hefur starfað við skólann frá árinu 2002, fyrst sem sögukennari, en einnig sem sviðsstjóri félagsgreina. Auk þess að kenna við Flensborg hefur hún m.a. kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, starfað sem frétta- og dagskrárgerðarkona og tónlistarkona. Þá hefur hún stýrt útgáfu Gaflarans og gefið út bækur, svo nokkuð sé nefnt. Framtíðin björt „Nýja starfið leggst vel í mig enda um margt spennandi tímar framundan í Flensborgarskólanum. Við sjáum loksins til lands í kjölfar styttingar náms og breytinga á kjaraumhverfi kennara. Um leið höfum við staðið vörð um gæði námsins og við erum...

Read More