Flokkur: Umfjöllun

Fjöldi fjölskyldna á Álfahátíð

Fjöldi fjölskyldna og fleiri aðrir með börn dreifðu sér vítt og breitt um Hellisgerði á Álfahátíð til styrktar Hugarafli í dag. Búið var að hafa mikið fyrir hátíðinni og merkja garðinn vel og skreyta. Lögð var áhersla á börn og líðan þeirra. Stórir sem smáir létu ekki smá úða og golu stöðva sig og klæddu sig bara vel, enda er alltaf einhvern veginn betra veður í Hellisgerði en annars víða annars staðar í bænum. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af meðfylgjandi...

Read More

Birgir harmar mistök við afhendingu gagna

Í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um afhendingu námsgagna í Víðistaðaskóla vill Hafnarfjarðarbær kom á framfæri eftirfarandi: Eins og kom fram hefur komið í fréttum bæði í sumar og núna í september var það samþykkt í Fræðsluráði Hafnarfjarðarbæjar að grunnskólaganga í bæjarfélaginu yrði gjaldfrjáls. Ákvörðunin var þverpólitísk, í kjölfarið var verkefnið boðið út og var Penninn Eymundson með hagstæðasta tilboðið og tók jafnframt að sér að útvega gögnin. Ljóst var að tíminn var knappur en bærinn og birginn treystu sér til að útvega gögnin í tíma. Fyrstu vikurnar í byrjun skólaársins bárust skólum í Hafnarfirði vörurnar jafnt...

Read More

Leikfélagi Hafnarfjarðar hampað á alþjóðlegri hátíð

Leikritið Ubbi kóngur, sem Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Mondial du Théâtre í Mónakó, sló aldeilis í gegn og fékk þann heiðurssess að vera lokasýning hátíðarinnar. Verkið var sýnt 29. og 30. ágúst sl. í Théâtre Princesse Grace. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi leikritið Ubba kóng á hátíðinni sem er haldin fjórða hvert ár á vegum International Association of Amateur Theatre og Studio de Monaco. Það þykir mikill heiður að vera boðin þátttaka í henni. 24 leikhópar er valdir til þátttöku hverju sinni og er þetta í þriðja sinn sem Íslendingum er boðið að sýna á hátíðinni, sem fagnaði 60...

Read More

Útikennsla í Hvaleyrarskóla

Í Hvaleyrarskóla er hafin markviss útikennsla í heimilisfræði. Skólinn fékk til umráða í fyrravetur gæsluvöllinn sem liggur á milli leikskólans Álfasteins og Hvaleyrarskóla. Foreldrafélag Hvaleyrarskóla gaf skólanum eldstæði þar sem eldað er við kol og opinn eld. Þetta hefur vakið mikla lukku hjá nemendum. Eldstæðið hefur verið notað bæði af nemendum Hvaleyrarskóla og Álfasteins. Með útikennslunni er verið að brjóta upp kennsluna og sýna nemendum fram á að eldaður matur þarf ekki alltaf að koma úr fínu eldhúsi. Þau læra að kveikja upp bál, í kolum og nota gas. Þeim er kynnt allar hættur sem af eldi getur hlotist....

Read More

„Sjúklega sjálfhverfur og ímyndunarveikur“

Ingólfur Grétarsson ber ýmis nöfn á samfélagsmiðlum, svo sem Salam, Ismi og Ingólfur Grétarsson og/eða goisportrond á Snapchat. Hann vill byrja á því að þakka Starkapet fyrir áskorunina. Gói Sportrönd er snappari vikunnar. Fyrir ykkur loserana sem eru ekki að fylgja mér, hér er smá kynning: Ég er 23 ára, fæddur 1994, og hef búið í hafnarfirði síðan ég man eftir mér. Ég var í Hvaleyrarskóla, kláraði svo í Hraunvallaskóla. Byrjaði síðan að skíta á mig í Flensborg í 5 ár, var allt of lengi, fór síðan í Tækniskólann, þar sem ég lærði grafíska miðlun. Ég starfa nú sem...

Read More