Flokkur: Umfjöllun

Ætla að troðfylla Hamarssalinn

Flensborgarkórinn ætlar að halda tónleika með sænska kórnum Capella Snöstorp laugardaginn 28. apríl klukkan 16:00 í Hamarssal Flensborgarskólans. Við ræddum stuttlega við Arnar Frey Kristinsson, formann Flensborgarkórsins, um þetta. „Við kynntumst kórnum þegar við kepptum á „Per musicam ad astra“ alþjóðlegu kórakeppninni í Torun, Póllandi árið 2016. Þar unnu báðir kórarnir til gullverðlauna í mismunandi flokkum keppninnar. Þegar þau ákváðu síðan að koma til Íslands, lá beinast við að halda tónleika saman,“ segir Arnar Freyr. Á tónleikunum munu báðir kórarnir flytja lög af sinni efnisskrá en einnig munu kórarnir syngja saman, bæði á íslensku og á sænsku. Efnisskrá Capella...

Read More

14 tillögur um framtíð Flensborgarhafnar

Alls bárust 14 tillögur í opna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis sem Hafnarfjarðarhöfn stendur fyrir í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Þetta kemur fram á síðu Hafnarfjarðarbæjar.  Dómnefnd sem skipuð er þremur fulltrúum frá Hafnarstjórn og skipulagsráði bæjarins auk tveggja fulltrúa frá Arkitektafélaginu hefur nú tillögurnar til yfirferðar en stefnt er að því að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir eigi síðar en á 110 ára kaupstaðarafmæli bæjarins þann 1. júní n.k. Samhliða verðlaunaveitingu fyrir bestu tillögurnar að mati dómnefndar verður efnt til sýningar á öllum þeim tillögum sem bárust í samkeppnina. Mynd: Olga...

Read More

„Söngurinn besti lífsins elixír“

Ástvaldur Traustaon tók við stjórn Karlakórsins Þrasta síðastliðið haust og síðan þá hefur verið annasamur tími hjá kórnum. Framundan eru Tondeleyo-tónleikar í Bæjarbíó næstkomandi laugardag og flutt verða Leikbræðralög. Við hittum Ástvald sem sagði okkur aðeins frá þessu. „Ég ólst upp við gömlu login því ég var svo mikið heima hjá afa og ömmu. Afi minn söng 2. tenór í Leikbræðrum. Amma var oft við píanóið og spilaði undir. Mér þykir afar vænt um þessi lög enda fjalla textarnir oftast um ástina og lífið og lögin eru rómantísk og fáguð,“ segir Ástvaldur dreyminn á svip. Hann tók við stjórn...

Read More

Nýtir eiginleika tónlistar til góðs

Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur og tónlistarkennari ákvað snemma að leggja músíkmeðferð fyrir sig og á Björtum dögum bauð fyrirtækið hennar, Hljóma, börnum á aldrinum 3 – 6 ára í tónlistarstundir við Austurgötu 38. „Tónlistin hefur verið mín hjartans iðja frá barnæsku. Að vinna náið með öðru fólki að þeim verkefnum og áskorunum sem lífið færir, er mér einnig afar hugleikið, og músíkmeðferðin tengir þessa tvo þætti. Eftir tónlistarnám hér heima fór ég til Berlínar í nám í Músíkmeðferð. Að náminu loknu starfaði ég áfram í Þýskalandi með fjölbreyttum hópi skjólstæðinga, börnum og fullorðnum. Þar var ég svo heppin að kynnast...

Read More