Flokkur: Umfjöllun

Friðrik Dór steggjaður í Haukabúningi

Vegfarendur um miðbæ Hafnarfjarðar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar palltrukk var lagt við Pylsubarinn sem svið og Gunnar Helgason og Felix Bergsson hófu að kynna óvænta dagskrá. Fríar pylsur voru í boði og myndaðist löng röð við Pylsubarinn. Fljótlega tók fólk að streyma að til að fylgjast með. Söngvarinn ljúfi og hafnfirski Friðrik Dór Jónsson var síðan kallaður á svið og þá kvissaðist fljótt út meðal viðstaddra að verið væri að steggja hann.  Föruneyti Friðriks Dórs kom á staðinn í heljarinnar langferðabiðfreið og steig skellihlæjandi út. Þessi óvænta skemmtidagskrá fyrir almenning var þá löngu fyrirfram plönuð,...

Read More

Systkinabörn Íslandsmeistarar í golfi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Keili, eru Íslandsmeistarar í golfi 2018. Þetta er fyrsti titill Guðrúnar en sá þriði hjá Axel. Axel jafnaði mótsmetið á Íslandsmótinu á -12 samtals, en Þórður Rafn Gissurarson  (GR) lék á -12 árið 2015 á Akranesi. Þau Guðrún og Axel eru systkinabörn og faðir Guðrúnar, Björgvin Sigurbergsson, er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi.  Viðtal verður við þau frændsystkin í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins, sem kemur út fimmtudaginn 9. ágúst....

Read More

Síðustu menningar- og heilsugöngurnar

Í ágústmánuði verða síðustu menningar- og heilsugöngurnar gengnar en þær hafa verið í boði öll fimmtudagskvöld kl. 20:00. Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafnsins og heilsubærinn Hafnarfjörður. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20:00 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 2. ágúst – Höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni Ágústa Kristófersdóttir leiðir göngu um höggmyndagarðinn. Gengið frá Víðistaðakirkju 9. ágúst (kl. 18:00) – Selvogsganga 2-3 klst. Einar Skúlason höfundur Wappsins leiðir göngu um hluta af gömlu Selvogsleiðinni sem lá á milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Safnast verður saman í rútu við Kaldársel sem flytur þátttakendur á...

Read More

Tilnefningar óskast í Snyrtileikann 2018

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignina, fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Fegrunarnefnd hefur m.a. það hlutverk að tilnefna eignir, garða og götur til viðurkenninga fyrir snyrtileika og ásýnd og þykja þannig skapa ákveðna fyrirmynd í þessum efnum, jafnt á íbúðarsvæðum sem atvinnusvæðum. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því...

Read More

Bernskudraumur sem rættist

Rúnbrá er nýtt vörumerki sem systurnar Lísa Rún og Silja Brá Guðlaugsdætur þróuðu saman í algerri sjálfsbjargarviðleitni eftir erfitt tímabil í lífinu. Þær búa til heimagerðar vörur fyrir fjölskyldur og heimili. Systurnar eru uppaldar á höfuðborgarsvæðinu, eru mæður með stóra drauma og hafa trú hvor á annarri. Báðar urðu þær fyrir einelti í æsku sem hefur mótað þær fyrir lífstíð, en þær geisla þó af jákvæðni, bjartsýni og góðmennsku. Við hittum systurnar á heimili Silju Brár, þar sem netverslunin þeirra verður opin á mánudögum á milli 16 og 18. Lísa Rún fór ein með son sinn, Davíð Þór, að...

Read More