Flokkur: Umfjöllun

FH skiptir úr ADIDAS yfir í NIKE

Knattspyrnudeild FH samdi á dögunum við nýjan samstarfsaðila, NIKE, en búningar allra flokka innan deildarinnar höfðu verið merktir ADIDAS í 27 ár. Við spurðum formanninn Jón Rúnar Halldórsson, hverju sætti. „Það er í raun ekki flókið, við fengum tilboð sem erfitt var að hafna og í raun ómögulegt. Það er okkur að sjálfsögðu mikið gleðiefni að finna fyrir því að fyrirtæki sækist eftir samstarfi við okkur, þ.e. Knattspyrnudeild FH og munum við gera okkar til þess að NIKE fái allt það sem þeir búast við og rúmlega það. Það er undir okkur komið að sjá um að svo verði,“...

Read More

Tilvalið fyrir fyrsta stefnumótið

Eftir að fyrirtækið Berserkir axarkast var stofnað í vor er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að keppa innanhúss í axarkasti. Einnig er vinsælt fyrir pör og hópa að hittast þar og fá góða og óvenjulega útrás. Við kíktum í heimsókn að Hjallahrauni 9 og ræddum við eigendurna, Elvar Ólafsson og Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur og systur hennar, Rannveigu Magnúsdóttur, sem er einnig kærasta Elvars.  Fyrir ári síðan fór Elvar til Kanada með æskuvinum sínum þar sem þeir prófuðu axarkast. Hann kom heim með stjörnur í augunum og staðráðinn í stofna svona félag á Íslandi. Helga Kolbún er margfaldur Íslandsmeistari í...

Read More

Bæjarbíó stækkar – Mathiesen stofan opnar

Rekstraraðilar tónlistar- og menningarhússins Bæjarbíós í Hafnarfirði standa í stórræðum þessa dagana, en á morgun, föstudag, opna þeir Mathiesenstofu sem er samtengd Bæjarbíói. Bæjarbíó hefur síðustu misseri blómstrað sem tónleikasalur og keppast vinsælustu flytjendur landsins við það að koma fram í húsinu og hefur bæði hljómburður og aðstaða í húsinu verið rómuð bæði af leik- og atvinnumönnum í tónlistargeiranum. Bæjarbíó sjálft stendur við Strandgötu 6 en með stækkuninni er gert innangengt inn í Strandgötu 4 sem oftast er kallað Mathiesen húsið í daglegu tali í Hafnarfirði. Þetta fornfræga hús sem áður hýsti verslunarstarfsemi og fleira verður þannig aftur aðgengilegt...

Read More

12 fengu menningarstyrki

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti á dögunum styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2018. Þrettán verkefni hutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.  Menningarstyrki að þessu sinni hlutu eftirfarandi: Spiccato Haustlauf – tónleikar í Hafnarborg 190.000 kr. Guðbjörg Pálsdóttir Dúkkulísur á jólum, tónleikar í Hafnarfirði á aðventu 2018 240.000 kr. Ragnar Már Jónsson Hátíðardjass í Hafnarfirði – tónleikar...

Read More

Geitungarnir opnuðu Búð hússins

Geitungarnir, hið verðlaunaða hafnfirska nýsköpunarverkefni, eru búnir að opn litla og fallega verslun í húsnæði sínu við Suðurgötu 14. Verslunin ber nafnið Búð hússins og við kíktum við. Margt afar fallegt handverk er til sölu í Búð hússins og greinilegt að mikil vinna og sköpunarkraftur liggja að baki. Að sjálfsögðu er gleði og kærleikur ávallt í fyrirrúmi, í anda Geitunganna, og allir velkomnir að skoða og gera góð kaup.   Myndir...

Read More