Flokkur: Umfjöllun

Fastir bílar í flughálku í Heiðmörk

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út á áttunda tímanum í gærkvöldi vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Tveir hópar björgunarsveitafólks voru komnir á vettvang um klukkan átta. Flughált var á þessum slóðum í gærkvöldi og var ekki talið heppilegt að reyna að koma bílunum í burtu, sem flestir voru fólksbílar. Því voru 11 manns fluttir af vettvangi og aðstoðaðir við að komast til byggða en bílar þeirra skildir eftir. Þegar verkefnum var lokið á vettvangi, fór björgunarsveitafólkið akandi um alla helstu vegi í Heiðmörk og gengu úr skugga um að...

Read More

„Yndislegt að eldast“

Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari býr við Móabarð hér í bæ ásamt fjölskyldu sinni og tengdafaðir hennar býr á neðri hæðinni. Fyrir 35 árum stofnaði Kristín fyrirtæki kennt við NO NAME snyrtivörurnar og er einna þekktust fyrir það, sem og förðunarskóla, námskeið, fyrirlestra og kynningar um allt land. Í dag rekur hún verslun, förðunarstúdíó og -skóla við Garðatorg. Persónulega þjónustan Fimm mínútna förðun er vinsæl því í henni leggur Kristín áherslu á svokallað „less is more“ til að draga fram það besta í hverri konu.   „Ég er algjörlega A-týpan og þarf sífellt að vera að og ég hef rosalega...

Read More

Hrafnhildur í 5. sæti og jafnaði metið

Hafnfirðingurinn Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 5. sæti í 50 m bringusundi á EM í 25 m laug í Kaupmannahöfn í dag. Hrafnhildur synti á 30,03 sek. í úrslitunum. Hún jafnaði Íslandsmetið sem hún setti klukkutíma fyrr í undanúrslitunum. Fyrir daginn í dag var Íslandsmet Hrafnhildar 30,42 sek., þannig að hún bætti metið sitt í dag um alls 39 hundraðhlusta úr sekúndu. Hún synti á sjöunda besta tíma allra í undanrásunum í morgun og á sjötta besta tímanum í undanúrslitunum og varð svo fimmta í úrslitunum í kvöld.   Mynd í eigu Hrafnhildar úr viðtali í Fjarðarpóstinum í...

Read More

„Þetta fólk á miklu betra skilið“

Öldruðum einstaklingum fer stöðugt fjölgandi og býr stór hluti þeirra við góða heilsu og þarf litla eða enga aðstoð frá samfélaginu. Engu að síður eru þeir í hættu á að fá geðraskanir og taugasjúkdóma og í heiminum er talið að um 30% fólks glími við geðheilbrigðisvanda. Einnig er talið að 20% yfir sextugt séu í slíkum sporum. Sandra Jónsdóttir hefur starfað við aðhlynningu á hjúkrunarheimili fyrir aldraða undanfarin þrjú ár og stundar samhliða vinnunni nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í lokaritgerð Söndru í BA náminu í vor kannaði hún hvaða úrræði er í boði á Íslandi fyrir aldraða einstaklinga...

Read More