Flokkur: Umfjöllun

Hafnfirskur söngur í Sagrada Familia

Kammerkór Hafnarfjarðar hefur fengið boð um að syngja í hinni frægu kirkju Sagrada Familia, á morgun sunnudaginn 10. júní. Tónlistarstjóri kirkjunnar var á ferð hér á Íslandi í september síðastliðnum og heyrði um fyrirhugaða ferð Kammerkórsins til Barcelona.  Þar mun sem sagt íslensk kórtónlist hljóma og þykir mikill heiður að fá að syngja í þessari ótrúlegu byggingu eftir Gaudi. Þriðjudagskvöldið 12. júní kl. 20.00 verða svo aðrir tónleikar í Basilica Santa María del Pi, sem er gömul og falleg kirkja í gotneska hverfinu í Barcelona. Stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Myndir aðsendar....

Read More

Hafnfirðingar á Íslandsmóti í töfrateningum

Vitað er um hóp Hafnfirðinga sem tekur þátt í Íslandsmóti í töfrateningum um helgina (9. og 10. júní) í Háskólanum í Reykjavík. 50 keppendur frá 11 löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verður í 12 flokkum en mótið er alþjóðlega viðurkennt og undir verndarvæng alþjóðlega töfrateningssambandsins (World Cube Association). Síðasta mót af þessu tagi var haldið í Reykjavík árið 2014. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á...

Read More

Þjóðhátíðarlögin komin í spilun

Bræðurnir hafnfirsku, Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir, gáfu út tvö Þjóðhátíðarlag í ár og eru þau komin í spilun á helstu útvarpsstöðum landsins. Lögin eru ólík, en bæði afar grípandi og skemmtileg og fanga stemninguna sem einkennir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hér má hlýða á lögin:    ...

Read More

Þessir voru heiðraðir á Sjómannadaginn

Fjórir voru heiðraðir á Sjómannadaginn fyrir vel unnin störf í tímans rás. Tveir þeirra eru enn við störf. Hér eru nöfnin og umsagnirnar:    Gunnar Guðmundsson, sjómaður Gunnar Guðmundsson, sjómaður fæddist þann 11. Október 1950 á Ísafirði.  Foreldrar hans voru þau Guðmundur Sigurðsson sjómaður og Mildrid Sigurðsson. Gunnar ólst upp á Ísafirði til 24 ára aldurs en fluttist þá til Hafnarfjarðar.   Hann byrjað að stunda sjómennsku 16 ára gamall fyrir vestan á hinum ýmsu bátum og sjálfur var hann með eigin trillu-útgerð í 27 ár. Síðasta áratuginn hefur Gunnar starfað við beitningu og verið á sjó hjá Hinriki Kristjánssyni...

Read More

Karel Ingvari þökkuð árin 60

Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, hefur staðið að undirbúningi Sjómannadagshátíðar Hafnfirðinga í 60 ár. Karel og eiginkona hans, Halldóra Júlíusdóttir, tóku á sunnudag á móti viðurkenningu og þakklæti frá Hafnarfjarðarbæ og Hafnarfjarðarhöfn fyrir að hafa staðið í eldlínunni að undirbúningnum. Í umsögn sem lesin var upp á Sjómannadaginn segir m.a.: „Karel var sjálfur fenginn til að róa á sjómannadaginn fyrir 60 árum síðan. Hann gerir sér góða grein fyrir mikilvægi þess að kynna sjómannsstarfið, minnast þeirra sem hafa látist í slysum á sjó og heiðra aldna sjómenn. Í vetur sem leið stóð hann fyrir myndasýningu í menningarsal Hrafnistu á...

Read More