Flokkur: Umfjöllun

Dagskrá Bóka- og bíóhátíðar barnanna

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði verður haldin í þriðja skipti núna í mars. Hátíðin í ár verður helguð Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og Hafnfirðingi.  Guðrúnu þarf vart að kynna fyrir nokkrum núlifandi íslendingi en eftir hana liggja persónur sem þjóðin hefur lært að elska í gegnum árin eins og Páll Vilhjálmsson, tvíburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni og þannig mæti lengi telja en titlar hennar telja á þriðja tug verka auk fjögra leikrita eða leikverka. Þannig öðlaðist hún sinn sess í  sem einn ástsælasti rithöfundur okkar tíma. Hátíðin verður opnuð föstudaginn 16. mars. Helgina 17.-18. mars munu verða viðburðir...

Read More

Aukið úrval hollustu hjá Nesti

Nesti, sem er hluti af N1, hefur aukið verulega við úrvalið af hollum valkostum hjá sér undanfarið og ætlar að halda því áfram. Þar er nú hægt að finna alls kyns hollan morgunmat og vegan rétti. Nýlega bættum við úrvalið á Nestisvörum nú bjóðum við upp á fleiri veganrétti ásamt öðrum nýjungum í hollari kantinum,“ segir Steinunn Björk Eggertsdóttir, vörustjóri veitinga hjá N1. „Veganvörurnar sem við bættum við eru veganskál með falafel og grænmeti, veganvefja með hummus, döðlumauki og sætum kartöflum, tröllahafragrautur með möndlusmjöri og chiagrautur með kókosmjólk,“ segir Steinunn. „Við erum svo að bæta við fleiri nýjum vörum...

Read More

Setbergsskóli sigraði Víðistaðaskóla

Setbergsskóli hafði betur en Víðistaðaskóli í úrslitakeppni Spurningakeppni grunnskólanna, Veistu svarið?, sem fram fór í Bæjarbíó á síðasta degi febrúar. Hið nýja og reynslulitla lið Víðistaðaskóla átti afar góðan byrjun og spretti inni á milli, en lið Setbergsskóla náði yfirhöndinni og sigraði af öryggi með 31 stigi gegn 23. Fyrir hönd Setbergsskóla kepptu Eiríkur Kúld Viktorsson, Svanberg Addi Stefánsson og Eydís Lilja Guðlaugsdóttir. Lið Víðistaðaskóla var skipað þeim Áróru Friðriksdóttur, Guðmundi Pétri Dungal Níelssyni og Þorfinni Ara Hermanni Baldvinssyni. Kynnir og spyrill var Árni Stefán Guðjónsson og stigaverðir voru þeir Andrés Þór Þorvarðarson og Magnús Freyr Eyjólfsson. Verðlaunagripnum lyft...

Read More

Rósa örugg í 1. sæti

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, sitj­andi odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Hafnar­f­irði, hlaut ör­ugga kosn­ingu í efsta sæti lista fyr­ir næst­kom­andi sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar, með 539 at­kvæði. Í efstu sjö sæt­un­um sitja 5 kon­ur og 2 karl­ar. Tal­in voru 876 at­kvæði, auðir seðlar og ógild­ir 27. Tal­in at­kvæði voru því 849.   Rósa Guðbjarts­dótt­ir  539 at­kvæði í fyrsta sæti Krist­inn And­er­sen  315 at­kvæði í fyrsta til annað sæti Ingi Tóm­as­son  317 at­kvæði í fyrsta til þriðja sæti Helga Ing­ólfs­dótt­ir  354 at­kvæði í fyrsta til fjórða sæti Krist­ín Thorodd­sen  344 at­kvæði í fyrsta til fimmta sæti Guðbjörg Odd­ný Jón­as­dótt­ir  383 at­kvæði í fyrsta til sjötta sæti Unn­ur Lára Bryde  362 at­kvæði í fyrsta til sjö­unda...

Read More

Vissir þú að…

Árið 1939 var hafist handa við að reisa Karmelklaustrið í Hafnarfirði en regla Karmelíta var stofnuð af krossförum á fjallinu helga árið 1156. Markmið reglunnar er m.a. að vaka yfir velferð þjóða og einstaklinga með fyrirbænum. Stofnun reglunar á Íslandi má rekja til heimsóknar von Rossmus kardínála til Íslands árið 1929 í tilefni af vígslu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Í kjölfarið færði Meulenberg biskup á Jófríðarstöðum reglunni lóð að gjöf undir klaustrið en stofnandi þess var móðir Elísabet sem kom frá klaustri Karmelsystra í Schiedam í Hollandi. Smíði klaustursins var að mestu lokið árið 1940 en þá komust systurnar ekki...

Read More