Flokkur: Umfjöllun

Ræða áhrif málþroska við foreldra

Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar, ásamt Bókasafni Hafnarfjarðar og heilsugæslunni í Hafnarfirði, stendur um þessar mundir fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. Haldnir eru tíu fræðslufundir í Hafnarfirði um málörvun ungra barna og verða þeir flestir haldnir í grunnskólum bæjarins. Foreldrar/forráðamenn barna á aldrinum 6-24 mánaða eru hvattir til að mæta á fundi í sínu skólahverfi, en frjálst er að mæta á fund í öðru skólahverfi. Að undanförnu hefur átt sér stað mikil umræða um að málþroska og orðaforða íslenskra barna sé að hraka. Það hefur síðar áhrif á...

Read More

Í krafti jafnréttis í Flensborg

Hópur Flensborgarskólanema skellti sér á svið og söng og dansaði með Reykjavíkurdætrum á árlegum Flensborgardegi sem fram fór sl. mánudag, sem einnig er afmælisdagur skólans. Nemendur og starfsmenn fögnuðu því með því að halda jafnréttishátíð og jafnréttisviku. Dagskráin hófst með ávarpi forseta Íslands og m.a. tók söngvarinn Páll Óskar einlægt samtal við nemendur og tók lagið í kjölfarið við miklar undirtektir. Fjölbreytt dagskrá var í boði sem var hæfileg blanda af skemmtun, uppskeruhátíð og fræðslu. Þá var afhentur afrakstur Flensborgarhlaupsins til Hugrúnar – geðfræðslu. Fjarðarpósturinn náði að kíkja við í klukkutíma og smellti af myndum sem eru hér fyrir neðan....

Read More

13 er happatala fjölskyldunnar

Sigríður Jóhannesdóttir er 91 árs og býr að Jófríðarstaðavegi 13. Hún var meðal þeirra Hafnfirðinga sem fengu viðurkenningu Snyrtileikans í lok síðasta mánaðar, enda er garðurinn hennar afar stór og fallegur. Sigríður hefur áður fengið slíka viðurkenningu árin 1987 og 2002 og einnig var Jófríðarstaðavegur valinn stjörnugata árið 1999. Sigríður ákvað að mæta og taka við viðurkenningunni í ár vegna þess að þann dag voru 13 ár síðan eiginmaður hennar, Sigurður Jónsson, lést. 13 hefur alla tíð verið happatala fjölskyldu Sigríðar og hún segir stærstu ákvarðanir meira og minna hafa verið teknar mánudaginn 13. „Við Sigurður áttum þetta allt...

Read More

Youtube rás Stefáns Karls með milljón fylgjendur

Youtube rás Stefáns Karls Stefánssonar heitins hefur náð milljón fylgjendum og fær í kjölfarið hinn eftirsótta gullhnapp Youtube. Þar með er mark­miði barna Stef­áns náð, en 11 ára dóttir Stefáns bjó fyrir skömmu til neðangreint myndband í von um að ná takmarkinu.   Hér er myndbandið þar sem Stefán Karl þakkar fyrir að hafa náð 100 þúsund áskrifendum: Hér er slóð á rásina á...

Read More

Glamraði 3 ára á gítar með tónlist Bubba

Tónlistarmaðurinn Helgi Kristjánsson sendi nýverið frá sér lagið „Skýjabönd“ sem er af samnefndri plötu hans. Helgi blæs af því tilefni til útgáfutónleika í Bæjarbíói 4. október næstkomandi og eru það fyrstu sólótónleikar hans. Hann er m.a. þekktastur fyrir trommuleik í hljómsveit vinar síns, Ásgeirs Trausta. Helgi segir að efni plötunnar marki ákveðið uppgjör við líf sitt.  Fyrsta minning Helga af tónlistaráhuga sínum er að sitja við stofuhátalarana þriggja ára gamall og hlusta á ‘Lífið er Ljúft’ plötuna hans Bubba og glamra á gítar með. „Ég man eftir að hafa upplifað algera alsælu þegar ég fór að átta mig betur...

Read More