Flokkur: Umfjöllun

Margir skoðuðu opið Íshús Hafnarfjarðar

Í fyrsta skipti í tvö ár var opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar á Sjómannadag. Þar sýndi listafólk vinnustofur sínar og fjölbreytta hönnun og verk. Að sögn aðstandenda opna hússins kom gríðarlegur fjöldi fólks í heimsókn og vakti það mikla lukku á báða bóga. Stefnt er að því að opna þetta mikla sköpunar- og listaver oftar almenningi yfir árið.   Myndir/OBÞ og...

Read More

Góður í almennri rökhugsun

Nokkrir nemendur skáru sig úr í námsárangri við úrskrift úr Flensborg fyrir skömmu. Níu þeirra voru með 9,0 í meðaleinkunn eða hærra. Dúx af fjögurra ára braut var Daníel Einar Hauksson, sem lauk stúdentsprófi með 9,94 í meðaleinkunn og setti því nýtt skólamet, hæstu stúdentseinkunn sem gefin hefur verið við skólann.  Daníel Einar útskrifaðist af náttúrufræðibraut sem miðast við fjögurra ára nám. Í nýja þriggja ára kerfinu heitir sambærileg braut raunvísindabraut. Spurður um uppáhaldsfögin segir hann það hafa verið eðlisfræði og stærðfræði. Daníel Einar er beðinn um að lýsa kostum sínum. „Ég er áhugasamur og metnaðarfullur og pæli mikið...

Read More

Fjölbreytt dagskrá og veður 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í fallega bænum okkar í dag. Veðurguðirnir voru dálítið stríðnir og buðu upp á ýmis veðurbrigði, en þjóðhátíðargestir voru klæddir eftir veðri eða hlupu í skjól þegar mestu demburnar gengu yfir. Það var boðið upp á ýmislegt fjölbreytt á mörgum stöðum í miðbænum og fjölmenni sótti viðburðina. Fjarðarpósturinn smellti af myndum. ...

Read More

Gefst ekki auðveldlega upp

Ólafur Andri Davíðsson útskrifaðist af raunvísindabraut í Flensborg með meðaleinkunnina 9,89 og var dúx þriggja ára kerfisins í skólanum. Hann segir uppáhaldsfagið hafa, án efa, verið stærðfræði. Hann spilar á gítar, hefur áhuga á kvikmyndum og gæti vel hugsað sér að búa til tölvuleiki. Þá á hann tvíburabróður og einn yngri bróður. Þótt stærðfræði hafi verið í uppáhaldi hjá Ólafi Andra fannst honum samt eðlisfræðin líka mjög skemmtileg. Við spurðum hann um styrkeika hans: „Minn helsti styrkleiki er að ég gefst ekki auðveldlega upp við að ná einhverju sem ég vil ná. Það hefur hjálpað mér gríðarlega í náminu.“...

Read More

Meðal þeirra bestu í heimi

Brynjar Ari Magnússon er 14 ára og er meðal 20 bestu CrossFit keppenda í heiminum í aldursflokknum 14 – 15 ára. Hann hefur æft hjá Crossfit Hafnarfirði síðan hann var 11 ára, en hafði áður margra ára grunn í fimleikum. CrossFit Hafnarfirði mun standa að opinni æfingu 16. júní nk. til að safna áheitum upp í þátttöku Brynjars Ara á heimsleikana í CrossFit í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst. Aðeins 20 bestu komast á heimsleikana í þessum aldursflokki. „Ég var kominn með leið á fimleikum þegar ég var 11 ára og vantaði einhverjar meiri áskoranir, því í fimleikum æfir...

Read More