Flokkur: Umfjöllun

Minnir samborgara á viðkvæman jarðveg

„Nú er gras í súpu og sárum eftir flóð síðustu daga og jarðvegur viðkvæmur. Mikið væri indælt ef bílstjórar myndu ekki leggja á grasi,sem margir gera. Þetta er ljótt að sjá,“ segir Agnes Reynisdóttir, íbúi við Bjarkavelli, á íbúasíðu hverfisins. Við heyrðum í Agnesi vegna þessarar mikilvægu áminningar hennar til samborgara sinna.  „Þetta vandamál, að bílum sé lagt á grasi við bílastæði, er ekki bundið við þessa götu eingöngu. Það eru fleiri blettir í nágrenninu illa farnir en þetta er skelfilegt,“ segir Agnes og bætir við að á meðan frost var í jörðu hafi daglega verið lagt á þessum stað....

Read More

Logi og Ingvar á árlegu bjórkvöldi Lions

Föstudaginn 2. mars, heldur Lionsklúbburinn Ásbjörn sitt árlega bjórkvöld. Þessi viðburður er ein aðalfjáröflun klúbbsins og hefðin hófst fyrir 29 árum, eða þegar bjórinn var leyfður. „Við leggjum áherslu á að halda þetta kvöld á þeim degi sem er næstur 1. mars ár hvert, eða fyrsta föstdag marsmánaðar hvert ár,“ segir Gissur Guðmunsson, einn stjórnenda klúbbsins.  Myndirnar þrjár eftir Tolla sem boðnar verða upp.  Á bjórkvöldið koma að meðaltali um 200 gestir og segir Gissur að boðið verði upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Madda kokks og fyrsta flokks veisluhöld. Þrjú verk eftir myndlistarmanninn Tolla verði boðin upp og...

Read More

Íbúafundur í Setbergi vegna innbrotafaraldurs

Innbrotafaraldur hefur herjað á Setbergshverfið í vetur eins og önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu og eru margir íbúar þar uggandi og finna fyrir óöryggi. Eftir samskipti á íbúasíðu hverfisins á Facebook var blásið til íbúafundar sem verður haldinn 1. mars. Við spurðum Kristínu Thoroddson, íbúa í Setbergi og eina af þeim standa að fundinum, út í hann. „Íbúar Setbergsins eru með íbúasíðu og á henni hafa að undanförnu skapast umræður um innbrotin og stendur íbúum ógn af þeim. Við viljum vita hvernig og með hvaða hætti við getum varið okkur, hvaða mildunaraðgerðir eru mögulegar og með hvaða hætti við getum...

Read More

Biðlistar í gítar- og trommunám

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur víða um land fyrir skömmu og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru fjölmargir tónleikar í boði og þétt dagskrá. Þá fengu gestir að prófa ýmis hljóðfæri hjá kennurum skólans og mátti sjá efnilegt tónlistafólk sýna bæði áhuga og óvænt tilþrif. Þegar Fjarðarpósturinn ræddi við starfsfólk skólans fengust þær upplýsingar að biðlisti er í bæði gítar- og trommunám, en það eru afar vinsæl hljóðfæri um þessar mundir og hafa verið undanfarin ár.  Myndir: OBÞ                                ...

Read More

Jákvæð teikn á lofti með Sólvang

Framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Sólvangi ganga vel að sögn Helgu Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa og formanns Umhverfis- og framkvæmdaráðs og formanns starfshóps um byggingu nýs hjúkrunarheimilis, þó verkið sé nokkuð á eftir áætlun. Það helgist aðallega af því að að verktaki hóf verkið seinna en reiknað var með og þurft hafi að brjóta meiri klöpp en útreikningar gerðu ráð fyrir. Verkefnastjórn um bygginguna hafi lagt fast að verktakanum, Munk Ísland, að vinna upp þessa seinkun á næstu vikum og vonir standi til að það verði gert. Upphaflegur samningur við ríkið gerði ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær myndi byggja og reka...

Read More