Flokkur: Umfjöllun

Hressandi hrekkjavaka á Krydd

Veitingastaðurinn KRYDD efndi til hrekkjavöku sl. laugardagskvöld þar sem Beggi og Pacas skemmtu og spáðu „einhverjum hryllingi“ fyrir gestum. Staðurinn, starfsfólkið og gestir voru virkilega vel skreytt, mikið í lagt og stemningin „hræðilega góð“, þegar Fjarðarpósturinn rétt „þorði“ að reka inn nefið. ...

Read More

Munu endurmeta öryggismál

Ölvaður maður gekk inn í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á skólatíma sl. fimmtudag og lét þar öllum illum látum. Viðstaddir; börn, foreldrar og starfsfólk skólans, urðu að vonum skelkuð en þrír karlar yfirbugðu manninn þar til lögreglan kom og handtók hann. Fjarðarpósturinn leitaði viðbragða hjá Eiríki Stephensen, skólastjóra TH, sem segir málið litið mjög alvarlegum augum þar á bæ. „Þetta gerist á skólatíma í tónlistarskólanum og því nokkuð líf í húsinu en sem betur fer var hópurinn ekki stór sem upplifði sjálft atvikið. Mikil áhersla var lögð á það um leið að veita öllum þeim sem vitni urðu að atvikinu viðeigandi...

Read More

Hjördís fékk silfur

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite. Haukakonan Hjördís Helga Ægisdóttir var að keppa á sínu fyrsta fullorðins móti og stóð sig eins og hetja, venju samkvæmt. Hún endaði í öðru sæti í sínum þyngdarflokki eftir mjög góða frammistöðu. Hjördís heldur áfram að standa sig vel á mótum og erum við mjög stolt af því að vera komin með Karatekonu sem hefur sannað sig sem ein af þeim betri á landinu. Við hlökkum til að sjá hana verða enn betri. Mynd aðsend, Hjördís er lengst til...

Read More

6 íbúða sérbýli verða byggð

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Arnarhrauns 50 íbúðafélags hses, hefur gengið til samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um byggingu á 6 íbúða búsetukjarna ásamt sameiginlegu rými. Framkvæmdir hefjast strax á næstu dögum og eru verklok áætluð í mars 2020. Öll sérbýlin eru hönnuð samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar, hönnun fyrir alla – aðgengi fyrir alla. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi og mun verktaki skila af sér fullbúnu húsnæði að utan sem innan. Tillaga Arnarhvols byggir á samstarfi við Svövu Jónsdóttur arkitekt og er hér um að ræða 6 íbúða sérbýli með fullu...

Read More

Banaslys á Reykjanesbraut við Vallahverfi

Karlmaður lést í hörðum árekstri jepplings og fólksbíls á Reykjanesbraut, á móts við Vallahverfið, á sjötta tímanum í morgun. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt en áreksturinn varð um miðja vegu milli nýju gatnamótanna við Krísuvíkurveg og gatnamótanna við Strandgötu þar sem Reykjanesbraut hefur ekki verið tvöfölduð í báðar áttir. Hinn látni var farþegi í öðrum bílnum en hann var fluttur á Landspítalann og úrskurðaður látinn við komuna þangað. Báðir ökumennirnir voru sömuleiðis fluttir á slysadeild en talið er að þeir séu ekki alvarlega slasaðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka...

Read More