Flokkur: Umfjöllun

Snyrtileikinn 2018 afhentur

Hafnarfjarðarbær afhenti viðurkenningar fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í blíðaskaparveðri miðvikudaginn 29. ágúst. Fjöldi ábendinga frá bæjarbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði barst þegar óskað var eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð lóða og garða í sveitarfélaginu. Nánar verður fjallað um hverja viðurkenningu fyrir sig í tölublaði Fjarðarpóstsins í næstu viku.  Eigendur garða við Álfaskeið 85, Brekkuás 15, Erluhraun 15, Fjóluhvamm 9, Gauksás 37, Hellisgötu 7, Jófríðarstaðaveg 13 og Spóaás 18 fengu viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega garða með fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu og metnað í...

Read More

Stór leikvöllur fyrir fjölskylduna

Sigríður Margrét Jónsdóttir, eða Sigga Magga í Litlu Hönnunar Búðinni, heldur utan um glænýjan viðburð, Lifandi Thorsplan, sem fram fer næstkomandi laugardag. Þar verður megináherslan á upplifanir fyrir börn og fjölskyldur þeirra og heilmargt verður í boði.    Sigga Magga segir að smávegis pælingar hafi verið með dagetningu fyrir þennan viðburð en eftir að hafa spjallað við Pál Eyjólfsson hafi verið ákveðið að „teika“ bæjarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar. „Það er alveg tilvalið því okkar viðburður hefst klukkan 12 og lýkur klukkan 17. Þá byrjar dagskráin hjá Hjarta Hafnarfjarðar og Strandgatan verður lokuð á þessu svæði á sama tíma.“   Verður...

Read More

Tónleikar inni – partý úti

Framundan er tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar, sem haldin er í annað sinn frá miðvikudegi og fram á miðnætti á laugardagskvöld. Við ræddum við Páll Eyjólfsson, aðalskipuleggjanda hátíðarinnar, en hún verður með töluvert ólíku sniði en í fyrra.  „Í svona er mikilvægt að hugsa aðeins til framtíðar. Hátíðin í ár er afraksturinn af því hvernig við byrjuðum á þessu og lærðum af skemmtilegum mistökum. Tilgangurinn er, þegar sett hefur verið upp grind að hátíð sem þessari, að sem flestir geti notið og tekið þátt. Við erum búin að færa okkur úr portinu bakatil, sem var alls ekki nógu stórt,...

Read More

Hermann Ingi sýnir vitann í ýmsum útgáfum

Listamaðurinn Hermann Ingi Hermannsson, sem margir Hafnfirðingar kannast við eftir áralanga þjónustu við hirð Jóhannesar fjörugoða, opna sölusýningu á tuttugu vatnslitamyndum undir nafninu “Famous vinyl albums and songs versus vitinn” í Bæjarbíói í Hafnarfirði í tengslum við hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar. Hermann Ingi bjó um árabil við Hverfisgötuna í Hafnarfirði en einmitt þar í bakgarðinum stóð og stendur enn hinn eini sanni Hafnarfjarðarviti sem er tákn bæjarins. Hermann tók fljótt miklu ástfóstri við vitann og hefur teiknað hann og málað í öllum mögulegum útgáfum, jafnvel gætt hann lífi og skrifað um hann sögur. Það hlaut því að koma að því að vitinn...

Read More

Tvær nýjar sýningar í Hafnarborg

Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg föstudaginn 31. ágúst kl. 20. Það eru sýningarnar Allra veðra von í aðalsal safnsins sem samanstendur að verkum fimm listakvenna og sýningin Allt eitthvað sögulegt, ljósmyndir eftir Báru Kristinsdóttur, sem verður opnuð í Sverrissal. Haustsýning Hafnarborgar 2018 er sýningin Allra veðra von. Á sýningunni eru verk eftir Höllu Birgisdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Ragnheiði Maísól Sturludóttur, Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur og Steinunni Lilju Emilsdóttur. Sýningarstjóri Allra veðra von er Marta Sigríður Pétursdóttir, menningar- og kynjafræðingur, en hugmynd hennar að sýningunni var valin úr innsendum sýningartillögum síðastliðið haust þegar kallað var eftir tillögum að haustsýningu í Hafnarborg...

Read More