Flokkur: Umfjöllun

Starfsfólk bæjarins og verktakar berjast við vatnselgi

Vatnselgur hefur verið víða um höfuðborgarsvæðið í dag í kjölfar lægðar og leysinga og er Hafnarfjörður þar engin undantekning. Lokað hefur þurft nokkrum leiðum um hringtorg og víðar vegna djúpra polla sem þar hafa myndast.   Fjarðarpósturinn hafði samband við Einar Bárðarson, samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, og spurði hvað bæjaryfirvöld eru að gera í þessum málum: „Við erum bæði með okkar starfsfólk og verktaka á okkar vegum á fullu að losa um þetta. En þetta eru algjörar öfgaaðstæður á stóru svæði sem koma upp sjaldan á ári því illviðráðanlegt. Fólk var varað við veðrinu og að þetta myndi gerast. Almenningi var...

Read More

Styrkja samskiptahæfni nemenda

Hafnarfjarðarbær skrifaði nýverið undir samning við þjálfunarfyrirtækið KVAN sem miðar að því að efla samskiptahæfni nemenda. Í þeim tilgangi fá grunnskólakennarar í 5. eða 6. bekk fræðslu á námskeiði sem gengur undir heitinu Verkfærakistan, en það hófst í byrjun mánaðarins. KVAN stendur fyrir kærleik, vinátta, alúð og nám og hefur fyrirtækið unnið í mörg ár að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að þjálfun, fræðslu og menntun ungs fólks, fagaðila, stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja. Markmið bæjaryfirvalda með því að bjóða upp á þessa fræðslu fyrir alla grunnskóla er að fjölga þeim verkfærum sem kennurum og skólum standa til boða til að vinna með samskipti...

Read More

Plast má fara í gráar tunnur 1. mars

Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.  Gæta skal þess að halda plastinu frá öðru sorpi í lokuðum pokum þannig að tæki Sorpu geti flokkað plastið frá skilvirknislega. Ekki mun þurfa neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka. Þannig geta íbúar notað innkaupapoka og aðra plastpoka sem falla til á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og...

Read More

Styrkir fóru til til sönghátíðar og orgelplötu

Úthlutun á styrkjum úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur fór fram í Friðriksstofu í Bókasafni Hafnarfjarðar 2. febrúar síðastliðinn. Tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; Sönghátíð í Hafnarfirði og Leikið á orgel í Hafnarfjarðarkirkju. Fjarðarpósturinn var á staðnum og fangaði augnablikin.  Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri afhendir Guðmundi Sigurðssyni styrkinn.  Bæði verkefnin hlutu styrk að fjárhæð kr. 360.000. Fyrir hönd Guðrúnar Ólafsdóttur söngkonu, sem heldur utan um Sönghátíðina, tók móðir hennar Signý Pálsdóttir við styrknum. Signý sagði að Guðrún kæmi til landsins í maí og yrði hér í kringum hátíðina. Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, tók við styrknum fyrir...

Read More

Átt þú hugmynd fyrir Bjarta daga?

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga en menningarhátíðin verður haldin dagana 18.-22. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði um allan bæ sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Viltu skrá viðburð til þátttöku? Það getur verið eitthvað sem stendur til nú þegar eða eitthvað alveg nýtt, eitthvað risastórt eða minna í sniðum, eitthvað fyrir börn eða eitthvað fyrir fullorðna en allavega eitthvað áhugavert sem hvetur bæjarbúa til virkrar...

Read More