Flokkur: Umfjöllun

„Hvor ykkar ert þú núna?“

Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og Guðni Ágústsson fyrrum stjórnmálamaður hafa slegið í gegn vítt og breitt um landið með 20 sýningar af uppistandinu Eftirherman og Orginallinn. Þeir voru með sýningu síðastliðinn sunnudag í Bæjarbíói og verða með tvær í viðbót þar. Fjarðarpósturinn hitti þá félaga sem margir hafa ruglað saman í tímans rás. Viljandi setjum við viðtalið upp sem samtal í anda skemmtunar þeirra.   Jóhannes: „Ég hef lifað af listinni sem skemmtikraftur síðan 1982. Það er mjög ávanabindandi og skemmtilegt og sem betur fer hefur alltaf gengið vel. Ég á þeim sem ég hermi eftir mikið að þakka því...

Read More

MIH og FIT afhentu Tækniskólanum nýja vinnusloppa

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) og Félag iðn- og tæknigreina (FIT) afhentu í gær útibúi Tækniskólans, gamla Iðnskólans í Hafnarfirði, vinnusloppa fyrir nemendur skólans. Fyrir nokkrum árum gáfu þessi félög sambærilega sloppa en þeir voru orðnir mikið notaðir og farnir að láta á sjá. MIH og FIT finnst mikilvægt að aðstoða skólann, og ekki síður nemendurna, við það að allt sé sem snyrtilegast, þ.m.t. vinnufatnaður nemanda. Bjarni Þorvaldsson, kennari við skólann í Hafnarfirði, tók á móti þessari höfðinglegu gjöf úr hendi Ágústs Péturssonar, formanns MIH og Hilmars Harðarsonar, formanns FIT. Á meðfylgjandi myndum má sjá flotta nemendur í þessum...

Read More

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í tónleikaferð

Dagana 22. – 29. september er Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í tónleikaferð í vinabæ Hafnarfjarðar, Cuxhaven í Þýskalandi. Hljómsveitin hittir þar fyrir hljómsveitina Amandus sem kom í heimsókn til Hafnarfjarðar í fyrra vor. Alls eru um 30 nemendur í hvorri sveit á aldrinum 13 – 23 ára. Saman vinna þessar hljómsveitir að verkefni sem kalla má „ Hljómur náttúrunnar í nýju samhengi við þjóðlög“. Hljómsveitunum verður skipt upp í minni hópa sem fara út í náttúruna til að upplifa ýmis hljóð eins og sjávarnið, vindgnauð, fuglasöng o.fl. Hljóðfæraleikararnir túlka síðan þessi hljóð með hljóðfærunum sínum um leið og lesin verða ljóð...

Read More

Þolakstur kominn til að vera

Þolaksturskeppni KK fór fyrir ekki all svo löngu fram á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Níu bílar voru á ráspól og kepptu þeir um hver gæti lokið flestum hringjum á þeim tveim klukkustundum sem þolaksturinn stóð. Símon Wiium sigraði keppnina á Ford Focus RS eftir að hafa lokið 97 hringjum. Brautin er rétt rúmlega 1,6 km löng og ók Símon því slétta 160 kílómetra á þessum tveimur klukkustundum. Næstur honum kom Ingólfur Kr. Guðmundsson á VW Golf sem lauk 96 hringjum og í þriðja sæti var Tómas H. Jóhannesson á Opel Speedster með 95 hringi. Veðrið reyndist keppendum...

Read More

Senda frítt um allt land

Sigríður Margrét Jónsdóttir opnaði Litlu Hönnunar Búðina við Strandgötu fyrir þremur árum. Verslunin fagnaði þriggja ára afmæli á dögunum og Fjarðarpósturinn rak inn nefið. „Þetta átti að vera vinnustofa en þróaðist yfir í það að verða verslun, eiginlega fyrir algjöra tilviljun,“ segir Sigríður og tekur fram að hvatinn hafi frá upphafi verið að bjóða upp á eitthvað sem sé öðruvísi en annars staðar. „Við vildum skapa okkur sérstöðu og erum t.a.m. með verk eftir nokkra íslenska listamenn og hönnuði sem við erum afar stolt af. Einnig kaupum við hluti erlendis frá en veljum vel hvaðan hlutirnir koma og hvernig...

Read More