Flokkur: Umfjöllun

Myndir frá blússandi Bóka- og bíóhátíð

Bóka- og bíóhátíð barnanna fór fram undanfarna viku og var ýmislegt skemmtilegt í boði og fjölskyldur voru duglegar að mæta á viðburðina. M.a. var boðið upp á bíósýningu á Jóni Oddi og Jóni Bjarna, enda hátíðin tileinkuð Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. Þá skoruðu Fálkarnir úr Víti í Vestmannaeyjum á FH og Hauka í vítakeppni, boðið var upp á sögugöngu um sögusvið bóka Guðrúnar Helgadóttur og teikni- og textasmiðju í Hafnarborg. Við kíktum við á nokkrum stöðum og smelltum af myndum....

Read More

Flensborgarskólinn í úrslit í MORFÍs

Lið Flensborgarskóla er komið í úrslit í Mælsku- og rökræðukeppni Íslands (MORFÍs) eftir sigur í viðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð í kvöld.  Umræðuefni kvöldsins var Himnaríki (af því gefnu að það sé til) og voru liðsmenn Flensborgarskóla með því. Keppnin var haldin í Miklagarði, í húsnæði MH. Lið Flensborgarskóla mætir liði Verzló í...

Read More

„Það töff að týna rusl“

„Þessi hugmynd vaknaði fyrsta dag sólar í þarsíðustu viku og fannst okkur tilvalið að blása til göngu sem hefði það m.a. að markmiði að týna rusl í nærumhverfi okkar; tölta um fallega Fjörðinn okkar með tilgangi,“ segir Árdís Ármannsdóttir, sem ásamt hópi vinkvenna sem eru í barnsburðarleyfi tóku sig til og tíndu rusl á leið sinni um bæinn. Þær hittast einu sinni í viku. Árdís segir að hópurinn stefni að því að vera á fleygiferð með vagninn um Fjörðinn þegar sólin fer að sýna sig oftar og lengur. „Hér eftir verður ekki farið út að ganga nema með ruslapoka...

Read More

Fálkarnir bjóða í vítaspyrnukeppni við bókasafnið

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði var sett í morgun þriðja skiptið. Hátíðin í ár er helguð Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og Hafnfirðingi.  Guðrúnu þarf vart að kynna fyrir nokkrum núlifandi íslendingi en titlar hennar telja á þriðja tug verka auk fjögra leikrita eða leikverka. Þannig öðlaðist hún sinn sess í  sem einn ástsælasti rithöfundur okkar tíma. VÍTI Í VESTMANNAEYJUM OG JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Í BÍÓ Um helgina heldur veislan áfram en sérstök áhersla er á þá höfunda sem nú búa í Hafnarfirði eins og Gunnar Helgason leikara og rithöfund sem býr í Hafnarfirði. Það vill svo skemmtilega...

Read More

„Gott að eldast í Hafnarfirði“

Það var 26. mars 1968 sem 20 framsýnir borgarar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara í bænum. Í dag heitir það Félag eldri borgara í Hafnafirði, fjöldi félaga er kominn yfir 1500 og starfsemin er á þremur stöðum í bænum. Við ræddum við Valgerði Sigurðardóttur, 9. formann félagsins, en hún hefur sinnt því hlutverki undanfarin tvö ár. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Uppleggið hjá félögum þess var að byggja upp íbúðir fyrir aldraða, setja á stofn dvalarheimili og...

Read More