Flokkur: Umfjöllun

Þrír skólar fengu viðurkenningu fræðsluráðs

    Frá árinu 2008 hefur fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar veitt 1-3 viðurkenningar á ári til einstakra skólaverkefna sem þykja til fyrirmyndar og einkennandi fyrir skapandi skólastarf í Hafnarfirði. Í ár hlutu þrír skólar viðurkenningu. Öldutúnsskóli og leikskólinn Álfaberg fyrir góðan starfsanda og skilvirka stjórnun og Hvaleyrarskóli fyrir fræðslu og fjölmenningarstarf á skólasafni. Leikskólinn Álfaberg (á forsíðumynd) hlýtur viðurkenningu fyrir góðan starfsanda og skilvirka stjórnun. Álfaberg er til húsa í húsnæði Engidalsskóla sem er hannað fyrir grunnskóla. Starfsfólk skólans undir forystu skólastjórnenda hefur aðlagað sig vel að aðstæðum, búið til námsumhverfi fyrir börnin sem þeim líður vel í og samstarf við foreldra...

Read More

Kjötkompaní sjö ára

Kjötkompaní á Dalshrauni verður sjö ára nú í september. Matreiðslumaðurinn Jón Örn Stefánsson opnaði verslunina árið 2009 eftir að hafa lengi gengið með þessa hugmynd í maganum í orðsins fyllstu merkingu. Eftir opnun hennar varð ljóst að allar þær nýjungar og vöruframboð, sem hann bauð upp á, féllu strax vel í kramið hjá viðskiptavinunum. Jón Örn kallar sig gaflara þrátt fyrir að hafa fæðst á Ísafirði. Hann gekk í Víðistaðaskóla, hóf svo nám í Flensborgarskólanum þar til hann áttaði sig á því að matreiðslan væri hans hilla í lífinu. Hann lærði kokkinn á Arnarhóli sem var á sínum tíma...

Read More

Nú byrjar ballið

Nú – Framsýn menntun er nýr skóli á unglingastigi á Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Nú, er sjálfstætt starfandi skóli sem leggur áherslu á rafræna námshætti og íþróttir. Fjarðarpósturinn hitti Gísla Rúnar Guðmundsson skólastjóra og kennara og Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóra skólans fyrsta skóladag og fékk smá innsýn í starfið sem þarna fer fram. „Nú er fyrsti dagurinn okkar búinn og hann rann vel í gegn. Við erum með 34 nemendur úr ólíkum íþróttagreinum. Við erum með 5 nemendur utan Hafnarfjarðar og 29 úr Hafnarfirði. Þetta er þrælskemmtilegur hópur og við hlökkum mikið til að starfa með þeim áfram.“ Segir...

Read More

Ganga í takt á Hamrinum

Erla Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarskólameistari í Flensborg. Hún hefur starfað við skólann frá árinu 2002, fyrst sem sögukennari, en einnig sem sviðsstjóri félagsgreina. Auk þess að kenna við Flensborg hefur hún m.a. kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, starfað sem frétta- og dagskrárgerðarkona og tónlistarkona. Þá hefur hún stýrt útgáfu Gaflarans og gefið út bækur, svo nokkuð sé nefnt. Framtíðin björt „Nýja starfið leggst vel í mig enda um margt spennandi tímar framundan í Flensborgarskólanum. Við sjáum loksins til lands í kjölfar styttingar náms og breytinga á kjaraumhverfi kennara. Um leið höfum við staðið vörð um gæði námsins og við erum...

Read More