Flokkur: Umfjöllun

Merktu þær á iljunum

Ragnheiður Thorarensen og Unnur Thorarensen Skúladætur eru nemendur í Víðistaðaskóla og búa ásamt móður sinni, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, föðurnum Skúla Thorarensen Theódórssyni og tveimur bræðrum við Kirkjuveg. Systurnar eru eineggja tvíbuar, fæddar 15. desember 2009, og eru því alveg að verða 8 ára. Þær voru svo líkar nýfæddar að foreldrarnir tússuðu A og B undir iljarnar til að greina þær að. „Hún er með síðara hár en ég! Og kannski öðruvísi augu. Amma þekkir alltaf muninn á augunum og eyrunum,“ segir Ragnheiður þegar systurnar eru spurðar um hver helsti munurinn á þeim sé. „Þegar það er verið að tala...

Read More

Gáfu lögreglunni örmerkisskanna

Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga og Óskasjóður Púkarófu afhentu í dag lögregluembættinu örmerkiskanna til að auðkenna t.d. týnd dýr. Gjöfin er liður í dýravernd og er samfélagsverkefni. Fyrsti skanninn fór á lögreglustöðina á Flatahrauni í Hafnarfirði. Það voru Helga Þórunn Sigurðardóttir formaður og Erna Gunnarsdóttir varaformaður sem afhentu dýraauðkennisskannann kl. 13.30 í dag og Sævar Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, veitti honum viðtöku fyrir hönd lögreglunnar. Mynd: aðsend. ...

Read More

Langþráð gatnamót tekin í notkun

Ný gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar voru tekin í notkun sl. föstudag. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra opnaði formlega gatnamótin með aðstoð Hreins Halldórssonar vegamálastjóra. Auk þeirra voru viðstödd Haraldur Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs, Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar, Jón Gunnarsson alþingismaður og fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ, Vegagerðinni, verktakanum og aðrir sem komið hafa að verkinu. Verktakar eru Loftorka Reykjavík ehf. og Suðurverk hf og byrjað var á verkinu í mars 2017. Ýmis konar frágangsvinnu á þó eftir að vinna og verður lokið við þá vinnu á vormánuðum 2018. Verkið felst í gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar við Krýsuvíkurveg. Til framkvæmdanna...

Read More

Samningur við Björgunarsveit Hafnarfjarðar undirritaður

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Gísli Johnsen, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar undirrituðu í vikunni rekstrarsamning fyrir árið 2018. Þar skuldbindur bærinn sig til að styðja við rekstur sveitarinnar á árinu sem nemur 19 milljónum króna og skv. fjárhagsáætlun 2018-2022. Rekstrarsamningurinn tekur að mestu á rekstri björgunar- og slysavarnarmiðstöðvar félagsins en forsendur fyrir framlagi Hafnarfjarðarbæjar til rekstrar eru byggðar á rauntölum úr rekstri liðinna ára sem er samskonar módel og haft er til hliðsjónar við stuðning bæjarins við íþróttafélögin. Haraldur bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs og Gísli Johnsen, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.  „Vel rekin og vel þjálfuð björgunarsveit er algjör undirstaða...

Read More

Fastir bílar í flughálku í Heiðmörk

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út á áttunda tímanum í gærkvöldi vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Tveir hópar björgunarsveitafólks voru komnir á vettvang um klukkan átta. Flughált var á þessum slóðum í gærkvöldi og var ekki talið heppilegt að reyna að koma bílunum í burtu, sem flestir voru fólksbílar. Því voru 11 manns fluttir af vettvangi og aðstoðaðir við að komast til byggða en bílar þeirra skildir eftir. Þegar verkefnum var lokið á vettvangi, fór björgunarsveitafólkið akandi um alla helstu vegi í Heiðmörk og gengu úr skugga um að...

Read More