Flokkur: Umfjöllun

Snjórinn vekur lukku

Veðrið var ansi fallegt um liðna helgi og margir nýttu gott færi til að renna sér á sleðum, þotum og pokum í brekkum bæjarins. Einnig var hugað vel að andapörunum í læknum við Hafnarborg, en þær rifust um hvern mola. Fjarðarpósturinn skellti sér á ról og tók nokkrar myndir.  Myndir...

Read More

Samblanda af íslenskri og amerískri jólahefð

Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir, ásamt frábærri hljómsveit, flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins í anda Ellu Fitzgerald, Dean Martin og fleiri góðra krafta. Þau skapa hlýlegt andrúmsloft í tónum, tali og dansi ásamt hinum sanna jólaanda sem þekktist í kringum 1950. Björgvin og Esther eru bæði Hafnfirðingar og gamlir vinir sem hafa langað að gera eitthvað í heimabænum og stefna á að hafa þetta árlegt. Sögusviðið er Ísland í kringum 1950. Björgvin og Esther leika íslensk hjón og skemmtikrafta sem segjast hafa ferðast um Bandaríkin, skemmt með Dean Martin, Bing Crosby og  fleirum ásamt því...

Read More

Fallegir litir og handverk fyrir heimili

Á jarðhæð gömlu Kaupfélagsblokkarinnar við Miðvang fer fram metnaðarfull handverksvinna þriggja kvenna, þeirra Brynju R. Guðmundsdóttur, Herborgar Sigtryggsdóttur og Friðbjargar Kristmundsdóttur. Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn til Mýró. Áður fyrr var rekin margs kyns þjónusta á þessum stað, s.s bakarí, apótek og sjoppa og var þá töluverður umgangur. Þá var Kaupfélagið eða Samkaup í húsnæðinu við hliða, þar sem Nettó er núna. „Í þessu 167 fm húsnæði fer fram heilmikil framleiðsla. Við erum þrjár með aðstöðu og ein okkar, Herborg, er með herbergi inn af stóra rýminu. Hún rekur sitt eigið fyrirtæki, Handíðir.is og er með opið 1 laugardag í...

Read More

„Oft mestu djásn heimilisins“

Eftir að Margrét Sævarsdóttir lauk fæðingarorlofi sl. haust gafst hún upp á að tilkynna sig sem heima með veikt barn á nýjum vinnustað og ákvað að bjóða upp á leirnámskeið fyrir krakka. Margrét er grunnskólakennari að mennt og reynsla hennar sem myndlistarkennari sýnir að leir er langvinsælastur meðal krakka.   „Ég er vel rúmlega búin í fæðingarorlofi og þá er til siðs að fara að vinna aftur. Litla stelpan mín er gjörn á að næla sér í allar umgangspestir og í stað þess að mæta stopult ákvað ég að bjóða upp á þetta leirnámskeið. Ég hef verið svo heppin...

Read More

Bók sem varð til á 60 árum

Sigurður Hallur Stefánsson lögfræðingur starfaði sem dómari frá tuttugu og fimm ára aldri til sjötugs, m.a. í Hafnarfirði og síðustu rúm sextán árin sem héraðsdómari í Reykjavík. Fljótlega kemur út kvæðabókin Lífsblóm eftir Sigurð, en efni bókarinnar varð til á sextíu ára tímabili, allt frá því hann var sautján ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta er fyrsta bók Sigurðar.  „Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hef alið hér allan minn aldur. Foreldrar mínir voru þau Stefán Jónsson og Ragnheiður Hulda Þórðardóttir. Eiginkona mín er Inga María Eyjólfsdóttir og eignuðumst við tvo syni, Eyjólf Rúnar, sem andaðist...

Read More