Flokkur: Umfjöllun

Vot og vinaleg vorhátíð

Vorhátíð Hraunvallaskóla og Skarðshlíðarskóla var haldin um liðna helgi. Vel á þriðja hundrað manns létu ekki veðrið á sig fá og nutu þess sem í boði var. Fram komu Ingó Veðurguð, GKR, atriði úr Pitz Perfect, trúðurinn Singó, Einar Mikael töframaður, Kór Ástjarnarkirkju, Arnar Már, Rakel Saga og Saga Rún. Einnig var dansatriði frá Hraunvallaskóla og sáu nemendur skólans um andlitsmálun, hoppukastala og pylsusölu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af nokkrum myndum.   Myndir...

Read More

Gaf milljón til ungmennastarfs

Tónlistarmaðurinn Arnar Þór Gíslason, eða Addi í m.a. Pollapönk, Stólíu og miklu fleiri böndum, varð fertugur 8. apríl sl. Hann hélt upp á afmæli sitt í troðfullu Bæjarbíói kvöldið áður, þar sem vinir hans ættingjar greiddu aðgangseyri sem Addi hét að myndi renna óskiptan í gott málefni tengt ungu fólki í Hafnarfirði. Fjölgreinadeildin í gamla Lækjarskóla fékk helming fjárins á dögunum og veitti Kristín María Indriðadóttir (Stína Mæja), umsjónarmaður deildarinnar, styrknum viðtöku. Hinn helminginn fékk félagsmiðstöðin Músík og mótor og tók Birgir Þór Halldórsson á móti honum. „Þetta er einstakt og ég veit að Addi vill að við nýtum...

Read More

„Hafnfirðingar eru gjafmilt fólk“

Nytjamarkaður ABC barnahjálpar opnaði í apríl í Dalshrauni 13. Þar er tekið á móti öllu mögulegu sem fólk er hætt að nota og gæti komist áfram til ánægðra viðtakenda. ABC barnahjálp hefur þegar rekið nytjamarkað í Víkurhvarfi í Kópavogi í 10 ár og félagið á 30 ára afmæli í ár. Við kíktum við og ræddum við verslunarstjórann Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem er alsæl með viðtökur Hafnfirðinga. „Við erum tvö sem störfum hérna en einnig fjöldi sjálfboðaliða. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er jákvætt og opið fyrir því að vera í sjálfboðastarfi. Við erum þó alltaf að leita að...

Read More

Sjáið sigurdans FH-inga í klefanum

FH-ingar komust í kvöld í úrslit Íslandsmóts karla í handbolta annað árið í röð eftir sigur á Selfossi í oddaleik á Selfossi. Leiknum lauk 28-26 fyrir FH sem mætir ÍBV í úrslitum. Úrslitaeinvígið hefst á laugardag í Vestmannaeyjum. Á eldi Er ekki rétt að loka umfjöllun um sögulega seríu við Selfoss með fögnuði að hætti hússins. #viðerumFH Posted by FH Handbolti on 10. maí 2018   Meðfylgjandi myndir tók Jóhannes Long tók og voru birtar á Facebook síðu FH...

Read More

Gera athugasemdir við samanburð SA

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar gera athugasemdir við samanburð SA á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Að þeirra mati er framsetning Samtaka atvinnulífsins á samanburði á rekstrarframmistöðu sveitarfélaga og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki af  gefa rétta mynd af rekstrarstöðu sveitarfélaganna í dag.  Ef það hefur verið ætlun samtakanna að gefa mynd af því hvernig þetta hefur verið að meðaltali frá 2002  hefði það átt að koma skýrar fram.  Eins og þetta er sett fram má ætla að samantektin segi til um stöðuna í...

Read More