Flokkur: Umfjöllun

Ekki bara fyrir golfara

Golfklúbburinn Keilir opnar velli sína formlega föstudaginn 11. maí og við tókum púlsinn á Brynju Þórhallsdóttur, veitingastjóra golfskálans, en skálinn er vel staðsettur með fallegt útsýni yfir báða golfvelli golfklúbbsins, Hvaleyrarvöll og Sveinskotsvöll. Frá því að skálanum var breytt fyrir ári síðan, þegar Keilir var 30 ára, segir Brynja að margir hafi komið í skálann, eingöngu til að fá sér léttan snæðing. „Hingað koma ekki bara golfarar. Það er svo hlýleg og falleg aðstaða hér og góður matur. Mörgum finnst notalegt að fá sér veitingar og njóta útsýnisins. Hingað eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna í golfi,“...

Read More

Væntanlegir félagar finna okkur

Hafnfirðingar eiga sína eigin víkingasveit, félagið Rimmugýgi, sem fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Félagarnir eru um 200 og munu sjá um Víkingahátíðina í ár og verður hún á Víðistaðatúni í júní. Við kíktum í heimsókn í nýjar bækistöðvar Rimmugýgjar í Setbergshverfi, þar sem Húsið var áður. Samtökin eru þvert á trúarbrögð og þar er einelti bannað. „Við byrjuðu á forvinnu með því að hóa okkur saman 1996 og stofnuðum svo Rimmugýgi á Þingvöllum 1997. Jörmundur allsherjargoði blessaði okkur við Öxarárfoss. Þá voru félagarnir átta, núna eru þeir um 200,“ segir Hafsteinn Kúld Pétursson, formaður. Félagarnir koma víðs vegar...

Read More

Jóhanna Guðrún og Max sigruðu

Hinn afar fjölhæfi Hafnfirðingur, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov, sem kennir dans hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, stóðu uppi sem sigurvegarar í Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld. Vísir greinir frá.  Í þætti kvöldsins dönsuðu Jóhanna og Max Paso Doble og Sömbu og fengu tíu frá öllum þremur dómurum þáttarins fyrir báða dansana. Einkunnir dómara giltu þó ekki í úrslitaþættinum heldur voru það atkvæði áhorfenda í símakosningu sem skáru úr um sigurvegarana. Áhorfendur kunnu þó einnig best að meta Jóhönnu Guðrúnu og Max og því sigruðu þau í keppninni. Eins og margir vita á...

Read More

Glæsilegur árangur hjá DÍH

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar fékk 3 bikarmeistaratitla af 4 mögulegum ásamt fjölda Íslandsmeistaratitla og sigra í danskeppni sem haldin var um síðustu helgi í Íþróttamiðstöð Álftaness. Eingöngu kennarar frá DÍH verða í lokaþætti Allir geta dansað. Dansíþróttasamband Íslands sem hélt Íslandsmótið og sjö erlendir dómarar dæmdu. „Mikil ásókn hefur verið og uppsveifla í dansi að undanförnu og þökkum við það m.a. dansþáttunum á Stöð 2, Allir geta dansað,“ segir Auður Haraldsdóttir danskennari hjá DÍH. „Við áttum upphaflega 9 af 10 dönsurunum sem byrjuðu í þáttunum, en nú eru 4 danspör eftir sem keppa til úrslita næstkomandi sunnudag og erum við svo...

Read More

Endurgjöfin er eldsneyti mitt

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður og Hafnfirðingur hlaut viðurkenninguna Hvunndagshetjan þegar Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt fyrir skömmu. Guðmundur hefur í starfi sínu leitað að týndum börnum undanfarin fjögur ár og það hefur verið meira en nóg að gera hjá honum. Við hittum Guðmund og ræddum við hann um starfið hans og hugsjónirnar, en honum er m.a. afar annt um fugla og eldri borgara. „Ég viðurkenni að það er dálítið sérstök tilfinning að fá viðurkenningu fyrir að vinna vinnuna mína, jafnvel þótt ég sé að gera meira en ég á að gera. Það er bara í eðli mínu. En það er alltaf...

Read More