Flokkur: Umfjöllun

Bilun í dælu- og hreinsistöð í Hraunavík

Bilun kom upp í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík í dag. Eftir athuga var ljóst að ekki var óhætt að keyra hreinsibúnað stöðvarinnar á fullum afkostum meðan unnið er að viðgerðum. Hluti skólps frá stöðinni mun frá og með þessum klukkutíma renna fram hjá kerfinu og beint út í sjó í gegnum frárennslisrör sem nær tvo kílómetra út í sjó. Viðgerð mun taka sólarhring eða tvo í mesta lagi að mati þeirra sem eru á vettvangi. Heilbrigðiseftirliti bæjarins var gert viðvart áðan um bilunina um leið og hennar var vart og ljóst var til hvaða aðgerða...

Read More

„Enginn undanskilinn þátttöku í viðhorfsbreytingum“

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða bókun um skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundariðkun fyrir börn og unglinga. Meðal þeirra skilyrða er að félögin setji sér siðareglur, geri viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.   Fjarðarpósturinn fékk Karólínu Helgu Símonardóttir, formann íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar, til að svara spurningum í kjölfar sláandi frásagna kvenna úr íþróttaheiminum. Hvernig áhrif hafði það á þig sem konu, móður, íþróttakonu og í þínu starfi að lesa #metoo sögur frá konum í íþróttaheiminum? Það eru mjög blendnar tilfinningar sem fóru um kroppinn þegar ég las...

Read More

Vildi verða slökkviliðsmaður

Jóga og núvitundarheilun hjálpuðu Friederike Berger að ná þeirri hugarró sem hún hafði reynt að ná með ýmsum leiðum eftir áföll sem náðu langt aftur til æskuára. Fram að því hafði hún menntað sig sem kennari, leiðsögumaður og Rope yoga kennari. Hún hefur nú látið stóran draum rætast og opnað jógastöðina Hugarró í Garðabæ, en hún og eiginmaður hennar, Hafnfirðingurinn Sverrir Þór Sævarsson, búa í Setberginu ásamt tveimur dætrum, Mariönnu Ósk og Elisabeth Rós. „Það hefur alltaf verið þema hjá mér frá því ég var lítil stelpa, að hjálpa eða bjarga öðrum. Ég vildi verða slökkviliðsmaður og á þeim...

Read More

Ræddu möguleika og hindranir Borgarlínu

Áætlað er að 70 þúsund manns muni bætast við íbúa þeirra sjö sveitarfélaga sem eru aðilar í svæðisskipulagsnefnd SSH, á næstu 28 árum. Það eru samanlagt íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Síðan 1985 fjölgaði akreinum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um 6 en umferðin fjórfaldaðist. Hafnarfjarðarbær stóð fyrir 1. kynningarfundi um Borgarlínu í Hafnarborg í liðinni viku fyrir fullum sal og var fundurinn einnig í beinni útsendingu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og punktaði niður áherslur þeirra sem til máls tóku. Ó. Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, setti fundinn og sagði fyrst frá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var í bæjarstjórn...

Read More

Bæjarbíó fékk Hvatningarverðlaun MsH

Árleg Hvatningarverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar (MsH) voru veitt í annað sinn sinn í gær, þann 25. janúar, við hátíðlega athöfn í Hafnarborg að viðstöddu fjölmenni. Hvatningarverðlaun MsH komu í hlut Bæjarbíós og rekstraraðila þess þeim Páli Eyjólfssyni og Pétri Stephensen. Verðalaunin fengu þeir fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og eru verðlaunin þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi. Páll og Pétur. Mynd OBÞ.  Bæjarbíó hefur boðið upp á framúrskarandi fjölbreytileiki í tónleikahaldi og viðburðum en um 100 viðburðir og tónleikar voru haldnir í Bæjarbíói á síðasta ári. Bæjarbíó laðar að...

Read More