Flokkur: Umfjöllun

Karrý-fiskisúpa í haustkuldanum

Gísli Már Gíslason er hagfræðingur hjá Hagstofu Íslands og bý á Norðurbakkanum með fjölskyldu sinni. Gísli Már skellti í tælenska fiskisúpu með grænu karrý fyrir fjölskyldu sína og lesendur Fjarðarpóstins. Hann segir súpuna einfalda og að hún heni vel í haustkuldanum. Hrísgrjónin gefi súpunni góða fyllingu. Öll hráefnin segist hann hafa að sjálfsögðu fengið í Fjarðarkaupum.    Fiskisúpa með grænu karrý Uppskrift 500 gr langa (eða annar hvítur fiskur) 1 msk kókosolía 1 þumalstór biti af engifer 1 hvítlauksgeiri ½ rauðlaukur 2 tsk grænt karrýmauk (meira eða minna eftir smekk) 2 dósir kókosmjólk 1 l vatn 1 kjúklingateningur 1 tsk fiskisósa Safi úr...

Read More

Tímabundin stæði til skoðunar í miðbænum

Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar skoða nú fýsileika þess að setja upp tímabundin bílastæði, eða svokölluð klukkustæði, í miðbæ Hafnarfjarðar. Slíkt fyrirkomulag hefur verið notað til að mynda á Akureyri í nokkur ár með ágætum árangri. Málið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Hafnarfjarðar í gær. Þar voru lagðar fram hugmyndir umhverfis- og skipulagsdeildar að tímabundnum bílastæðum. Kemur fram í fundargerðinni að um tuttugu svæði í miðbæ Hafnarfjarðar sé að ræða en einnig svæði á Völlunum samsíða Reykjanesbrautinni. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir í viðtali við Vísi málið nú í frumathugun. „Þetta er bara á byrjunarstigi og á eftir að fara til...

Read More

Okkar fólk á Alþingi svarar spurningum

Hafnfirðingarnir Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn, voru kjörin á þing um helgina. Framundan eru æsispennandi stjórnarmyndunarviðræður og ekki alveg útilokað enn að þau fái ráðherrastól. Við fengum þau til að svara þremur spurningum eins og staðan er þessa dagana. Hvernig leggjast niðurstöður kosninganna í þig? Hvað hyggstu leggja áherslu á sem þingmaður Hafnfirðinga? Ef þú verður ráðherra, hvaða ráðuneyti heillar mest og hvers vegna?   Guðmundur Ingi: Þær leggjast mjög vel í mig og ég er innilega þakklátur fyrir þann stuðning og traust sem mínir stuðningsmenn sýndu mér í kosningunum. Það er að hækka...

Read More

Brjálæðislegt brettafólk hélt upp á Hrekkjavöku

Brettafélag Hafnarfjarðar efndi um liðna helgi til árlegrar Halloween gleði í afar vel skreyttum húsakynnum félagsins við Flatahraun. Þar kepptu og léku listir sínar skemmtilega skreyttir krakkar og foreldrarnir gáfu ekkert eftir í búningagleðinni. Boðið var upp á veitingar og fjöldi styrktaraðila gaf viðurkenningar. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af nokkrum myndum. Fleiri myndir eru á Facebook síðu Brettafélagsins. Myndir: Olga...

Read More

Hressleikar til góðs í tíunda sinn

Uppselt er á Hressleikana sem haldnir verða haldnir í 10. sinn næstkomandi laugardag 4. nóvember. Hressleikarnir eru einstaklega gleðilegur viðburður þar sem kærleikur, vinátta og gleði fara saman. Iðulega hefur verið safnað verulegum fjárhæðum sem hafa svo runnið til fjölskyldna sem þurfa á stuðningi að halda. Allt starfsfólk hress gefur vinnuna sína þennan dag og 250 manns taka þátt.    Það er einstök fjölskylda úr Áslandinu sem Hress ætlar að styrkja í ár. Steinvör V. Þorleifsdóttir og Kristjón Jónsson voru mikið útivistarfólk í gegnum tíðina, stunduðu fjallamennsku og ferðuðust um landið enda miklir náttúruunnendur. Þau kynntust í Hjálparsveit Skáta...

Read More