Flokkur: Umfjöllun

Þessir voru heiðraðir á Sjómannadaginn

Fjórir voru heiðraðir á Sjómannadaginn fyrir vel unnin störf í tímans rás. Tveir þeirra eru enn við störf. Hér eru nöfnin og umsagnirnar:    Gunnar Guðmundsson, sjómaður Gunnar Guðmundsson, sjómaður fæddist þann 11. Október 1950 á Ísafirði.  Foreldrar hans voru þau Guðmundur Sigurðsson sjómaður og Mildrid Sigurðsson. Gunnar ólst upp á Ísafirði til 24 ára aldurs en fluttist þá til Hafnarfjarðar.   Hann byrjað að stunda sjómennsku 16 ára gamall fyrir vestan á hinum ýmsu bátum og sjálfur var hann með eigin trillu-útgerð í 27 ár. Síðasta áratuginn hefur Gunnar starfað við beitningu og verið á sjó hjá Hinriki Kristjánssyni...

Read More

Karel Ingvari þökkuð árin 60

Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, hefur staðið að undirbúningi Sjómannadagshátíðar Hafnfirðinga í 60 ár. Karel og eiginkona hans, Halldóra Júlíusdóttir, tóku á sunnudag á móti viðurkenningu og þakklæti frá Hafnarfjarðarbæ og Hafnarfjarðarhöfn fyrir að hafa staðið í eldlínunni að undirbúningnum. Í umsögn sem lesin var upp á Sjómannadaginn segir m.a.: „Karel var sjálfur fenginn til að róa á sjómannadaginn fyrir 60 árum síðan. Hann gerir sér góða grein fyrir mikilvægi þess að kynna sjómannsstarfið, minnast þeirra sem hafa látist í slysum á sjó og heiðra aldna sjómenn. Í vetur sem leið stóð hann fyrir myndasýningu í menningarsal Hrafnistu á...

Read More

Barnasýning úr Gaflaraleikhúsinu hlaut Grímuna

Í skugga Sveins, eftir Karl Ágúst Úlfsson, hlaut í gær Grímuna, viðurkenningu Sviðslistafélags Íslands, sem Barnasýning ársins. Það er Gaflaraleikhúsinu mikill heiður að hljóta Grímuna að þessu sinni en leikhúsið hefur verið tilnefnt margoft til Grímunnar fyrir barna og ungmennasýningar sínar. Að sögn Lárusar Vilhjálmssonar, Gaflaraleikhússtjóra, hefur leikhúsið fundið mikinn velvilja hjá bæjarbúum og íbúum nágrannasveitarfélaga og á hverju ári koma um 10 þúsund gestir í húsið. „Þessi mikla viðurkenning festir leikhúsið í sessi sem eitt fremsta barna- og ungmennaleikhús landsins og styrkir ætlun forsvarsmanna leikhússins að halda áfram þeirri öflugu uppbyggingu barna og ungmennaleikhússtarfsemi sem hefur einkennt starfið...

Read More

Settu Íslandsmet í Grænfánum

Leikskólinn Norðurberg fékk, á 110 ára afmælisdegi Hafnarfjarðar, afhendan sinn 8. Grænfána, fyrstur leikskóla á Íslandi. Sérstakt umhverfisráð barna við leikskólann tók á móti viðurkenningunni frá fulltrúa Landverndar. Það var einmuna blíða og sól þegar leikskólabörn, forráðamenn þeirra og aðrir gestir fjölmenntu í Norðurberg og unhverfi hans sl. föstudag. Skólinn hafði víða verið skreyttur og mátti greina áhrif frá starfi hans okkar í vetur tengdu umhverfisvernd og matarsóun. Það tóku nefnilega allir jafnan þátt í verkefninu; foreldrar, börn og starfsfólk. Grænfánaafhendingin var því n.k. uppskeruhátíð. Skólastjórinn Anna Borg Harðardóttir hélt hátíðarræðu og útskriftarnemar sungu nokkur falleg lög. Því næst...

Read More