Flokkur: Umfjöllun

Sendi þingmönnum bréf í kjölfar umferðarslyss

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sendi eftirfarandi tölvupóst á þingmenn Suðvesturkjördæmis og Samgönguráðherra í gær í kjölfar enn eins alvarlegs umferðaslyssins á Reykjanesbrautinni á dögunum. Það var á hinum þekkta slysakafla innan Hafnarfjarðar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Bæjarstjórinn hefur sent sama hóp ítrekað pósta um alvarlegt ástand þessa vegkafla.   Samgönguráðherra og þingmenn Suðvesturkjördæmis, Vísað er í fyrri bréf og pósta til ykkar varðandi þetta brýna hagsmunamál okkar Hafnfirðinga. Enn eitt alvarlegt umferðarslys varð í síðustu viku á Reykjanesbrautinni innan Hafnarfjarðar á vegkaflanum frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg.  Um er að ræða hluta af Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar...

Read More

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang opnar í haust

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi standa nú sem hæst og stefnd er að því að fyrstu heimilismenn flytji þar inn í nóvember.  Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili sem gert er ráð fyrir að tilbúið verði til notkunar um mitt ár 2018. Hugmyndir eru uppi um áframhaldandi nýtingu á núverandi húsnæði Sólvangs í þágu eldri borgara í sveitarfélaginu auk þess að reka þar hjúkrunarheimili. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lagt ríka áherslu á að Sólvangur verði miðstöð fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara og í verkefnastjórninni hefur ríkt þverpólitísk samstaða. Verkefnastjórn hjúkrunarheimilisins ásamt bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskylduþjónustu og...

Read More

13 viðurkenningar fyrir 325 ár í starfi

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í liðinni viku. Þrettán einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins.  Einu sinni á ári efnir bæjarstjóri til kaffisamsætis fyrir þá starfsmenn sem náð hafa 25 ára starfsaldri. Við athöfnina þakkaði bæjarstjóri starfsfólkinu fyrir vel unnin störf fyrir hönd íbúa, samstarfsfólks og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Í gær voru veittar viðurkenningar til þrettán starfsmanna sem samanlagt hafa starfað hjá Hafnarfjarðarbæ í 325 ár. Þetta er þriðja árið í röð sem Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki viðurkenningu þegar það hefur náð...

Read More

Vorhreinsun lóða – garðaúrgangur sóttur heim

Íbúar Hafnarfjarðar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og setja garðaúrgang út fyrir lóðamörk í hæfilega þunga poka og binda greinaafklippur í knippi nú í byrjun maí. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar verða á ferðinni og fjarlægja garðaúrgang þessa daga sem hér segir: 9. maí – Norður-, vesturbær, Hraun og miðbær 14. maí – Setberg, Kinnar og Hvammar 22. maí – Ásland, Vellir og Holtin Sjá meðfylgjandi kort Íbúar eru hvattir til að vera búnir að setja garðúrgang út fyrir lóðarmörk fyrir þessa settu hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. Garðaúrgangur verður ekki sóttur í þeim hverfum eftir að uppgefinn...

Read More

Haukar Íslandsmeistarar í körfubolta

Haukar tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna eftir sigur á Val í mögnuðum háspennu-oddaleik, 74-70, á Ásvöllum. Frá þessu er greint á karfan.is. Leikurinn var mjög jafn og en þó sveiflukenndur en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir áhlaup Vals. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka með þrefalda tvennu; 21 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Helena var einnig með þrefalda tvennu að meðaltali í allri úrslitakeppninni; 20,8 stig; 12,5 fráköst og 10 stoðsendingar – fyrst allra. Hjá Val var það Aalyah Whiteside sem leiddi með 26 stig og 10 fráköst. Staðan í einvíginu fyrir leikinn...

Read More