Flokkur: Umfjöllun

Krambúðin opnar í Firði á morgun

Krambúðin mun opna í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Verslunin verður staðsett á fyrstu hæð miðstöðvarinnar.  Krambúðin hefur verið að sækja verulega í sig veðrið um land allt og eru Krambúðirnar staðsettar á Skólavörðustíg í Reykjavík, Kópavogi, tvær á Akureyri, Húsavík og Reykjanesbæ. Auk þess sem stærsta verslun Krambúðanna til þessa var opnuð á Selfossi fyrr í mánuðinum.     „Við erum gríðarlega ánægð með að opna nú Krambúðina í Hafnarfirði. Þar er greinilega mikil gróska í verslunarlífinu og verður gaman að sjá hvernig þróunin verður á svæðinu á næstunni. Við hlökkum mikið til að fá að vera...

Read More

Tónlist fyrir börn á Björtum dögum

Á Björtum dögum býður Hljóma börnum á aldrinum 3 – 6  ára í tónlistarstundir við Austurgötu 38. Þar gefst þeim tækifæri til að kynnast barnahörpunni og komast í snertingu við einstakan hljómheim hennar, en hljóðfærið er sérhannað og tilvalið fyrir yngsta tónlistarfólkið. Barnahörpuna er nálgast á hreyfandi og skapandi máta einstök stund búin til saman í litlum hóp. Gestgjafi er Inga Björk Ingadóttir, músíkmeðferðarfræðingur og tónlistarkennari, og einnig eigandi Hljómu. Það verður heitt á könnunni, bakkelsi og drykkir í boði fyrir börnin og foreldra. Gæðastund fyrir fjölskylduna í hjarta...

Read More

Króli er ræðumaður Íslands

Hafnfirðingurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli úr rapp tvíeykinu Jói Pé og Króli, var valinn ræðumaður Íslands í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, Morfís. Kristinn Óli er nemandi við Flensborgarskólann, sem att kappi við Verzlunarskóla Íslands í úrslitaviðureigninni í Háskólabíói í kvöld. Umræðuefnið var raunveruleikinn, þar sem Flensborgarskólinn mælti með honum en Verzlunarskólinn á móti. Svo fór að lokum að Verzlunarskólinn fór með sigur af hólmi. RÚV greinir...

Read More

Spennulaust á miðnætti vegna breytinga

Vegna breytinga í aðveitustöð HS veitum  í Hafnarfirði verður spennulaust í kvöld, aðfaranótt föstudagsins 13. apríl 2018, á milli miðnættis og 02.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS veitum. Vonast til til að þetta taki styttri tíma en þetta og beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem þetta kann að valda.   Mynd:...

Read More

Tók til og fann tilgang sinn

Æ algengara er að fólk brenni út eða ónæmiskerfið laskist í kjölfar álags og streitutímabils. Svava Björg Mörk er ein þeirra sem hefur ætíð haft þann stimpil á sér að vera dugleg, í einu og öllu. Einn daginn sagði Svava upp stöðu sinni sem leikskólastjóri í Bjarkalundi þegar hún kynntist naumyggju og áttaði sig á því að hún var fangi eigin efnishyggju. Á sama tíma var líkaminn við það að gefa undan. Eftir mikla tiltekt í lífinu fann hún köllun sína og langar að miðla henni, öðrum til góðs.  Svava fór á námskeið með syni sínum þar sem mínimalistinn...

Read More