Flokkur: Umfjöllun

Fulltrúar frá 6 framboðum inni

Fyrstu tölur úr kjörkössum í Hafnarfirði voru lesnar upp í Lækjarskóla um kl. 22:15. Á kjörskrá eru 20.786 og talinn hefur verinn um helmingur atkvæða. Miðað við fyrstu tölur eru fulltrúar frá sex framboðum inni og skiptast hlutföll þannig: Sjálfstæðisflokkur  4   (Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Ingi Tómasson og Helga Ingólfsdóttir) Samfylkingin  3  (Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur H. Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir) Bæjarlistinn  1   (Guðlaug Svala Kristjánsdóttir) Framsókn og óháðir  1   (Ágúst Bjarni Garðarsson) Miðflokkur  1   (Sigurður Þ. Ragnarsson) Viðreisn  1   (Jón Ingi Hákonarson)  Vinstri græn  0 Píratar  0 Myndir úr Lækjarskóla/OBÞ Mynd frá RÚV:...

Read More

Hvert atkvæði skiptir máli

Líf og fjör var á kosningaskrifstofum framboðsaflanna átta sem bjóða fram krafta sína í bæjarstjórnarkoningunum í Hafnarfirði þetta árið. Fjarðarpósturinn kíkti við og tók púlsinn á oddvitum, öðrum frambjóðendum, stuðningsfólki og öðrum gestum. Í samtali við fólkið kom m.a. fram að algengt væri að ungt fólk færi á milli kosningaskrifstofa til að kynna sér endanlega málin áður en haldið var á kjörstað. Margir vildu hitta manneskjurnar í bæklingunum sem höfðu verið sendir heim og upplifa nærveru þeirra. Að baki hverju framboði er mikil vinna og mikið hefur gengið á, eins og oft fylgir kosningabaráttu. Bæði frambjóðendur flokkanna átta og...

Read More

Frambjóðendur komu í Hraunsel

Félag eldri borgara í Hafnarfirði stóð fyrir fundi í Hraunseli með frambjóðendum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Einhverjir sögðu frá uppruna sínum í Hafnarfirði og „hverra manna“ þeir voru, einn sagði sögur af uppáhaldi sínu, Ragga Bjarna og annar fóru á enn persónulegri nótur til að undirstrika mikilvægi málefni eldri borgara frá sinni hlið. Töluvert var af spurningum úr sal og svöruðu frambjóðendur þeim eftir bestu getu. Heilmiklar umræður skópust undir lokin um dvínandi áhuga yngri kynslóða á kosningum og voru viðstaddir sammála um að eitthvað þyrfti róttækt að gera til að fólk á...

Read More

Munu hvetja Söru Björk á Ásvöllum

Wolfsburg og Lyon mætast í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu kvenna í dag, fimmtudaginn 24. maí. Útsending byrjar kl. 15.30 og leikurinn kl. 16.00. Með liði Wolfsburgar leikur Haukastúlkan Sara Björk Gunnarsdóttir og Haukar ætla að styðja hana í leiknum með því að horfa á hann saman á tjaldi á 2. hæð á Ásvöllum. Sara Björk sem verður að öllum líkindum fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefur svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálina til þess að koma liðinu í úrslitaleikinn. Hún hefur skorað sex mörk fyrir Wolfsburg til þessa í keppninni. Líklega...

Read More

Einstæð móðir fær ferðastyrk

Beiðni Fjarðarpóstsins um að Hafnfirðingar hefðu augu opin vegna umslags með ferðasjóði einstæðrar móður og dætra hennar tveggja, bar þann árangur að hjartahlýr maður sendi póst til ritstjórans og vildi styrkja litlu fjölskylduna um þá fjárhæð sem týndist, en umslagið hefur ekki komið í leitirnar. Móðirin unga vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa dreift beiðninni. Hún er harðákveðin í að ef umslagið finnst þá ætlar hún að gefa peninginn til góðgerðarmála.   Umslagið, sem innihélt dágóða upphæð ferðasjóðs og tvo bleika miða með óska-áfangastöðum dætra konunnar, fauk líklega úr vasa móðurinnar á vindasömum gærdeginum, þegar...

Read More