Flokkur: Uncategorized

Átta Íslandsmeistarar í fjölskyldunni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Keili, eru Íslandsmeistarar í golfi 2018. Þetta er fyrsti titill Guðrúnar en sá þriðji hjá Axel. Ekki allir vita að Guðrún Brá og Axel eru systkinabörn og úr stórri Hafnfirskri golffjölskyldu, Sigurbergsfjölskyldunni. Við náðum tali af þeim frændsystkinum og spurðum þau út í lífið og golfið, en fátt annað er rætt þegar þessir miklu kylfingar hittast. Guðrún krækti í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill sinn á nýafstöðnu móti í Eyjum. Því lá beint við að spyrja hvernig sú tilfinning er fyrir hana persónulega. „Tilfinningin er bara mjög góð að hafa landað þessu loksins....

Read More

Bernskudraumur sem rættist

Rúnbrá er nýtt vörumerki sem systurnar Lísa Rún og Silja Brá Guðlaugsdætur þróuðu saman í algerri sjálfsbjargarviðleitni eftir erfitt tímabil í lífinu. Þær búa til heimagerðar vörur fyrir fjölskyldur og heimili. Systurnar eru uppaldar á höfuðborgarsvæðinu, eru mæður með stóra drauma og hafa trú hvor á annarri. Báðar urðu þær fyrir einelti í æsku sem hefur mótað þær fyrir lífstíð, en þær geisla þó af jákvæðni, bjartsýni og góðmennsku. Við hittum systurnar á heimili Silju Brár, þar sem netverslunin þeirra verður opin á mánudögum á milli 16 og 18. Lísa Rún fór ein með son sinn, Davíð Þór, að...

Read More

„Ólýsanleg upplifun að stíga á marklínuna“

Hildur Aðalsteinsdóttir er gift tveggja barna móðir sem finnst gaman að hreyfa sig. Hún hefur engan sérstakan grunn í íþróttum og hreyfði sig lítið þar til vorið 2012 þegar hún kynntist fyrst útihlaupum. Fyrstu þrjú árin hljóp hún sjálf en í apríl 2015 skráði hún sig í Skokkhóp Hauka og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hildur var eini Hafnfirðingurinn sem tók þátt í Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi, sem haldið var í síðasta mánuði. Hlaupið var 84 kílómetrar með m.a. var 5000 m hækkun. 331 keppandi tók þátt en 263 náðu að klára innan tímamarka. Æfingaprógramm Hildar byggist fyrst og fremst...

Read More

Þegar uppselt á nokkra viðburði Hjarta Hafnarfjarðar

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fer fram 29. ágúst til 2. september næstkomandi en hún er nú haldin annað árið í röð. Eins og nafnið gefur til kynna er hún haldin í miðbæ Hafnarfjarðar og þjónar Bæjarbíó, tónlistarhús bæjarbúa, þar lykilhlutverki. Ólíkt öðrum hátíðum þá samanstendur Hjarta Hafnarfjarðar ekki af einni risastórri dagskrá þar sem áhugasamir verða að kaupa sig inn á alla dagskrána, heldur kaupa gestir sig inn á einstaka, vandaða tónlistarviðburði sem hver og einn velur eftir sínum smekk.  Hátíðin stendur í þrjá daga og mun einvalalið tónlistarfólks skemmta hátíðargestum. Meðal þeirra sem koma fram eru –...

Read More

Málefnasamningur nýs meirihluta undirritaður

Fulltrúar nýs meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hittust áðan á túninu við leikskólann Hörðuvelli og undirrituðu málefnasamning sín á milli. Það voru Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi bæjarstjóri, og Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og verðandi formaður bæjarráðs, sem skrifuðu undir. Aðrir viðstaddir voru frambjóðendur beggja flokkanna í liðnum sveitarstjórnarkosningum.  Myndir/OBÞ.  Hér eru skjáskot af málefnasamningnum:...

Read More