Flokkur: Uncategorized

Fallegar fjölskyldur fögnuðu á uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Hafnarfjarðar var haldið hátíðleg um þarsíðustu helgi og var margt um manninn og glaumur og gleði. Boðið var upp á pylsupartý og andlitsmálun, auk þess sem blöðrulistamaður bjó til alls kyns fígúrur sem börnin tóku með sér heim. Ævar vísindamaður kætti einnig viðstadda, enda er mikil og góð fyrirmynd barna á öllum aldri. Þá var dregið úr lestrardagbókum sem þátttakendur höfðu skilað inn. Fjarðarpósturinn var að sjálfsögðu á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Þessar frænkur voru ánægðar með framtakið.  Blaðrarinn var spennandi.  Ævar vísindamaður, nýverðlaunaður, mætti og kætti.  Hress mæðgin gerðu Spiderman tákn í takti við...

Read More

Emil og Gylfi lykilmenn í sigri gegn Úkraínu

Hafnfirðingarnir Emil Hallfreðsson og Gylfi Sigurðsson voru lykilmenn í 2-0 sigri íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í kvöld á Laugardalsvelli. Gylfi skoraði bæði mörkin í frábærum síðari hálfleik og Emil átti einnig stórkostlegan samleik með Gylfa og gaman að sjá hann sýna hvað í honum býr. Með sigrinum er Ísland komið í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 og gaman er að geta þess að íslenska landsliðið hefur ekki tapað á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013.   Mynd: (pínu hreyft) skjáskot frá...

Read More

Minningin lifir áfram í bókinni

Ástríður Sólrún Grímsdóttir gaf nýverið út barnabókina Nú erum við í ljótum málum. Sögur af Týra og Bimbó til minningar um dótturdóttur sína og nöfnu, Ástríði Rán Erlendsdóttur sem féll fyrir eigin hendi á Vogi í september 2014. Hún hefði orðið 25 ára gömul 31. júlí síðastliðinn. Sögurnar urðu til þegar Ástríður yngri var lítil og þær fjalla um tvo hunda sem lenda í allskonar ævintýrum. „Hún var mikið hjá mér og það voru mjög mikil samskipti okkar á milli og við nánar. Það er oft verið að plata mat ofan í ung börn eða nota aðferðir við að...

Read More

Eini konfektvagninn í heiminum kominn í Hafnarfjörð

Halldór Kristján Sigurðsson konfektgerðarmeistari hefur leiðbeint Íslendingum í konfektgerð undanfarin 20 ár eða síðan 1997 hann hélt fyrsta námskeiðið í eldhúsinu hjá móður sinni. Konfektvagninn er hugarfóstur Halldórs sem segir hann eina sinnar tegundar í heiminum.   Vagninn er staðsettur við Thorsplan. Eftir að Halldór hélt fyrsta námskeiðið vatt framtakið svo upp á sig og áhugi á konfektgerð meðal landsmanna jókst með árunum og þá sérstaklega fyrir jólin. „Mér datt svo í hug að kynna konfektgerðina fyrir erlendum gestum og þá kviknaði hugmyndin að láta smíða sérútbúinn vagn sem er í raun kennslustofa á hjólum. Þó að erlendir gestir komi er vagninn...

Read More

Bæjarstjórnin styður aukna þjónustu Strætó bs.

Stjórn Stræó BS samþykkti í síðustu viku til­lögu sem fel­ur í stóraukna þjónustu við farþega Strætó bs. Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka leiðum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar bókaði í gær einróma og afgerandi stuðning við tillögur stjórnar Strætó bs. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi um ára­mót­in en end­an­leg ákvörðun er í hönd­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH). Fái til­lag­an samþykki SSH verður ekið á næt­urn­ar um helg­ar á leiðum 1 til 6. Ennþá á eftir að klára út­færslu­atriði eins og hvort vagn­arn­ir keyri leiðirnar á...

Read More