Flokkur: Uncategorized

Framboðslisti klár – Adda María oddviti

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í morgun. 

Mikil endurnýjun er á listanum og margt nýtt fólk gengið til liðs við flokkinn á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér til forystu á næsta kjörtímabili.   

Nýr oddviti flokksins er Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi. Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi 2. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og varabæjarfulltrúi 3. Sigrún Sverrisdóttir, leiðbeinandi í fyrstu hjálp 4. Stefán Már Gunnlaugsson, prestur 5. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari 6. Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri 7. Steinn Jóhannsson,...

Read More

Jóhanna Erla býður sig fram í 3. sæti

Jóhanna Erla Guðjónsdóttir býður sig fram í 3. sæti á lista Framsóknar og óháðra fyrir sveitastjórnarkosningarnar í maí nk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnmálaaflinu.  Jóhanna Erla er félagsráðgjafi að mennt og starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur. ,,Ég hef mikin áhuga á öllu sem snýr að velferð barna og félagsþjónustu og eftir samtöl mín við þá sem koma að þessu framboði þá veit ég að þessi mál verða ofarlega á forgangslistanum. Ég er einnig afar ánægð með hversu breið fylking Hafnfirðinga kemur að þessu framboði og að markmiðið sé að ná sátt meðal allra. Ég hlakka til að takast...

Read More

Minnir samborgara á viðkvæman jarðveg

„Nú er gras í súpu og sárum eftir flóð síðustu daga og jarðvegur viðkvæmur. Mikið væri indælt ef bílstjórar myndu ekki leggja á grasi,sem margir gera. Þetta er ljótt að sjá,“ segir Agnes Reynisdóttir, íbúi við Bjarkavelli, á íbúasíðu hverfisins. Við heyrðum í Agnesi vegna þessarar mikilvægu áminningar hennar til samborgara sinna.  „Þetta vandamál, að bílum sé lagt á grasi við bílastæði, er ekki bundið við þessa götu eingöngu. Það eru fleiri blettir í nágrenninu illa farnir en þetta er skelfilegt,“ segir Agnes og bætir við að á meðan frost var í jörðu hafi daglega verið lagt á þessum stað....

Read More

Hestur í fóstur hjá Íshestum

Fyrirtækið Íshestar er staðsett við Sörlaskeið rétt utan við Kaldárselsveg hér í bæ. Íshestar voru stofnaðir árið 1982 og er því eitt elsta starfandi félag í þessari grein hérlendis, er þekkt vörumerki og hefur verið leiðandi á markaðnum. Íshestar bjóða upp á sívinsæl námskeið sem heita Hestur í fóstur. Við kíktum í heimsókn og skoðuðum aðstæður. Margrét Gunnarsdóttir, sem sér um rekstur hesthúss, og dóttir hennar Embla Eir Stefánsdóttir. Glæsileg Hestamiðstöð Íshesta var opnuð árið 2000. Námskeiðin Hestur í fóstur eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á...

Read More

Sterkur fjárhagur Hafnarfjarðar

Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum, svo eftir hefur verið tekið. Um árabil var bæjarfélagið í gæslu hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem í reynd skerti sjálfræði bæjarins. Á síðasta ári náðist loks að koma skuldaviðmiði bæjarins undir 150% og þar með fékk bæjarfélagið aftur full yfirráð yfir fjármálum sínum. Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar varð það lægsta sem verið hafði í aldarfjórðung, eða frá árinu 1992. Betri þjónusta með bættum rekstri Rétt er að rifja upp að á fyrri hluta þess kjörtímabils sem nú er að renna sitt skeið á enda var ákveðið að gera umfangsmikla rekstrarúttekt á starfsemi...

Read More