Flokkur: Uncategorized

Frí söguganga um Kinnahverfi og nágrenni

Fimmtudaginn 27. júlí býður Byggðasafn Hafnarfjarðar í skemmtilega sögugöngu um Kinnahverfið og nágrenni undir leiðsögn Halldórs Árna Sveinssonar. Gengið verður frá horni Lækjargötu og Hringbrautar. Gangan hefst kl. 20:00 og er áætlað að hún taki um eina til eina og hálfa klukkustund. Hér er viðburðurinn á Facebook.  Forsíðumynd í eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar....

Read More

Ítrekaðar skemmdir á Hraunvallaskóla

Skemmdarverk voru unnin á Hraunvallaskóla um liðna helgi og m.a. brotinn fjöldi flísa sem klæða húsnæðið að utan. Hallgrímur Kúld, húsvörður skólans, segist vera orðinn langþreyttur á ástandinu og að svæðið sé ekki vaktað með öryggismyndavélum, en þeim var nánast öllum stolið utan af húsinu fyrir níu árum. Nemandi við yngstu deild skólans var staðinn að verki við að sparka í eina flís þegar Fjarðarpósturinn var á staðnum við að skoða aðstæður. Byggingin er víða illa farin eins og sjá má. Krossviðarplötur hafa verið settar til bráðabirgða og þær eru einnig farnar að láta á sjá.  „Ég bara skil...

Read More

Banaslys í Hafnarfirði

Karlmaður lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði í fyrradag. Tilkynning um slysið barst síðdegis í gær og héldu lögreglan og sjúkraflutningamenn þegar á vettvang og hófu endurlífgunartilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem einnig segir: „Maðurinn var síðan fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög...

Read More

Íbúðalánasjóður dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar 13. júlí var m.a tekið fyrir erindi bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar til Íbúðalánasjóðs vegna vaxandi húsnæðisvanda. Bæjarráð tók á fundi sínum undir þau sjónamið sem fram koma í erindi bæjarstjóra og mikilvægi þess að orðið verði við þeim. Hafnarfjarðarbær hefur farið þess á leit við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum í eigu sjóðsins í Hafnarfirði og ekki er búið að selja. Beiðni sveitarfélagsins hljóðar jafnframt upp á það að þessar íbúðir verði ekki seldar a.m.k. næstu þrjú árin og þá verði staða á markaði endurmetin áður en gengið verður fram með...

Read More

„Goðsagnakennd stórmynd“

Fjarðarpósturinn hitti leikararann og metsöluhöfundinn Gunnar Helgason við tökur á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum sem er eftir samnefndri bók hans sem kom út fyrir fimm árum. Eins og titillinn gefur til kynna fara tökur fram í Vestmannaeyjum á sama tíma og Orkumótið í fótbolta fer þar fram. „Þetta er svo klikkað sko! Ég fæ að meðstýra fótboltasenunum af því ég skrifaði þær. Bragi Þór Hinriksson er samt leikstjórinn og ég reyni að þjóna honum og reyna að ná hans sýn á þetta. Þetta er svona skrýtinn dans þar sem óvissuþátturinn er bolti sem þarf að lenda á ákveðnum stöðum....

Read More