Flokkur: Uncategorized

Mikilvægt að hlusta og miðla

Haraldur L. Haraldsson tók við stöðu bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í ágúst 2014 eftir að hafa um árabil sérhæft sig í greiningu og rekstri fyrirtækja og sveitarfélaga og komið að mörgum slíkum verkefnum. Hann var ráðinn í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga og var það forgangsverkefni hans fyrstu tvö árin að fylgja eftir stefnu núverandi meirihluta um að  endurskipuleggja rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Þremur árum eftir að Haraldur tók við er sveitarfélagið farið að skila rekstrarafgangi og náði að fara undir skuldaviðmið íslenskra sveitarfélaga. Þar með losnaði sveitarfélagið einnig undan viðjum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Hjá Hafnarfjarðarbæ starfar gott fólk í umhverfi stöðugra...

Read More

Hugsjónir tjaldbúa

„Við lifum á tímum sem margir kalla úthverfa, sem einkennast af þónokkurri eigingirni, ásókn í ytri gæði, tækni­ og hlutadýrkun, nýjungagirni, einkaneyslu og sóun verðmæta. Okkur er sagt, að á slíkum tímum sé hugsjón ekki í tísku,“ sagði prófessorinn og spekingurinn Njörður P. Njarðvík í aðsendri grein í Morgunblaðinu fyrir meira en 20 árum. Þetta smellpassar samt inn í árið 2017. Hugsjón er fallegt orð; sjón hugans, innri sýn. Elsta dæmi um notkun orðsins í íslensku ritmáli er úr bænakveri frá árinu 1780. Þá var minna um tækni, einkaneyslu og hlutadýrkun á Íslandi sem reið húsum 200 árum síðar. Hugsjónafólk...

Read More

Búa í tjaldi á Víðistaðatúni

Kjartan Theódórsson, eða Kjarri tjaldbúi eins og hann kallast þessa dagana, hefur búið ásamt unnustu sinni í tjaldi á Víðistaðatúni síðan í júlí, eftir að hafa þurft að hætta að vinna í kjölfar hjartaáfalls. Hann hefur vakið athygli fyrir umbúðalaus „snöpp“ sín sem eru þó krydduð með húmor að hans hætti. Kjartan vill vekja athygli á aðstæðum húsnæðislausra Íslendinga og hann segir að þeim fari fjölgandi á næstu vikum og mánuðum. „Ég er með snapp og byrjaði að vekja athygli á mér og aðstæðum sem fólk neyðist til að búa við. Skúli Jóa snappari kom í heimsókn og vakti...

Read More

Lokadagur Landsýnar og listamannaspjall í Hafnarborg

Lokadagur sýningarinnar Landsýn – Í fótspor Jóhannesar Larsen, sýning með ljósmyndum Einars Fals Ingólfssonar verður sunnudaginn 20. ágúst. Klukkan 14 þann dag mun Einar Falur vera með listamannsspjall þar sem hann segir frá sýninguinni og því viðamikla verkefni sem að baki hennar liggur en í þrjú ár, 2014 – 2016, ferðaðist hann um Ísland og tók ljósmyndir á þeim stöðum sem danski myndlistarmaðurinn Johannes Larsen hafði um 90 árum áður dregið upp rúmlega 300 teikningar á sögustöðum Íslendingasagna. Meginstef sýningarinnar er tíminn sjálfur, tími landsins og mannanna. Ljósmyndir Einars fjalla fyrst og fremst um samtímann þó að samtímis eigi þær í samtali...

Read More

Lóðir í Skarðshlíð teknar frá fyrir leigufélag

Tilboð voru opnuð í fyrradag frá lögaðilum í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, sem auglýstar voru í sumar. Alls bárust tilboð frá 10 lögaðilum en þau voru lesin upp í morgun að viðstöddum fulltrúum nokkura bjóðenda. Nokkrar lóðir hafa verið teknar frá fyrir leigufélag.  Á sama tíma rann út frestur einstaklinga til að skila inn tilboðum í einbýlishúsalóðir og parhúsalóðir en rúmlega 40 umsóknir bárust í 13 lausar lóðir þannig að tilboðin eru fleiri en lóðaframboðið í þeim hluta. Hafnarfjarðarbær er nú að fara yfir tilboðin og meta þau. Þetta kemur fram á vef Hafnarfjarðarbæjar....

Read More