Flokkur: Uncategorized

Haukar taplausir á Íslandsmótinu

Liðium Hauka í 2 flokki karla hefur gengið vel á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Þeir eru þegar taplausir í 20 fyrstu leikjunum, í liði A og B. Bæði liðin eru efst í sínum riðli eftir sigurleiki gegn Víkingi R. um helgina. B liðið er að tryggja sér sæti í úrslitakeppni KSÍ um Íslandsmeistaratitil B-liða. Þá eiga Haukar góða mögueika á að leika í A-deild næsta ár. Myndir:...

Read More

100 ára og 9 metra beyki er tré ársins

Það var einstaklega hlýr og fallegur dagur á laugardag þegar tæplega 100 ára gamalt beyki í Hellisgerði var útnefnt tré ársins 2017. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands,  afhenti Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar og Haraldi Líndal Haraldssyni, bæjarstjóra, viðurkenninguna. IKEA bauð upp á veitingar, en útnefningin í ár var samstarfsverkefni fyritæksins og Skógræktarfélagsins.   Tréð sem var valið var upphaflega gróðursett um 1927, eins metra hátt, í tilraunaskyni en er afar fallegt og beykitré eru afar sjaldgæf á Íslandi, en þau vaxa betur á hlýrri slóðum, af því er fram kom í viðurkenningarræðu Magnúsar Gunnarssonar. „Augu okkar í félaginu beindust...

Read More

Fróðleiksmolinn: Fyrsta bifreiðin í Hafnarfirði

Vissir þú að… Fyrsta bifreiðin kom til Hafnarfjarðar vorið 1913. Það var skoski útgerðarmaðurinn D. H. Bookless sem kom með nýja bifreið af Austin gerð frá Englandi. Hún var 22 hestafla, gekk fyrir jarðolíu og hafði sæti fyrir þrjá farþega en þetta mun hafa verið fyrsta bifreiðin sem komst klakklaust á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Í dagblaðsfrétt af bifreiðinni (hér aðeins neðar) má lesa eftirfarandi lýsingu: „Rennur hún mjúkt og liðlega um veginn og lætur vel að stjórn. Er það fyrsta bifreiðin, sem að gagni hefir komið hér á landi.“ Ungur Hafnfirðingur, Árni Sigurðsson trésmiður, fékk að sitja í...

Read More

Fyrstu myndir frá niðurrifi Dvergs

Forsíðumynd: Haraldur bæjarstjóri ásamt aðalmönnunum sem sjá um undirbúning, framkvæmd og eftirlit fyrir hönd bæjarins. Honum frá vinstri hönd eru svo Hálfdán K. Þórðarson, umsjónarmaður fasteigna, Ishmael R. David, tæknifræðingur og Stefán Eiríkur Stefánsson, verkfræðingur hjá Hafnarfjarðarbæ. Framkvæmdir hófust í morgun við að rífa Dverghúsið á horni Suðurgötu og Lækjargötu. Eins og áður hefur komið fram skipar húsið veigamikinn sess í sögu Hafnarfjarðarbæjar, en þar var m.a. starfrækt timbur- og byggingavöruverslunin Dvergur. Fjarðarpósturinn leit við um ellefu leytið, en þá stóðu verktakar í ströngu við að rífa þakið af og byrjað var að brjóta niður veggi. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti...

Read More

Frí söguganga um Kinnahverfi og nágrenni

Fimmtudaginn 27. júlí býður Byggðasafn Hafnarfjarðar í skemmtilega sögugöngu um Kinnahverfið og nágrenni undir leiðsögn Halldórs Árna Sveinssonar. Gengið verður frá horni Lækjargötu og Hringbrautar. Gangan hefst kl. 20:00 og er áætlað að hún taki um eina til eina og hálfa klukkustund. Hér er viðburðurinn á Facebook.  Forsíðumynd í eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar....

Read More