Flokkur: Uncategorized

Ókeypis rokkhátíð á föstudag

Komið er að hinum árlega viðburði Rokk í Hafnarfirði fyrir utan Ölstofu Hafnarfjarðar í Flatahrauninu. Að sögn aðstandenda verður hátíðin í ár enn stærri og sterkari enn í fyrra, enda muni frábærar hljómsveitir og tónlistafólk leggja Ölstofunni lið til að gera hátíðina sem eftirminnilegasta. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00, það verður frítt inn og tilboð í gangi. Hljómsveitirnar sem stíga á stokk: ÚLFUR ÚLFUR DIMMA KIRIYAMA FAMILY BERNDSEN PAUNKHOLM LITH CEASETONE BABIES FLOKKURINN FAITH NO MORE TRIBUTE Inni 02:50 – 04:00 Babies flokkurinn 01:30 – 02:30 Faith no more 00:30 – 01:10 Berndsen 23:30 – 00:10 LITH Úti á porti...

Read More

Nýr skóli mun rísa í Skarðshlíð

Hafnarfjarðarbær og Eykt skrifuðu á dögunum undir samning um hönnun og byggingu á nýjum skóla í Skarðshlíð, verk sem auglýst var í alútboði á vormánuðum. Skólinn samanstendur af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla um 760 m2 og íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.910 m2. Eykt mun hefja framkvæmdir við skólann nú í ágúst og mun uppbygging eiga sér stað í þremur áföngum. Fullnaðarverklok eru 15. júní 2020 og er samningsfjárhæðin í heild kr. 3.979.077.263.- Fyrsta áfanga uppbyggingar á að vera lokið 6. júlí 2018 og mun þá grunnskóli í Skarðshlíð flytja...

Read More

FH leikur til úrslita gegn ÍBV

Skot­inn Steven Lennon skoraði sigurmark FH þegar þeir tryggðu sér þátttöku í úr­slita­leik Borg­un­ar­bik­ar­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu með 1:0 sigri gegn Leikni í fyrradag. FH mætir ÍBV í úrslitaleik keppninnar sem fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 12. ágúst. Allt leit út fyrir að framlengja þyrfti markalausum leiknum þegar Lennon gerði sér lítið fyrir, lék á tvo varnarmenn Leiknis og skoraði á 2. mínútu í uppbótartíma. Með þessu á FH með mögu­leika á að vinna bikar­meist­ara­titil­inn í þriðja sinn en þeir mæta ÍBV í úr­slita­leik á Laug­ar­dals­vell­in­um þann 12. ág­úst. Bæði lið áttu dauðafæri í fyrri hálfleik og FH-ingar áttu líka...

Read More

Haukar taplausir á Íslandsmótinu

Liðium Hauka í 2 flokki karla hefur gengið vel á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Þeir eru þegar taplausir í 20 fyrstu leikjunum, í liði A og B. Bæði liðin eru efst í sínum riðli eftir sigurleiki gegn Víkingi R. um helgina. B liðið er að tryggja sér sæti í úrslitakeppni KSÍ um Íslandsmeistaratitil B-liða. Þá eiga Haukar góða mögueika á að leika í A-deild næsta ár. Myndir:...

Read More

100 ára og 9 metra beyki er tré ársins

Það var einstaklega hlýr og fallegur dagur á laugardag þegar tæplega 100 ára gamalt beyki í Hellisgerði var útnefnt tré ársins 2017. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands,  afhenti Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar og Haraldi Líndal Haraldssyni, bæjarstjóra, viðurkenninguna. IKEA bauð upp á veitingar, en útnefningin í ár var samstarfsverkefni fyritæksins og Skógræktarfélagsins.   Tréð sem var valið var upphaflega gróðursett um 1927, eins metra hátt, í tilraunaskyni en er afar fallegt og beykitré eru afar sjaldgæf á Íslandi, en þau vaxa betur á hlýrri slóðum, af því er fram kom í viðurkenningarræðu Magnúsar Gunnarssonar. „Augu okkar í félaginu beindust...

Read More