Flokkur: Uncategorized

Yngst og eina konan í víkingaauglýsingu

Ung hafnfirsk kona, Aníta Ösp Ingólfsdóttir, er langsyngst og eina konan sem var með hlutverk í auglýsingu Dodge Ram sem sýnd var þegar einn stærsti íþróttaviðburður ársins, Ofurskálin (Super Bowl), var sýndur í beinni útsendingu víða um heim. DV greindi frá auglýsingunni og nefndi nöfn nokkurra af karlkyns leikurum sem voru með hlutverk. Við ákváðum að gera betur og kynna okkar konu til leiks.  New England Patriots og Philadelphia Eagles öttu kappi í Super Bowl eða Ofurskálinni. Aníta Ösp var meðal fjölda íslenskra víkinga í auglýsingunni þar sem þeir m.a. aka um íslenska náttúru og syngja um leið Queen smellinn...

Read More

Blakdeild Hauka skrifaði nýjan kafla

Fyrsti opinberi blakleikur Hauka fór fram á Ásvöllum um þarliðna helgi þegar Haukar mættu Þrótti Reykjavík í Kjörísbikar kvenna. Leikurinn fór 3-0 fyrir Þrótti en í bikarleik Kjörísbikarsins verður sigurliðið að vinna 3 hrinur. Getur því leikurinn farið mest upp í 5 hrinur. Þjálfari Haukaliðsins er Karl Sigurðsson og fyrirliði Steinunn Jenný Skúladóttir. Síðasti opinberi leikur í blaki var haldinn 1974 við Strandgötu.  Fjöldi fólks mætti á áhorfendapallana á Ásvöllum og studdu sitt lið áfram í leiknum. Jason Ívarsson, formaður Blaksambands Íslands, veitti fyrir leikinn Karólínu Helgu Símonardóttur, formanni blakdeildar Hauka, viðurkenningu vegna leiksins. Fjarðarpósturinn heyrði í Karólínu: „Við...

Read More

Erum við að leita að þér?

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ þakkar kærlega þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfi deildarinnar á liðnu ári og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Verkefni deildarinnar eru margvísleg. Deildin býður upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur í 1-10 bekk í samstarfi við bókasafnið. Heimsóknavinir heimsækja fólk í um klukkustund á viku. Meginmarkmið heimsóknar er að veita nærveru og hlýju en misjafnt er hvað heimsóknavinir og gestgjafar gera saman. Sumir hittast og spjalla yfir kaffibolla, aðrir spila eða fara til dæmis í bíltúr. Föt sem framlag prjónahópur hittist vikulega og prjónar, heklar og saumar ungbarnaföt og útbýr ungbarnapakka sem eru sendir...

Read More

Ræddu möguleika og hindranir Borgarlínu

Áætlað er að 70 þúsund manns muni bætast við íbúa þeirra sjö sveitarfélaga sem eru aðilar í svæðisskipulagsnefnd SSH, á næstu 28 árum. Það eru samanlagt íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Síðan 1985 fjölgaði akreinum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um 6 en umferðin fjórfaldaðist. Hafnarfjarðarbær stóð fyrir 1. kynningarfundi um Borgarlínu í Hafnarborg í liðinni viku fyrir fullum sal og var fundurinn einnig í beinni útsendingu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og punktaði niður áherslur þeirra sem til máls tóku. Ó. Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, setti fundinn og sagði fyrst frá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var í bæjarstjórn...

Read More

Fimmtugir iðnaðarmenn fögnuðu saman

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði fagnaði 50 ára afmæli á afmælisdegi félagsins 13. janúar sl. í húsakynnum Frímúrarastúkunnar Hamars. Þar var litið yfir farinn veg og einnig spáð í framtíðina og stöðu iðnaðarmanna á tímum eins og núna. Gestir tóku til máls og boðið var upp á glæsilegar veitingar. Karlakórinn Þrestir, elsti karlakór landsins, tók nokkur falleg lög. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af nokkrum myndum.  Myndir:...

Read More