Flokkur: Uncategorized

Haukar Íslandsmeistarar í körfubolta

Haukar tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna eftir sigur á Val í mögnuðum háspennu-oddaleik, 74-70, á Ásvöllum. Frá þessu er greint á karfan.is. Leikurinn var mjög jafn og en þó sveiflukenndur en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir áhlaup Vals. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka með þrefalda tvennu; 21 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Helena var einnig með þrefalda tvennu að meðaltali í allri úrslitakeppninni; 20,8 stig; 12,5 fráköst og 10 stoðsendingar – fyrst allra. Hjá Val var það Aalyah Whiteside sem leiddi með 26 stig og 10 fráköst. Staðan í einvíginu fyrir leikinn...

Read More

Skapandi skilaboð á skúlptúrum

Listamaðurinn Ingvi Björn afhjúpaði margþætt verk í höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni á Björtum dögum sem byggðist upp á innsetningu, skúlptúr, tónlist og málverkum. Við skoðuðum sýninguna, sem var aðeins eitt kvöld, í dásamlega kyrru og fallegu sumarveðri. ...

Read More

„Útvarp er leikhús hugans“

Í lok október á síðasta ári voru þrjátíu ár síðan Ásgeir Páll Ágústsson hóf störf í útvarpi er hann gekk með plötubunkann sinn inn á útvarpsstöð framhaldsskólanna, Útrás, í fyrsta sinn og stýrði sínum fyrsta útvarpsþætti. Síðan þá hefur Ásgeir starfað á fjölmörgum útvarpsstöðvum en auk þess að sitja við hljóðnemann hefur Ásgeir starfað sem óperusöngvari í Þýskalandi, kennt söng, starfað við heyrnamælingar,  tekið að sér veislustjórn, séð um bingó og verið diskótekari. Lék útvarpsmann við plötuspilarann Ásgeir flutti í Hafnarfjörð sex ára gamall. „Ég gekk í Víðistaðaskóla og bjó í Firðinum allt þar til ég flutti til Austurríkis...

Read More

„Nú er ég búinn að meika það!“

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson hlaut útnefninguna bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar árið 2018 við hátíðlega athöfn í Hafnarborg á síðasta degi vetrar. Í ræðu sem Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, kom m.a. fram hversu sterkar rætur Björgvin hefur ætíð haft í Hafnarfirði og hann hafi í tímans rás verið duglegur að minnast á upprunann. Í þakkarræðu sinni sagði Björgvin að núna væri hann búinn að meika það!  Björgvin Halldórsson þarf vart að kynna, en hann hefur skemmt kynslóðum og framleitt tónlistarefni í yfir 50 ár. Hann hefur gefið út um 30 plötur, auk miklu fleiri sem hann hefur komið að á einn eða...

Read More

Markviss húsnæðisáætlun óskast! 

Forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins hér í bæ er tíðrætt um mikilvægi þess að leggja áherslu á fjölbreytta búsetumöguleika.  En alla áætlanagerð skortir og engin húsnæðisáætlun er til hér í Hafnarfirði þar sem horft er til markvissrar uppbyggingar á húsnæði fyrir lágtekju- eða millitekjuhópa hvað þá fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér úr foreldrahúsum. Á meðan er Reykjavík á fullri ferð að vinna eftir húsnæðisáætlun sem er hvort tveggja í senn félagsleg og stórhuga.  Þar sem þúsundir íbúða eru annaðhvort í byggingu eða á áætlun á næstu árum. Þegar þetta er skrifað hefur núverandi meirihluti í Hafnarfirði aðeins...

Read More