Flokkur: Uncategorized

Opnaði Litlu búðina við Kirkjuveg

Björg Fríður Freyja keypti fallegt gamalt hús við Kirkjuveg 13 fyrr á þessu ári og býr þar ásamt hundinum sínum Ösku. Björg er mikill náttúru- og umhverfisverndarsinni og lét þann draum rætast 8. nóvember sl. að stofna pínulita verslun fram að jólum á eigin heimili. Þar selur hún m.a. vörur í umboðssölu án plasts og eiturefna, en slíkar vörur fást ekki víða ennþá. Við kíktum í heimsókn.  „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt og sá pínulitla ljóstíru og hún varð bara stærri og stærri. Ég sá þetta bara fyrir mér og langaði að bjóða upp á vörur sem er...

Read More

„Hér er ekki töluð himneska“

Fríkirkjan í Hafnarfirði var stofnuð 1913 og er í friðlýstri afar fallegri byggingu á áberandi stað við Austurgötu. Þar fer fram nútímalegt og metnaðarfullt starf fyrir alla aldurshópa og fjölskylduleg samheldni einkennir starfsfólkið, söfnuðinn og andrúmsloftið. Fjarðarpósturinn kynnti sér starfið og ræddi við Einar Sveinbjörnsson, formann safnaðarstjórnar og hringjara og hjónin Ernu Blöndal, söngkonu og umsjónarkonu með barnastarfi og Örn Arnarson, tónlistarstjóra kirkjunnar.  Í sögu Fríkirkjunnar segir að hún er fyrsta kirkjan sem reist var í Hafnarfirði á síðari tímum en jafnframt síðasta tvílofta timburkirkjan á landinu. Frá henni var messu fyrst útvarpað til Íslendinga, árið 1926, en um...

Read More

Lík fannst við TH og Hafnarfjarðarkirkju

Karlmaður fannst látinn í tjörn við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju á Strandgötu um hádegisbil í dag. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, sem fyrstur greindi frá málinu. Ekki var hægt að veita upplýsingar um dánarorsök mannsins eða greina nánar frá tildrögum málsins að svo stöddu. Ekki er þó talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Fjölmennt lið lögreglu og annarra viðbragðsaðila var sent út þegar tilkynnt var um líkfundinn en aðgerðum er að mestu lokið á vettvangi. Stórt svæði í kringum tónlistarskólann og kirkjuna girt af og var almenningi meinaður aðgangur að...

Read More

13 er happatala fjölskyldunnar

Sigríður Jóhannesdóttir er 91 árs og býr að Jófríðarstaðavegi 13. Hún var meðal þeirra Hafnfirðinga sem fengu viðurkenningu Snyrtileikans í lok síðasta mánaðar, enda er garðurinn hennar afar stór og fallegur. Sigríður hefur áður fengið slíka viðurkenningu árin 1987 og 2002 og einnig var Jófríðarstaðavegur valinn stjörnugata árið 1999. Sigríður ákvað að mæta og taka við viðurkenningunni í ár vegna þess að þann dag voru 13 ár síðan eiginmaður hennar, Sigurður Jónsson, lést. 13 hefur alla tíð verið happatala fjölskyldu Sigríðar og hún segir stærstu ákvarðanir meira og minna hafa verið teknar mánudaginn 13. „Við Sigurður áttum þetta allt...

Read More

Glamraði 3 ára á gítar með tónlist Bubba

Tónlistarmaðurinn Helgi Kristjánsson sendi nýverið frá sér lagið „Skýjabönd“ sem er af samnefndri plötu hans. Helgi blæs af því tilefni til útgáfutónleika í Bæjarbíói 4. október næstkomandi og eru það fyrstu sólótónleikar hans. Hann er m.a. þekktastur fyrir trommuleik í hljómsveit vinar síns, Ásgeirs Trausta. Helgi segir að efni plötunnar marki ákveðið uppgjör við líf sitt.  Fyrsta minning Helga af tónlistaráhuga sínum er að sitja við stofuhátalarana þriggja ára gamall og hlusta á ‘Lífið er Ljúft’ plötuna hans Bubba og glamra á gítar með. „Ég man eftir að hafa upplifað algera alsælu þegar ég fór að átta mig betur...

Read More