Flokkur: Uncategorized

Fjárhagsáætlun bæjarins til fyrstu umræðu

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 verður lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu á miðvikudaginn. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins, viðhald á eignum bæjarins verður verulega aukið og framkvæmdir verða meiri en í langan tíma. Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru lækkuð á íbúa og fyrirtæki og gjaldskrár hækka almennt ekki. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest verður fyrir eigið fé sveitarfélagsins og söluandvirði lóða. Mikil áhersla er á umbætur í leik-...

Read More

Komið að eldri borgurum

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og þeir kynna sig og stefnu síns flokks í næsta tölublaði og í síðustu viku.   Skerðingar á skerðingar ofan hafa leitt til þess að þorri eldri borgara eru fastir í fætæktargildru. Ævisparnaðurinn í lífeyrissjóðum skerðir lífeyri frá Tryggingastofnun. Eldri borgarar sem vilja vinna eru skertir. Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt lágmarkslaunum. Svipuð staða er hjá öryrkjum. Þessu skal breytt svona: -Tryggt skal að lágmarkslífeyrir fylgi lágmarkslaunum. -Dregið skal úr skerðingum á lífeyri strax. -Tryggja að...

Read More

Kjósum með hjartanu, kjósum réttlæti!

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og þeir kynna sig og stefnu síns flokks í næsta tölublaði og í síðustu viku.   Ástæða þess að ég býð krafta mína fram er sú að ég þoli ekki óréttlæti og þann farveg sem hægri öfl á Íslandi hafa valið okkur. VG er augljós kostur. VG mun ekki að hækka skatta á almenning heldur gera skattkerfið réttlátara. Við viljum setja kjör almennings í forgang og hækka ráðstöfunartekjur elli- og örorkulífeyrisþega. Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu...

Read More

„Við rífumst hæfilega mikið“

Hjónin Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson búa í einstaklega fallegu húsi við Austurgötu sem smíðað var 1930 fyrir afa og ömmu Sigurjóns. Sigurjón er sonur Báru Sigurjónsdóttur heitinnar, einnar kunnustu kaupkonu landsins. Þóra Hrönn og Sigurjón eru ólík hjón en þó afar samstíga. Þau trúlofuðu sig 17. júní fyrir 45 árum, eftir 2 mánaða kynni og giftu sig svo 14. október sama ár. Hæfileikar þeirra blómstra í stærstu sameiginlegu áhugamálum þeirra, ljósmyndun og leiðsögumennsku. Hjónin Sigurjón og Þóra Hrönn í bakgarði húss síns við Austugötu. Sigurjón byrjaði mjög ungur að taka myndir. Faðir hans, Pétur Guðjónsson, var með...

Read More

Reginn undirbýr byggingu hótels við Strandgötu

   Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa Hafnarfjarðar stóðu fyrir vel heppnaðri ráðstefnu um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni í gær. Ráðstefnan fór fram í Hafnarborg og bar yfirskriftina „Stefna og staða Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu“. Um eitt hundrað manns sóttu ráðstefnuna sem var hugsuð sem upphafsstef í framtíðarvinnu þar sem lögð verður áhersla á framtíðarsýn og stefnumörkun fyrir bæinn. Ekki einungis sem áfangastað fyrir erlenda gesti heldur einnig fyrir þá sem þar búa og reka fyrirtæki.  Fagfólk bæði úr fræðigreinum og ferðaþjónustu voru með erindi og í framhaldinu voru áhugaverðar pallborðsumræður. Áherslan var á vörumerkjastefnur og ferðamálastefnur, hvernig þær eru unnar, hvernig...

Read More