Flokkur: Uncategorized

Styrmir Snær sigraði í Harry Potter ratleik

Mikið var um dýrðir á Bókasafni Hafnarfjarðar 26. júní síðastliðinn þegar liðin voru 20 ár frá útgáfu fyrstu bókarinnar um Harry Potter. Bækurnar um frægasta galdrastrák heims voru settar í útstillingu. Gestum bókasafnsins bauðst að föndra Hedwig- og/eða Fawkes-skutlur á barna- og unglingadeildinni. Hægt var að skoða bókarkafla úr Harry Potter bókunum á yfir 10 tungumálum. Mest var þó lagt í sérstakan Harry Potter-þematengdan ratleik um allt bókasafnið. Það var líf og fjör á safninu allan daginn og þátttakan í ratleiknum einstaklega góð. Styrmir Snær Árnason hreppti hnossið í ratleiknum og hlaut hann þessa glæsilegu Harry Potter litabók að...

Read More

Vinátta í verki fær milljón frá Hafnarfjarðarbæ

Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita styrk að upphæð 1.000.000.- til verkefnisins Vinátta í verki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum. Verkefni og söfnun kemur til vegna flóðbylgju sem skall á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq aðfararnótt sunnudagsins 18. júní og varð til þess að fjórir fórust og ellefu hús eyðilögðust m.a. rafveita þorpsins, verslun þess og grunnskóli. Eins og fram kemur í beiðni frá landsöfnuninni til sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga þá eru Grænlendingar næstu nágrannar Íslendinga og djúp vinátta milli þjóðanna. Einn skýrasti vottur þess, er að Grænlendingar efndu til landssöfnunar þegar snjóflóðið mikla féll...

Read More
SH eru Aldursflokkameistarar Íslands

Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) krækti í enn einn titilinn á árinu um helgina þegar félagið tók þátt í Aldursflokkamóti Íslands (AMÍ). SH sigraði ÍRB með aðeins 6 stiga mun og rauf þar með 6 ára sigurgöngu ÍRB á mótinu. Spennan var gífurleg og strax varð ljóst að baráttan um titilinn yrði á milli þessara liða. Veigar Hrafn Sigþórsson SH varð stigahæsti sveinninn á mótinu, SH vann aðal-boðsundskeppnina í 10x50m skriðsundi. SH kom sterkt til leiks með 47 þátttakendur sem voru enn í sigurvímu frá Akranesleikunum. Tvö met voru slegin í keppninni og voru það sveinasveit SH sem sló 14 ára...

Read More

Samdi eitt laganna í Hellisgerði

Tónlistarmaðurinn Franz Gunnarsson gaf nýverið út vínylplötuna Kaflaskil og nýtti m.a. liðsinnis Hafnfirðingsins og söngkonunnar Bryndísar Ásmundsdóttur við gerð verksins. Þá sá Hafþór í Dallas Studios hér í bæ um hljóðblöndun. Franz flutti til Hafnarfjarðar í miðju bankahruni og opnaði sportbar í Trönuhrauni. Þar var boðið upp á tónleika og ýmislegt fleira skemmtilegt. „FH mafían hafði sitt aðsetur þar um tíma og ég kynntist fullt af góðu fólki. Ég bjó við Hellisgerði (í Hellisgötu) og átti margar ljúfar stundir þar og samdi ég meðal annars lagið Nýr dagur í Hellisgerði.“ Franz valdi að vinna með Hafþóri og Dallas studios...

Read More

Betri samgöngur og þéttari byggð

Þann 16. maí sl. samþykkti Skipulags- og byggingaráð vinnslutillögu að breyttu aðalskipulagi vegna hugsanlegrar legu Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Um er að ræða byltingakenndan valkost í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu,  almenningsvagnar (hraðvagnar eða léttlest) sem verður í eigin ferðarými óháð annari umferð. Unnið er að sambærilegum verkefnum í flestum þéttbýliskjörnum í löndunum í kringum okkur og þar hefur reynslan sýnt að fólk og fyrirtæki vilja staðsetja sig nálægt samgönguásnum og við ásinn skapast tækifæri til að byggja þéttar upp íbúðarhverfi og blandaða byggð. Fjarðarpósturinn settist niður með Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúum Bjartrar Framtíðar sem bæði sitja í Skipulags- og...

Read More