Flokkur: Uncategorized

Banaslys í Hafnarfirði

Karlmaður lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði í fyrradag. Tilkynning um slysið barst síðdegis í gær og héldu lögreglan og sjúkraflutningamenn þegar á vettvang og hófu endurlífgunartilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem einnig segir: „Maðurinn var síðan fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög...

Read More

Íbúðalánasjóður dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar 13. júlí var m.a tekið fyrir erindi bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar til Íbúðalánasjóðs vegna vaxandi húsnæðisvanda. Bæjarráð tók á fundi sínum undir þau sjónamið sem fram koma í erindi bæjarstjóra og mikilvægi þess að orðið verði við þeim. Hafnarfjarðarbær hefur farið þess á leit við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum í eigu sjóðsins í Hafnarfirði og ekki er búið að selja. Beiðni sveitarfélagsins hljóðar jafnframt upp á það að þessar íbúðir verði ekki seldar a.m.k. næstu þrjú árin og þá verði staða á markaði endurmetin áður en gengið verður fram með...

Read More

„Goðsagnakennd stórmynd“

Fjarðarpósturinn hitti leikararann og metsöluhöfundinn Gunnar Helgason við tökur á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum sem er eftir samnefndri bók hans sem kom út fyrir fimm árum. Eins og titillinn gefur til kynna fara tökur fram í Vestmannaeyjum á sama tíma og Orkumótið í fótbolta fer þar fram. „Þetta er svo klikkað sko! Ég fæ að meðstýra fótboltasenunum af því ég skrifaði þær. Bragi Þór Hinriksson er samt leikstjórinn og ég reyni að þjóna honum og reyna að ná hans sýn á þetta. Þetta er svona skrýtinn dans þar sem óvissuþátturinn er bolti sem þarf að lenda á ákveðnum stöðum....

Read More

Frístundaakstur hefst á ný í Hafnarfirði

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í dag að hefja gjaldfrjálsan frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn í haust. Til að byrja með verður ekið með börnin á æfingar hjá Fimleikafélaginu Björk, FH og Haukum.  Undirbúningur hefur verið unninn með fulltrúum frá þessum félögum út frá hugmyndum starfshóps um frístundaakstur sem skilaði af sér tillögum í vor. Stoppustöð verður sett upp við hvern grunnskóla í Hafnarfirði og þar verða börnin sótt og flutt á æfingar hjá þessum félögum sem hefjast um kl. 15. Starfsmenn frá frístundaheimilum munu fylgja börnum í bílinn og að æfingarsvæði. Forráðamenn munu svo sækja börn...

Read More

Ruslasugan fékk nafnið Mangi

Nýverið festi Hafnarfjarðarbær kaup á ruslasugu sem nýtt er í hreinsunarverkefni í miðbæ Hafnarfjarðar og víðar. Hennar fyrsta verkefni var að þrífa það litla rusl sem eftir var í miðbænum fyrir hátíðarhöldin á 17. júní og hefur hún staðið vaktina síðan. Sugunni var gefið nafn á dögunum og þótti viðeigandi að ungmennin úr Vinnuskóla Hafnarfjarðar, flokkstjórar þeirra og viðeigandi stjórnendur væru viðstödd nafngiftina enda um að ræða tæki sem nýtist þeim vel við vinnu sína. Tillaga að nafni kom frá áhugasömum íbúa. Mangi mun ruslasugan heita og þykir það vel viðeigandi þar sem hann Mangi er jú alltaf svangur...

Read More