Flokkur: Uncategorized

Máluðu fjölda fallegra mynda án leiðbeinanda

Félag eldri borgara í Hafnarfirði stendur fyrir myndlistar- og sölusýningu í Hraunseli 21. – 27. júní. Þar hefur hópur á vegum starfsins komið saman einu sinni í viku í vetur og stundað listmálun. „Félagarnir hafa ekki haft leiðbeinanda í vetur eins og oft áður, heldur hafa þeir verið duglegir að hjálpa hver öðrum. Nú eru þau að sýna afrakstur vetrarins og þar er hægt að skoða og kaupa myndir. Myndirnar eru mjög fallegar hjá þeim,“ segir Rósa Dögg Flosadóttir, stolt dóttir eins listamannanna.  Hún sendi okkur meðfylgjandi sýnishorn.  ...

Read More

Slökktu eld sem kom upp í þaki Hrafnistu

Um kl 11:30 í morgun kom upp smávægilegur eldur í þaki Hrafnistu í Hafnarfirði. Slökkvilið, sem er með starfsstöð í Skútahrauni, rétt við Hrafnistu, var komið á staðinn örstuttu síðar.  Verktaki þaksins var þá að mestu búinn að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði vegna viðhaldsframkvæmda þar. Í öryggisskyni var hluti hússins rýmdur í rúmlega 15 mínútur og gekk það ferli mjög vel. Þetta kom fram í tilkynningu frá Neyðarstjórn Hrafnistu. Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu en vatn rann vatn niður á gang og nokkur reykjalykt var á efstu hæð. Slökkviliðið hefur nú...

Read More

Íslenska konan er allskonar

Transkonan Eva Ágústa Aradóttir tók að sér hlutverk fjallkonu á 17. júní á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Fjarðarpósturinn heyrði örstutt í henni fyrir stóra daginn. „Hafnarfjarðarbær vildi fá transkonu og mér fannst það æði og gaman að bærinn skuli leita til kvenna eins og mín og um leið senda þau skilaboð að íslenska konan er allskonar.“ Eftir því sem Eva Ágústa best veit er hún fyrsta transkonan sem fæ þennan heiður á Íslandi. Hún þekkti  höfund ljóðsins, Bryndísi Björgvinsdóttur, ekki en finnst það afar fallegt. Aðspurð segist Eva Ágústa vera í leyfi frá vinnu til þess að vinna í sjálfri...

Read More

Geimstöðin í Straumsvík

Mínar fyrstu minningar af Hafnarfirði eru þegar ég var að koma frá útlöndum með foreldrum mínum og sá glitta í tvo stóra hvíta og rauða turna sem ég hélt þá að væru eldflaugar, svona eins og í Tinnabókunum. Við þessar eldflaugar var svo lengsta raðhús í heimi. Væntanlega einhver háleynileg eldflaugaverksmiðja. Ég komst svo að því, mér til ákveðinna vonbrigða, að þetta var bara álver og að eldflaugarnar væru bara geymdar undir súrál. Bömmer. Ég veit að þessi mannvirki voru lengst upp í sveit þegar ákveðið var að planta þeim þarna. Í dag eru þau hins vegar nánast í...

Read More

Felldu tillögu um byggingu tveggja knatthúsa

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi í kvöld tillögu um að byggja tvö knatthús í bænum fyrir samtals á annan milljarð króna næstu fjögur árin. Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram en bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, studdu hana ekki. Í tillögunni var gert ráð fyrir húsum að tillögum FH og Hauka og markmiðið að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustenfu Hafnarfjarðarbæjar. Fulltrúar Bjartrar framtíðar lögðu fram bókun þar sem segir að tillöguna hafi skort nauðsynleg fylgigögn, til dæmis kostnaðarmat og greinargerð um afleiddan rekstrarkostnað af byggingunum. Fjárhæðir krefjist nánari skoðunar...

Read More