Flokkur: Uncategorized

Hundalíf

Ég hef gert mitt besta til að vera skemmtilegur á þessum vettvangi en ég verð að taka örlítið hliðarspor þessa vikuna. Ástæðan er sú að ég hitti vinafólk í síðustu viku sem ég hafði ekki hitt lengi. Þau voru ekki par ánægð með bæinn sinn og voru hreint ekki feimin við að segja mér af hverju svo var. Þau fóru eins og eins og aðrir niður í bæ þann sautjánda júní en þegar þau ætluðuað stíga fæti inn á Thorsplan var þeim varnað för af kommissörum úr bæjarkerfinu. „Thou shalt not pass“ sagði Gandalfurinn, „ekki með þessa bráðu ógn...

Read More

Styrkja menntasjóð barna Stefáns Karls

Hafnfirska fyrirtækið Myndform býður í samstarfi við Poppoli Pictures og Bíó Paradís  til sölu kvikmyndina Kurteist fólk á DVD formi. Hafnfirðingurinn Stefán Karl Stefánsson fór með aðalhlutverkið í myndinni (frá 2011) sem tekin var upp í Búðardal sumarið 2009 en Stefán hefur á undanförnum mánuðum barist hetjulega við krabbamein sem nú hefur tekið sig upp aftur. Allur ágóði rennur í menntasjóð barna Stefáns Karls Stefánssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. Eintakið selst á 1.250.- kr og áhugasamir geta keypt beint af skrifstofu Myndform, Trönuhrauni 1 í Hafnarfirði eða í miðasölu Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, Reykjavík. Sjá hlekki í inngangi efst í...

Read More

Hjóla 1300 kílómetra til Parísar

„Við munum safna peningum auk þess að hafa gaman og koma okkur í gott form. Allt styrktarfé rennur óskert til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna,“ segir parið Margrét Hrönn Frímannsdóttir og Elvar Jónsson, en þau eru íbúar í vallahverfinu og hafa hjólað tugi kílómetra (jafnvel hundruð) á dag víða um landið síðan í vor til að búa sig undir að hjóla hátt í 1300 kílómetra á sjö dögum til Parísar. Í ár taka Íslendingar í fyrsta sinn þátt í samnorrænu góðgerðarstarfi undir nafninu Team Rynkeby.  Margrét Hrönn og Elvar eru tvö af þremur Hafnfirðingum í liðinu. Þau kynntust verkefninu aðeins á...

Read More

Málað, skálað og skapað

Fyrir skömmu tók afþreyingarfyrirtækið Paint Iceland á móti fyrstu viðskiptavinum sínum í húsnæði að Flatahrauni 5 hér í Hafnarfirði. Fyrirtækið býður upp á nýja tegund afþreyingar sem ekki hefur verið í boði hér á landi fram til þessa. Ætti hún að geta vakið áhuga, bæði hjá heimamönnum og þeim ferðamönnum sem leggja leið sína til landsins. Paint Iceland býður upp á svokölluð málunarkvöld þar sem einstaklingar og hópar geta mætt til leiks. Á þessum kvöldum leiðbeina myndlistarkennarar gestum í gegnum gerð málverks allt frá fyrstu pensilstroku og þar til að verkið stendur fullklárað eftir. Hver og einn þátttakandi vinnur...

Read More