Flokkur: Uncategorized

„Útvarp er leikhús hugans“

Í lok október á síðasta ári voru þrjátíu ár síðan Ásgeir Páll Ágústsson hóf störf í útvarpi er hann gekk með plötubunkann sinn inn á útvarpsstöð framhaldsskólanna, Útrás, í fyrsta sinn og stýrði sínum fyrsta útvarpsþætti. Síðan þá hefur Ásgeir starfað á fjölmörgum útvarpsstöðvum en auk þess að sitja við hljóðnemann hefur Ásgeir starfað sem óperusöngvari í Þýskalandi, kennt söng, starfað við heyrnamælingar,  tekið að sér veislustjórn, séð um bingó og verið diskótekari. Lék útvarpsmann við plötuspilarann Ásgeir flutti í Hafnarfjörð sex ára gamall. „Ég gekk í Víðistaðaskóla og bjó í Firðinum allt þar til ég flutti til Austurríkis...

Read More

„Nú er ég búinn að meika það!“

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson hlaut útnefninguna bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar árið 2018 við hátíðlega athöfn í Hafnarborg á síðasta degi vetrar. Í ræðu sem Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, kom m.a. fram hversu sterkar rætur Björgvin hefur ætíð haft í Hafnarfirði og hann hafi í tímans rás verið duglegur að minnast á upprunann. Í þakkarræðu sinni sagði Björgvin að núna væri hann búinn að meika það!  Björgvin Halldórsson þarf vart að kynna, en hann hefur skemmt kynslóðum og framleitt tónlistarefni í yfir 50 ár. Hann hefur gefið út um 30 plötur, auk miklu fleiri sem hann hefur komið að á einn eða...

Read More

Markviss húsnæðisáætlun óskast! 

Forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins hér í bæ er tíðrætt um mikilvægi þess að leggja áherslu á fjölbreytta búsetumöguleika.  En alla áætlanagerð skortir og engin húsnæðisáætlun er til hér í Hafnarfirði þar sem horft er til markvissrar uppbyggingar á húsnæði fyrir lágtekju- eða millitekjuhópa hvað þá fyrir ungt fólk sem er að reyna að koma sér úr foreldrahúsum. Á meðan er Reykjavík á fullri ferð að vinna eftir húsnæðisáætlun sem er hvort tveggja í senn félagsleg og stórhuga.  Þar sem þúsundir íbúða eru annaðhvort í byggingu eða á áætlun á næstu árum. Þegar þetta er skrifað hefur núverandi meirihluti í Hafnarfirði aðeins...

Read More

Nýtt framboð með áhugafólki um betri bæ

Áhugafólk um betri bæ vinnur nú að undirbúningi nýs framboðs í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hópurinn kemur úr ýmsum áttum, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, sum úr bæjarmálunum og önnur annars staðar frá. Stærsti samnefnarinn er brennandi áhugi á öflugu samfélagi og að gera góðan bæ enn betri. Framboðið er ótengt hefðbundnum stjórnmálaflokkum og verður vettvangur fyrir fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið sitt. Hluti hópsins hefur starfað í meirihluta bæjarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili og lagt sitt af mörkum í endurreisn fjárhags bæjarins og fjölbreyttum úrbótum í þjónustu og bæjarlífi. Þar má nefna aukinn stuðning við frístundir barna,...

Read More

Ágúst Bjarni leiðir lista Framsóknar og óháðra

Framsókn og óháðir samþykktu framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, á fjölmennum fundi fulltrúaráðs flokksins á laugardag. Listinn er á þessa leið. skv. fréttatilkynningu: Framsókn og óháðir – Sterkari saman fyrir Hafnarfjörð Í fréttatilkynningu segir jafnframt: „Markmiðið með þessum öfluga lista er að ná til allra bæjarbúa með því að stilla upp fjölbreyttum hópi fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu á því sem skiptir bæjarbúa máli. Framboðið er tilbúið að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ.“ Ágúst Bjarni Garðarsson er oddviti og verður stefnuskrá framboðsins kynnt fljótlega. Meðal þess sem Framsókn og óháðir ætla að vinna að fyrir...

Read More