Flokkur: Uncategorized

Rúmlega 100 danspör í árlegri danskeppni DÍH

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar hélt sína árlegu Lotto Open danskeppni í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu um þarsíðustu helgi fyrir troðfullu húsi. Gríðaleg stemmning var frá morgni til kvölds og tóku rúmlega 100 danspör þátt í keppninni. Sjö alþjóðlegir dómarar dæmdu keppnina. Það sem einkennir þessa danskeppni frá öðrum mótum á Íslandi er til að mynda liðakeppni sem haldin er á milli dansskóla og tóku fimm lið þátt í keppninni í ár og það var DÍH sem vann keppnina. Einnig eru valin Lottó pör í lok dags og fá þau farandbikara og gjafir, en það eru eitt par sem dansar með grunnaðferð...

Read More

Samblanda af íslenskri og amerískri jólahefð

Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir, ásamt frábærri hljómsveit, flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins í anda Ellu Fitzgerald, Dean Martin og fleiri góðra krafta. Þau skapa hlýlegt andrúmsloft í tónum, tali og dansi ásamt hinum sanna jólaanda sem þekktist í kringum 1950. Björgvin og Esther eru bæði Hafnfirðingar og gamlir vinir sem hafa langað að gera eitthvað í heimabænum og stefna á að hafa þetta árlegt. Sögusviðið er Ísland í kringum 1950. Björgvin og Esther leika íslensk hjón og skemmtikrafta sem segjast hafa ferðast um Bandaríkin, skemmt með Dean Martin, Bing Crosby og  fleirum ásamt því...

Read More

Myrkur

Það var ljómandi huggulegt núna á sunnudagskvöld að náttúran skyldi skaffa okkur eldingu sem sló út rafurmagninu í nær gervöllum Hafnarfirði, og svo fengum við aðra í myrkrinu sem lýsti upp himininn og skaffaði helvíti hressilegt dúndur í kjölfarið sem vakti báða hundana. Hér á Strandgötunni voru dregin fram kertaljós og myndaðist stemmning sem minnti á jólin. Í minningunni var í raun alltaf straumlaust á aðfangadag. Landsvirkjun hamaðist við að virkja en átti aldrei sjens í klukkutímann þegar hver einasta húsmóðir landsins var með allar hellur eldavélarinnar stilltar á ellefu af tíu mögulegum, ofninn á sjóðandi blússi og jólaljósafargan...

Read More

Heilsueflandi spilastokkar inn á öll heimili

Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur nú í samstarfi við hagsmunaaðila mótað heilsustefnu. Liður í aukinni heilsueflingu er að benda íbúum og öðrum áhugasömum á þá möguleika sem eru til staðar í Hafnarfirðinum fagra. Hafnfirðingar búa í náttúruparadís og eru tækifæri í kringum bæinn til útivistar, heilsueflingar og afþreyingar fjölmörg. Þessi spilastokkur sem sendur er til allra hafnfirskra heimila og fyrirtækja inniheldur 52 hugmyndir af heilsueflandi afþreyingu allt árið um kring. Listinn er langt frá því að vera tæmandi heldur einfaldlega nokkrar góðar og heilsueflandi hugmyndir fyrir fjölskyldur og vini....

Read More

Fjárhagsáætlun bæjarins til fyrstu umræðu

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 verður lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu á miðvikudaginn. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins, viðhald á eignum bæjarins verður verulega aukið og framkvæmdir verða meiri en í langan tíma. Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru lækkuð á íbúa og fyrirtæki og gjaldskrár hækka almennt ekki. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest verður fyrir eigið fé sveitarfélagsins og söluandvirði lóða. Mikil áhersla er á umbætur í leik-...

Read More