Flokkur: Uncategorized

Þegar uppselt á nokkra viðburði Hjarta Hafnarfjarðar

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fer fram 29. ágúst til 2. september næstkomandi en hún er nú haldin annað árið í röð. Eins og nafnið gefur til kynna er hún haldin í miðbæ Hafnarfjarðar og þjónar Bæjarbíó, tónlistarhús bæjarbúa, þar lykilhlutverki. Ólíkt öðrum hátíðum þá samanstendur Hjarta Hafnarfjarðar ekki af einni risastórri dagskrá þar sem áhugasamir verða að kaupa sig inn á alla dagskrána, heldur kaupa gestir sig inn á einstaka, vandaða tónlistarviðburði sem hver og einn velur eftir sínum smekk.  Hátíðin stendur í þrjá daga og mun einvalalið tónlistarfólks skemmta hátíðargestum. Meðal þeirra sem koma fram eru –...

Read More

Málefnasamningur nýs meirihluta undirritaður

Fulltrúar nýs meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hittust áðan á túninu við leikskólann Hörðuvelli og undirrituðu málefnasamning sín á milli. Það voru Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi bæjarstjóri, og Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og verðandi formaður bæjarráðs, sem skrifuðu undir. Aðrir viðstaddir voru frambjóðendur beggja flokkanna í liðnum sveitarstjórnarkosningum.  Myndir/OBÞ.  Hér eru skjáskot af málefnasamningnum:...

Read More

Stjórnmálaóþol

Ég þekki fullt af fólki með allskonar óþol. Ég þekki fólk með mjólkuróþol, glútenóþol, eggjaóþol, ananasóþol og allskonar. Það óþol sem er held ég útbreiddast á Íslandi er samt stjórnmálaóþol. Það er ótrúlega algengt. Fólk fæðist samt yfirleitt ekki með óþol. Ekki heldur stjórnmálaóþol. Það er eitthvað sem vex innra með fólki með árunum. Það sem hefur áhrif á vöxt stjórmálaóþols er m.a. svik, prettir, bakstungur, innantóm loforð, yfirborðsmennska og deilur. Allskonar hlutir sem virðast fylgja stjórnmálum og gera það að verkum að líkaminn byggir upp sitt eigið varnakerfi til að hafna þeim. Það er samt ótrúlega óhollt fyrir...

Read More

Haukar Íslandsmeistarar í körfubolta

Haukar tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna eftir sigur á Val í mögnuðum háspennu-oddaleik, 74-70, á Ásvöllum. Frá þessu er greint á karfan.is. Leikurinn var mjög jafn og en þó sveiflukenndur en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir áhlaup Vals. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka með þrefalda tvennu; 21 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Helena var einnig með þrefalda tvennu að meðaltali í allri úrslitakeppninni; 20,8 stig; 12,5 fráköst og 10 stoðsendingar – fyrst allra. Hjá Val var það Aalyah Whiteside sem leiddi með 26 stig og 10 fráköst. Staðan í einvíginu fyrir leikinn...

Read More

Skapandi skilaboð á skúlptúrum

Listamaðurinn Ingvi Björn afhjúpaði margþætt verk í höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni á Björtum dögum sem byggðist upp á innsetningu, skúlptúr, tónlist og málverkum. Við skoðuðum sýninguna, sem var aðeins eitt kvöld, í dásamlega kyrru og fallegu sumarveðri. ...

Read More