Flokkur: Uncategorized

Engir jarðvegsgerlar í neysluvatni Hafnfirðinga

Að gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri vegna vegna fréttar um mengun í neysluvatni í Reykjavík. Í fréttinni er fólk beðið að sjóða neysluvatn en þetta á EKKI við um Hafnarfjörð. Mengunin er tilkomin vegna mengaðs yfirborðs vatns sem rennur í vatnsból í Gvendarbrunnum en neysluvatn Hafnfirðinga kemur frá Kaldárb0tnum. Mynd:...

Read More

Arna Stefanía og Róbert Ísak íþróttafólk ársins

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í gær fyrir afhendingu viðurkenninga til  íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017. Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttafólk Hafnarfjarðar árið 2017. Guðbjörg Oddný Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundarnefndar Hafnarfjarðar, setti hátíðina og svo tók við keflinu Hörður Þorsteinsson sem stýrði dagskránni. Í ræðu Guðbjargar kom ma.a fram að um 15 þúsund manns æfa íþróttir í Hafnarfirði (hálfur bærinn) og m.a. vegna...

Read More

Hafnfirðingur ársins: þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Tilnefnd að þessu sinni eru átta manns og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga:    Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, samskiptafulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði. „Hún er einstaklega hjálpsöm, góð, setur alla aðra alltaf í forgang, er með stæsta hjarta sem ég veit um, gefur af sér til félags- og líknarmála, hefur starfað síðustu ár sem samskiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafnarfirði og komið m.a. að starfi Heimilisiðnaðarfélagsins. Hún er mörgum vel kunnug innan Hafnarfjarðar enda verið búsett þar alla sína ævi. Hún ætti virkilega þennan...

Read More

„Reykjanesbrautin þolir enga bið“

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sendi í gær þingmönnum Suðvesturkjördæmis, fjárlaganefnd og Samgönguráðherra bréf þar sem hann minnir alla þessa aðila á ályktun sem samþykkt var á fjölmennum íbúafundi þann 17. október síðastliðinn þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka vöru mættir. Fundurinn samþykkti þá eftirfarandi ályktun: „Íbúafundur um samgöngumál í Hafnarfirði skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi úrbætur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Tryggt verði að framkvæmdir við gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu hefjist á næsta ári og að jafnframt verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldársselsvegi að mislægum gatnamótum á Krísuvíkurvegi.“ Bæjarstjórinn bendir einnig á að fátt skorti...

Read More