Flokkur: Uncategorized

Hrafnistuheimilin stefna ríkinu vegna vangoldinnar leigu

Hrafnistuheimili Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði hafa birt heilbrigðisráðherra, Óttarri Proppé, fyrir hönd ríkisins, stefnu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna vangoldinnar leigu fyrir afnot af húsnæði heimilanna. Á þessum þessum heimilumm heimilum er veitt sérhæfð þjónusta við umönnun aldraðra sem íslenska ríkinu ber lögum samkvæmt að veita en hefur falið Hrafnistu að inna af hendi fyrir sína hönd. Hrafnistuheimilin tvö voru tekin í notkun á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Bygging þeirra var aðallega fjármögnuð með sjálfboðavinnu og fjáröflun af ýmsu tagi. Þau voru síðan rekin með greiðsluþátttöku íbúa allt þar til að ríkið tók yfir málaflokkinn á 9....

Read More

Góð staða efnahagsmála – bætt lífsgæði almennings

Flest getum við verið sammála um að á Íslandi eru lífskjör almennt mjög góð.  Atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og skuldastaða ríkisins og heimilanna í landinu hefur lækkað hratt.  Lægri vaxtakostnað ríkisins eykur svigrúm til þess að auka fé til velferðarmála, heilbrigðismála og samgöngumála.  Sérfræðingar eru sammála um að staða efnahagsmála hafi líklega aldrei verið betri í Íslandssögunni.  En gerðist þetta af sjálfu sér? Er þetta fyrst og fremst ytri aðstæðum að þakka? Svarið er NEI – réttar aðgerðir og viðbrögð hafa skapað þessa stöðu, unnið hefur verið vel úr hagfeldum ytri aðstæðum. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins   Í grunninn stendur...

Read More

Vellíðan barna að leiðarljósi

Fjölskylduhátíðin Álfahátíð til styrktar Hugarafli verður haldin í Hellisgerði næstkomandi laugardag, 23. September, frá kl. 14 -17. Markmið með hátíðinni eru tilkomin vegna umræðu og frétta um geðheilbrigði í þjóðfélaginu undanfarnar vikur.  „Við viljum með þessu vekja athygli á geðheilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Boðið verður upp á uppbyggjandi dagskrá með vellíðan barna að leiðarljósi, eins og til dæmis barnanudd og barnaheilun,“ segir Tinna Bessadóttir, eigandi Litlu Álfabúðarinnar í Hellisgerði.  Tinna hefur staðið í ströngu að undirbúningnum ásamt Aldísi Þóru Bjarnadóttur, Alexöndru Eir Andrésdóttur, Andrési Má Heiðarssyni og Jóni Björgvini Björnssyni. Starfsemi Hugarafls verður sýnileg á meðan á dagskránni stendur....

Read More

Fallegar fjölskyldur fögnuðu á uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Hafnarfjarðar var haldið hátíðleg um þarsíðustu helgi og var margt um manninn og glaumur og gleði. Boðið var upp á pylsupartý og andlitsmálun, auk þess sem blöðrulistamaður bjó til alls kyns fígúrur sem börnin tóku með sér heim. Ævar vísindamaður kætti einnig viðstadda, enda er mikil og góð fyrirmynd barna á öllum aldri. Þá var dregið úr lestrardagbókum sem þátttakendur höfðu skilað inn. Fjarðarpósturinn var að sjálfsögðu á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Þessar frænkur voru ánægðar með framtakið.  Blaðrarinn var spennandi.  Ævar vísindamaður, nýverðlaunaður, mætti og kætti.  Hress mæðgin gerðu Spiderman tákn í takti við...

Read More

Emil og Gylfi lykilmenn í sigri gegn Úkraínu

Hafnfirðingarnir Emil Hallfreðsson og Gylfi Sigurðsson voru lykilmenn í 2-0 sigri íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í kvöld á Laugardalsvelli. Gylfi skoraði bæði mörkin í frábærum síðari hálfleik og Emil átti einnig stórkostlegan samleik með Gylfa og gaman að sjá hann sýna hvað í honum býr. Með sigrinum er Ísland komið í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 og gaman er að geta þess að íslenska landsliðið hefur ekki tapað á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013.   Mynd: (pínu hreyft) skjáskot frá...

Read More