Flokkur: Velferðarmál

Byggja búsetukjarna fyrir fatlaða

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Heimilin íbúðafélag hses., og HBH Byggir ehf. skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Öldugötu 45. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax í sumar og að íbúðirnar afhendist í febrúar 2021.   HBH Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu íbúðakjarna við Öldugötu 45 í Hafnarfirði en á sama tíma fékk tillagan bestu umsögn matsnefndar. „Við höldum áfram að fjölga heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði eins og óskir okkar og áætlanir gera ráð fyrir. Í lok árs 2018 skrifuðum við undir samning við Framkvæmdafélagið Arnarhvol ehf. um uppbyggingu...

Read More

Gáfu út handbók á Degi leikskólanna

Frá opnun leikskólans Bjarkalundar haustið 2016 hefur starfsfólk leikskólans unnið að þróunarverkefninu Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi undir handleiðslu Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings. Allt starfsfólk leikskólans hefur tekið þátt í verkefninu og lagt sitt af mörkum við innleiðingu þess og afraksturinn er handbók í snemmtækri úthlutun sem kom formlega út sl. föstudag, glóðvolg beint úr prentsmiðjunni. Markmiðin með þróunarverkefninu hafa verið margþætt. Í fyrsta lagi var verkefnið fólgið í því að allir kennarar fengu fræðslu um læsi, málörvun, snemmtæka íhlutun og SMT í leikskóla. Einnig var eitt af markmiðunum að setja saman verkferla um hvernig unnið væri með snemmtæka íhlutun,...

Read More

„Mikið gleðiefni að þetta er í höfn“

Heilbrigðisráðherra úthlutaði fyrir skömmu um 240 milljónum króna úr Framkvæmdajóði aldraðra til endurgerðar hjúkrunarrýma á gamla Sólvangi í Hafnarfirði. Það styttist í að framkvæmdum ljúki við byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang með hjúkrunaríbúðum fyrir 60 íbúa sem eru nær jafnmörg rými og á gamla Sólvangi. Fjarðarpósturinn leitaði viðbragða Hollvinasamtaka Sólvangs. „Við í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs urðum að vonum glöð þegar við fréttum af því að til stæði að fjölga hjúkrunarrýmum á Sólvangi. Í nýju byggingunni verða 60 hjúkrunarrými og þeim verður fjölgað um 33 rými með endurbótum á gamla Sólvangi, þ.e. samtals 93 hjúkrunarrými,“ segir Lovísa Árnadóttir, fulltrúi í...

Read More

Borðtennisfélag Hafnarfjarðar deildarmeistari

Í gær fór fram síðasta umferð í Raflandsdeild karla og -kvenna í borðtennis þar sem nýir deildarmeistarar voru krýndir í báðum deildum. Í Raflandsdeild karla varð BH deildarmeistari með fullt hús stiga. BH rauf þar með 43 ára samfellda sigurgöngu KR og Víkings í efstu deild karla og kom sér í hóp fjögurra félaga sem hafa sigrað í efstu deild, ásamt KR, Víkingi og Erninum.   Kvenna megin réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu leikjum dagsins og enduðu leikar þannig að Víkingur og KR voru efst jöfn að stigum. Víkingur var með betra leikjahlutfall og hlutu þannig deildarmeistaratitilinn. Sérstaka...

Read More

KRYDD hlaut Hvatningarverðlaun MsH

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í þriðja sinn í kvöld. Veitingahúsið KRYDD hlaut aðalverðlaunin einnig fengu NÚ framsýn menntun, Karel Karelsson og TRU Flight Training Iceland viðurkenningar. Þá stigu á stokk fyrirlesarar sem fræddu viðstadda um leiðtogafærni og hjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson fluttu ljúf lög.  Í umsögn með hvatningarverðlaunum segir að KRYDD hafi komið inn í hafnfirskt samfélag með látum; svo miklum að tíminn sem fara átti í að aðlaga starfsemina og komast hægt og rólega í gang var enginn þar sem gríðarleg áskókn hefur verið allt frá opnun. Í röksemdum fyrir valinu sagði m.a.: Frábær lyftistöng fyrir...

Read More
  • 1
  • 2