Flokkur: Velferðarmál

Borðtennisfélag Hafnarfjarðar deildarmeistari

Í gær fór fram síðasta umferð í Raflandsdeild karla og -kvenna í borðtennis þar sem nýir deildarmeistarar voru krýndir í báðum deildum. Í Raflandsdeild karla varð BH deildarmeistari með fullt hús stiga. BH rauf þar með 43 ára samfellda sigurgöngu KR og Víkings í efstu deild karla og kom sér í hóp fjögurra félaga sem hafa sigrað í efstu deild, ásamt KR, Víkingi og Erninum.   Kvenna megin réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu leikjum dagsins og enduðu leikar þannig að Víkingur og KR voru efst jöfn að stigum. Víkingur var með betra leikjahlutfall og hlutu þannig deildarmeistaratitilinn. Sérstaka...

Read More

KRYDD hlaut Hvatningarverðlaun MsH

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í þriðja sinn í kvöld. Veitingahúsið KRYDD hlaut aðalverðlaunin einnig fengu NÚ framsýn menntun, Karel Karelsson og TRU Flight Training Iceland viðurkenningar. Þá stigu á stokk fyrirlesarar sem fræddu viðstadda um leiðtogafærni og hjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson fluttu ljúf lög.  Í umsögn með hvatningarverðlaunum segir að KRYDD hafi komið inn í hafnfirskt samfélag með látum; svo miklum að tíminn sem fara átti í að aðlaga starfsemina og komast hægt og rólega í gang var enginn þar sem gríðarleg áskókn hefur verið allt frá opnun. Í röksemdum fyrir valinu sagði m.a.: Frábær lyftistöng fyrir...

Read More

Vel heppnuð fermingarbarnahátíð

Fermingarbarnahátíðin „Þér eruð vinir mínir“ var haldin í Hafnarfjarðarkirkju sl. sunnudagskvöld. Að hátíðinni stóðu Ástjarnarkirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Víðistaðakirkja og Bessastaðakirkja. Fjölbreytt dagskrá var frá kl. 18 til 21, s.s. leikþættir, samverustundir, traustleikir, tónlistaratriði, náttúrufræðsla og fræðsla um líf með fötlun. Fermingarbörnin voru full áhuga þegar Fjarðarpósturinn leit við og prestarnir og aðrir sem stóðu að hátíðinni alsælir með vel heppnaðan samhristing kirknanna....

Read More

Hreysti og uppskera í Hamarssalnum

Heilsuefling Janusar efndi til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Hamarssal Flensborgarskóla þarsíðasta fimmtudagskvöld. Þangað kom ekki einungis hafnfirskt íþróttafólk af heldri kynslóðinni, heldur einnig fjölmennti hópur Reykjanesbæinga sem hafa einnig notið handleiðslu Janusar undanfarið ár. Glatt var á hjalla, söngur og gleði og meðal skemmtiatriða voru Geir Ólafsson söngvari, Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona og Þórir Baldursson tónlistarmaður. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af myndum. Fleiri myndir á vegum Heilsueflingar Janusar eru hér. Myndir OBÞ og Heilsuefling...

Read More

Bætti lífi við árin

Þegar Almar Grímsson var fimmtugur var ekkert langlífi í kortunum hjá honum. Hann var að brenna út, stressaður, vinnandi tvö krefjandi störf og hafði auk þess tekið að sér alls konar ábyrgð í félagsstarfi. Viðhorf hans var einfaldlega að hann gæti nánast allt og það kitlaði hégómagirndina að vera í mikilli eftirspurn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til að bæta lífsstílinn urðu straumhvörf í lífi Almars þegar hann gekk til liðs við þá fjölmörgu eldri borgara sem nýttu sér heilsueflingu Janusar Guðlaugssonar í febrúar í fyrra. Við kíktum í heimsókn til Almars og eiginkonu hans, Önnu Bjarkar Guðbjörnsdóttur, við...

Read More