Flokkur: Viðtöl

Tók til og fann tilgang sinn

Æ algengara er að fólk brenni út eða ónæmiskerfið laskist í kjölfar álags og streitutímabils. Svava Björg Mörk er ein þeirra sem hefur ætíð haft þann stimpil á sér að vera dugleg, í einu og öllu. Einn daginn sagði Svava upp stöðu sinni sem leikskólastjóri í Bjarkalundi þegar hún kynntist naumyggju og áttaði sig á því að hún var fangi eigin efnishyggju. Á sama tíma var líkaminn við það að gefa undan. Eftir mikla tiltekt í lífinu fann hún köllun sína og langar að miðla henni, öðrum til góðs.  Svava fór á námskeið með syni sínum þar sem mínimalistinn...

Read More

Ferðast á húsbíl allt árið

Hjónin Einar Vídalín Guðnason og Halldóra María Gunnarsdóttir eru búsett hér í Hafnarfirði en Hallóra hefur búið hér í yfir hálfa öld á meðan Einar hefur verið búsettur í bænum í sextán ár. Árið 2006 eignuðst þau Einar og Halldóra húsbíl en áhuginn á slíkum ferðamáta kviknaði býsna óvænt. „Við vorum stödd í sumarbústað þar sem var verið að ræða húsbíla. Tveimur dögum seinna vorum við komin á húsbíl,“ segir Einar. Algengt er að húsbílar beri hin ýmsu nöfn. Því er ekki úr vegi að spyrja þau Einar og Halldóru hvort þeirra húsbíll beri eitthvert nafn. „Já hann heitir...

Read More

„Við Bjössi erum mjög líkir“

Páll Steinar Guðnason, 13 ára nemandi í Áslandsskóla, leikur Fálkamanninn Bjössa í myndinni Víti í Vestmannaeyjum, sem frumsýnd var fyrir helgi. Um 1000 krakkar sóttu um í myndinni en framleiðendum leist fljótt vel á okkar mann og hann átti líka óvænta meðmælendur, enda kraftmikill og jákvæður strákur. Við heimsóttum hann og ræddum við hann um ferlið og tengingu Unicef við myndina.   „Frænka mín sem er í leiklist sá að auglýst var eftir krökkum í myndina og lét mig vita. Ég vissi ekki einu sinni af því. Hún sagði að ég væri pottþéttur í þetta. Bragi leikstjóri og þeir...

Read More

Finnur var draumahlutverkið

Hafnfirðingurinn Óli Gunnar Gunnarsson leikur Finn, ungan þjálfara Fálkanna, í myndinni Víti í Vestmannaeyjum. Hann missti af frumsýningunni í síðustu viku vegna utanlandsferðar, en við bara urðum að ná í skottið á honum og spyrja hann nokkurra spurninga. Hlutverk Finns er stærsta kvikmyndahlutverk hins 18 Óla Gunnars, en eins og fjölmargir Hafnfirðingar vita á hann þegar heilmikinn leiklistarferil að baki og á ekki langt að sækja hæfileikana. Faðir hans, Gunnar Helgason, skrifaði sjálfa metsölubókina og móðir hans er Björk Jakobsdóttir leikkona og leikstjóri.   „Sko þetta er fyrsta „alvöru“ hlutverkið mitt í bíó. Fram að þessu hef ég af og...

Read More

Verður ofurhetja hjá Ævari vísindamanni

53 þúsund bækur voru lesnar í fjórða lestrarátaki Ævars vísindamanns og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands dró fimm nöfn barna sem tekið höfðu þátt og munu verða persónur í æsispennandi ofurhetjubók sem kemur út í vor. Hafnfirðingurinn Einar Karl Kristinsson var einn þessara fimm og við heimsóttum hann. Einar Karl er 8 ára nemandi í Öldutúnsskóla og las alls 24 bækur, en lágmarkið var að lesa þrjár. Þegar hann frétti af úrdrættinum sagði hann upphátt: „Heppnasti dagur lífs míns!“ Einar Karl segir að krakkarnir í skólanum hafi orðið hissa og að hann sé búinn að eignast nokkra nýja vini...

Read More