Flokkur: Viðtöl

„Draumurinn að semja fyrir kvikmyndir“

Stefán Örn Gunnlaugsson er tónlistarmaður sem fer mikinn án þess þó að láta fara mikið fyrir sér. Hann spilar á píanó og hljómborð með helsta tónlistarfólki landsins, semur og tekur upp tónlist fyrir sig, leikhús, tölvuleiki og myndir og lýsir sér sem rólegri, einrænni félagselskandi tilfinningaveru. Stefán er sonur þeirra hjóna Gunnlaugs Stefán Gíslasonar listmálara og Áslaugar Ásmundsdóttur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og gekk fyrstu skólaárin í Engidalsskóla þar sem hann bjó á Breiðvanginum í Gull-blokkinni svokölluðu vegna þess að hún var gul en fór svo og upplifði frábær unglingsár í Víðistaðaskóla eins og hann segir sjálfur. Hann...

Read More

Draumur að leika með fóstbræðragenginu

Tryggvi Rafnsson er líklega einn þekktasti Hafnfirðingurinn þessa dagana. Hann lék sjálfan forseta Íslands í áramótaskaupinu í ár og vakti mikla athygli. Hann er 100% Hafnfirðingur eins og hann orðar það sjálfur og segist hæfileg blanda af fullorðnum kjána og ábyrgum fjölskylduföður. Tryggvi er í sambúð með Þóru Elísabetu Magnúsdóttur og svo eru snillingarnir á heimilinu, eins og hann orðar það, bræðurnir Ívan Ingi 14 ára og Ísak Darri 2 ára og gullfiskurinn Pétur. Tryggvi segist vera þessi geggjaða blanda úr Norðurbænum og Setberginu. Hann var lengst af í Setbergsskóla og fór svo þaðan í Flensborg. Hann tók mastersgráðu...

Read More

Styrkir fjölskyldur um jólin

Örvar Þór Guðmundsson er giftur þriggja barna faðir úr Firðinum fagra eins og hann orðar það sjálfur. Nú um mánaðamótin stofnaði hann góðgerðasamtökin Samferða sem vinna að því að hjálpa fjölskyldum, sem eiga um sárt að binda, að halda jólin. Örvar bjó í Norðurbænum frá fæðingu til nítján ára aldurs. Bjó á Heiðvangi, Hjallabraut og Miðvangi. Hann segir það hafa verið frábært að alast upp í þessu hverfi enda gífurlega mikið af börnum þarna á þessum árum. Hann gekk í Engidalsskóla og fór svo í Víðistaðaskóla í 8.–10. bekk. Örvar lýsir sér sem sköllóttum, hamingjusömum, stríðnum Haukamanni. Hann starfar...

Read More

Ólst upp á þriðja bekk í Bæjarbíói

Einn af eftirlætissonum Hafnarfjarðar er án efa stórsöngvarinn og tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Desember er einn annasamasti mánuður ársins hjá honum og stór hluti ársins fer í það að undirbúa jólin. Hann er einn af þeim sem hafa alltaf mörg járn í eldinum en þann 12. nóvember sl. var opnuð sýning í Rokksafni Íslands um Björgvin og feril hans. Fjarðarpósturinn settist niður með Björgvini yfir kaffibolla og fékk m. a. að heyra um söfnunaráráttu sem hann segist hafa í blóðinu. „Ég er haldinn þessu söfnunargeni. Elsti bróðir minn, Baldvin Halldórsson, er einn af þessum aðalsöfnurum landsins. Serious safnari. Þetta er...

Read More

Dúnu í Burkna er þakklæti efst í huga

Sigrún Þorleifsdóttir betur þekkt sem Dúna, stofnaði blómabúðina Burkna fyrir 54 árum eða árið 1962. Hún ásamt manni sínum Gísla Jóni Egilssyni var frumkvöðull hvað varðar skreytingar í búðargluggum í bænum og var upphafsmanneskja þess að skreyta miðbæinn fyrir jólin og lýsa upp skammdegið yfir jólahátíðina með jólaseríum. Dúna mun tendra ljósin á jólatré Hafnfirðinga á Thorsplani nú á föstudaginn. „Ég hafði lengi átt þann draum að stofna verslun. Það stendur einhversstaðar að neyðin kenni naktri konu að spinna og ævintýrið okkar byrjaði á því að ég fór að búa til rósir úr krep pappír og bolluvendi heima hjá...

Read More