Flokkur: Viðtöl

Amma og landsliðskona í kraftlyftingum

Helga Guðmundsdóttir er landsliðskona í kraftlyftingum. Hún byrjaði að æfa fyrir tveimur árum fertug að aldri og hefur þegar náð að setja Íslandsmet í opnum flokki og lenti í fjórða sæti á EM í bekkpressu nú á dögunum. Helga rekur líkamsræktarstöðina CrossFit Hafnarfjörður og er nýorðin amma.  Helga fæddist á Akranesi en ólst upp í Mosfellsbæ og bjó þar til tvítugs. Foreldrar hennar eru Guðmundur Haraldsson, skipstjóri hjá Eimskip, og Rakel Kristjánsdóttir, læknaritari á Reykjalundi. Hún gekk í Varmárskóla, fór svo í Menntaskólann við Sund. Þaðan fór hún í Listaháskólann og lærði textílhönnun. Hún starfaði um stund hjá Össuri við að...

Read More

Alltaf að leita að næsta ævintýri

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir er keppniskona mikil og hefur komið víða við. Hún byrjaði að æfa hjólreiðar síðastliðinn vetur og hefur á árinu unnið í hverri hjólreiðakeppninni á fætur annarri. Hún hefur gefið út metsölubækur og búið í fjarlægu landi ásamt fjölskyldu sinni. „Ég segist vera gaflari þótt ég sé „bara“ Hafnfirðingur, það er miklu skemmtilegra. Mamma mín er úr Hafnarfirði en pabbi úr Vesturbænum í Reykjavík. Pabbi minn, Sigurður Skarphéðinsson, er enn í vandræðum þegar FH og KR keppa í fótboltanum.“ Erla hefur alltaf búið hér í Hafnarfirði. Móðir hennar er Guðrún Axelsdóttir en móðurafa hennar þekkja margir sem...

Read More

Charlize Theron er nagli

Jóhannes Haukur Jóhannesson er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur leikari. Hann hefur leikið í fjölmörgum leiksýningum, kvikmyndum og þáttaröðum hér á landi en undanfarið hefur hann leikið bitastæð hlutverk í stórum þáttaröðum og kvikmyndum á erlendri grund. Þar á meðal í kvikmynd sem skartar stórstjörnunni Charlize Theron. Fjarðarpósturinn hitti Jóhannes Hauk á milli verkefna á uppáhaldskaffihúsi hans, kaffi Pallet við Strandgötuna. „Ég er í fæðingarorlofi, var að eignast mitt þriðja barn. Það fæddist í fjarveru minni. Ég var í Kanada við kvikmyndatökur, kom ekki heim fyrr en barnið var þriggja vikna gamalt. En ég er búinn að sjá þetta tvisvar...

Read More

Spilar með Timberlake djassheimsins

Andrés Þór Gunnlaugsson er líklega flestum áhugamönnum um íslenska tónlist kunnur. Hann er hafnfirskur djassgítarleikari sem hefur náð langt. Andrés gaf nýlega út plötu með frumsömdu efni. Einn fremsti djass­trommuleikari heims leikur á plötunni með honum. Andrés Þór er fjögurra barna faðir, ólst upp í Norðurbænum og gerði þar allnokkur prakkarastrikin eins og hann segir sjálfur. Hann er kvæntur Sigríði Dröfn Jónsdóttur, matvælafræðingi og kennara og sonur Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar, listmálara og Áslaugar Ásmundsdóttur. Aðspurður hvort hann muni eftir einhverju prakkarastriki, stendur ekki á svari: „Þegar ég var tíu eða ellefu ára áttum við það til, ég og einn...

Read More

Leggur á sig þrekraun til styrktar bræðrum sem misstu föður sinn

Eva Lind Helgadóttir er 37 ára gömul þriggja barna móðir frá Hafnarfirði sem býr nú í Sviss. Eva Lind hafði ekki stundað hlaup að ráði er hún ákvað um síðustu áramót að taka þátt í Jungfrau-maraþoninu sem eru hvorki meira né minna en 42,2 kílómetrar og 1800 metra hækkun og fer fram í svissnesku ölpunum. Tilefni hlaupsins er einstakt en Eva Lind hleypur til styrktar tveimur ungum bræðrum og frændum sínum, Sindra Dan og Snævari Dan Vignissonum, en faðir þeirra, Vignir Grétar Stefánsson, lést fyrir aldur fram þann 16. desember síðastliðinn. Eftir hið sviplega andlát Vignis komst fjölskylda hans...

Read More