Flokkur: Viðtöl

„Gott að eldast í Hafnarfirði“

Það var 26. mars 1968 sem 20 framsýnir borgarar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara í bænum. Í dag heitir það Félag eldri borgara í Hafnafirði, fjöldi félaga er kominn yfir 1500 og starfsemin er á þremur stöðum í bænum. Við ræddum við Valgerði Sigurðardóttur, 9. formann félagsins, en hún hefur sinnt því hlutverki undanfarin tvö ár. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Uppleggið hjá félögum þess var að byggja upp íbúðir fyrir aldraða, setja á stofn dvalarheimili og...

Read More

Aukið úrval hollustu hjá Nesti

Nesti, sem er hluti af N1, hefur aukið verulega við úrvalið af hollum valkostum hjá sér undanfarið og ætlar að halda því áfram. Þar er nú hægt að finna alls kyns hollan morgunmat og vegan rétti. Nýlega bættum við úrvalið á Nestisvörum nú bjóðum við upp á fleiri veganrétti ásamt öðrum nýjungum í hollari kantinum,“ segir Steinunn Björk Eggertsdóttir, vörustjóri veitinga hjá N1. „Veganvörurnar sem við bættum við eru veganskál með falafel og grænmeti, veganvefja með hummus, döðlumauki og sætum kartöflum, tröllahafragrautur með möndlusmjöri og chiagrautur með kókosmjólk,“ segir Steinunn. „Við erum svo að bæta við fleiri nýjum vörum...

Read More

Spáir Degi sigri

Um helgina fara úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fram sem þýðir að á mánudaginn næsta vitum við hverjir verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í vor. Keppnin á sér marga aðdáendur hér á landi sem í daglegu tali nefnast júróvision nörd. Þau vita ótrúlegustu hluti um keppnina, eins og hver hafnaði í 12. sæti í keppninni 1986 (Ketil Stokkan), fylgjast með forkeppnum í öðrum löndum og skella sér svo á Júróvisionkeppnina sjálfa, hvort sem hún er haldin í Kaupmannahöfn eða í Baku. Hafnfirðingurinn Hlynur Skagfjörð Sigurðsson skilgreinir sjálfan sig sem Júróvision nörd og segist alltaf hafa haft...

Read More

Veturinn harður en ekki óvenjulegur

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að tíðin hefur verið óvenju rysjótt undanfarnar vikur þar sem lokanir á vegum og gular-, rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið nánast daglegt brauð. Lægðirnar halda áfram að raða sér upp yfir landinu og í vikunni er enn á ný von á slæmu veðri og ef spár rætast verður ekkert ferðaveður, eins og veðurfræðingar kalla það, um miðja vikuna. Af þessu tilefni ákvað blaðakona Fjarðarpóstsins að hafa samband við veðurfræðinginn Einar Sveinbjörnsson og spyrja hann út í veðurfræðina, veðuráhuga íslendinga og hvort blessað vorið sé ekki á næsta leytifari ekki að...

Read More

Minnir samborgara á viðkvæman jarðveg

„Nú er gras í súpu og sárum eftir flóð síðustu daga og jarðvegur viðkvæmur. Mikið væri indælt ef bílstjórar myndu ekki leggja á grasi,sem margir gera. Þetta er ljótt að sjá,“ segir Agnes Reynisdóttir, íbúi við Bjarkavelli, á íbúasíðu hverfisins. Við heyrðum í Agnesi vegna þessarar mikilvægu áminningar hennar til samborgara sinna.  „Þetta vandamál, að bílum sé lagt á grasi við bílastæði, er ekki bundið við þessa götu eingöngu. Það eru fleiri blettir í nágrenninu illa farnir en þetta er skelfilegt,“ segir Agnes og bætir við að á meðan frost var í jörðu hafi daglega verið lagt á þessum stað....

Read More