Flokkur: Viðtöl

Sérsmíðuðu fyrir söngleikinn Elly

Skartgripafyrirtækið Sign var stofnað árið 2004 í bílskúrnum hjá gullsmiðnum Sigurði Inga Bjarnasyni (Inga) sem í dag rekur það ásamt unnustu sinni, Kötlu Guðmundsdóttur. Árið 2008 flutti fyrirtækið í fyrrum verbúð við höfnina. Helsta skáldagyðja Sign er íslenska náttúran og ein þekktasta hönnun Inga er verðlaunagripur Íþróttamanns ársins. „Þeir sem stunduðu grásleppuveiðar voru með aðstöðu þar sem Kænan er. Pabbi minn, bræður hans og mágur áttu þetta bil upphaflega sem fyrirtækið er í og ég keypti það af þeim. Þetta er sjarmerandi staður. Ég er alinn upp hér á bryggjunni og í Suðurbænum og var að vinna í fiski...

Read More

Ber er hver að baki nema sér neytanda eigi

Það er bjart yfir íslenska neytandanum í dag. Rjóminn flýtur víða. Við Íslendingar erum gjarnir á að vera skotnir í öllu sem kemur frá henni Ameríku. Costco er þar engin undantekning. Ekki eru allir á eitt sáttir um komu verslunarrisans, skiptir litlu út frá hvaða forsendum málin eru rædd. Deilt er um hvort rétt sé að skipta við „holdgerving kapítalismans“, sumum er illa við erlend matvæli, aðrir segja að verið sé að afvegaleiða neytandann og hinum finnst ekki „kúl“ að láta sjá sig í Costco. Ég segi við íslenska neytendur, fögnum fjölbreytileikanum og stöndum með okkur sjálfum. Á námsárum mínum...

Read More

Íbúafundur á Völlunum: Vilja efla öryggiskennd íbúa

Íbúafundur fór fram á dögunum í Hraunvallaskóla þar sem rædd voru ýmis mál sem brunnið hafa á íbúum hverfisins eftir fréttir um tælingar og meintar tælingar. Eitthvað var um að börn upplifðu sig ekki örugg í hverfinu. Jón Arnar Jónsson, formaður íbúasamtaka á Völlunum, stóð fyrir fundinum og til máls tóku Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Andri Ómarsson, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, Margeir Sveinsson, stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði og Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur. Til umræðu voru vöktun akstursleiða, nágrannavarsla, samtal við börn um tælingu og glæpi og fyrirbyggjandi aðgerðir.   Vilja fá sem flestar tilkynningar Margeir Sveinsson, stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði,...

Read More

„Mun skella í eitt lag fyrir sumarið“

Jón Jónsson ætlar að halda tónleika í Bæjarbíói á morgun föstudaginn 7. apríl. Hann heldur ekki tónleika á hverjum degi í heimabænum og gefst bæjarbúum því kjörið tækifæri að kíkja á kappann, sem ætlar að að fá tónleikagesti til að fara brosandi inn í helgina. Jón gaf Fjarðarpóstinum af tíma sínum í vikunni og leyfði okkur að kynnast sér aðeins betur. Hann gaf meira að segja í skyn að brúðkaup sé í vændum í sumar. Hvaðan ert þú? „Ég er úr Hafnarfirðinum fagra, trúlofaður Hafdísi Björk og saman eigum við Jón Tryggva, þriggja ára og Mjöll, tveggja ára. Eftir...

Read More

Að gangast við nöfnum

Við Kirkjuveg 5 stendur afar fallegt hvítt hús, byggt 1922, sem áður var læknisbústaður. Þar búa hjónin Eiríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir, lista- og fræðikona og Jónas Jónasson framkvæmdastjóri. Amma og afi Jónasar byggðu húsið. Þegar inn er komið má sjá litríka veggi, mublur og listaverk um alla íbúð. Eiríksína lýsir því hversu tímafrekt hefur verið fyrir hana að heita nafninu sínu, sem hún þó er mjög stolt af og vill ekki heita annað. Enda var hún skírð yfir kistu ömmu sinnar og alnöfnu sem var þekktur kvenskörunugur á æskuslóðunum á Siglufirði. Amma hennar hafði mætt á fæðingarstofuna þegar Eiríksína var...

Read More