Flokkur: Viðtöl

Heitir í höfuðið á þremur sem fórust á sjó

Salómon Kristjánsson (Monni) er fæddur 14. ágúst 1943 í heimahúsi við Öldugötu 10 í Hafnarfirði og alinn þar upp. Gaflarinn Monni heitir fullu nafni Salómon Gunnlaugur Gústaf í höfuðið á þremur sem fórust með skipinu Þormóði, m.a. ömmu sinni og móðurbróður. Hann fæddist með mislinga og heimilislæknirinn efaðist um að hann myndi lifa. Það virðist sem nöfnin hafi veitt Monna vernd því hann komst nokkrum sinnum í hann krappan um ævina. Hann var til í að deila nokkrum sögum með lesendum Fjarðarpóstins og segist afar heppinn maður. Hann er giftur Ingibjörgu Kjartansdóttur og eru afkomendurnir orðnir 17. „Við strákarnir...

Read More

Litríkur sautjándi júní

Boðið var upp á margt áhugavert og skemmtilegt víða í Hafnarfirði 17. júní og hér má sjá brot af því í myndum. Bæði íbúar og bærinn sjálfur voru afar litrík og gaman að sjá hve margir skörtuðu fallegum...

Read More

Jónsmessusýning á Pallett

Sýning verður á nokkrum völdum ljósmyndum Svölu Ragnarsdóttur ljósmyndara af álfasteinum og álagablettum. Sérstök áhersla er lögð á álfasteina í Hafnarfirði en einnig verða sýndir myndir annars staðar frá. Boðið verður upp á álfabrauð og lifandi tónlist, en Marteinn Sindri leikur eigin lög. Aðgangur ókeypis og allir velkmomnir.   Forsíðumynd: Af álfasteini við...

Read More

Elsti keppandinn 103 ára

Gleðin var ríkjandi í árlegu Kvennahlaupi Hrafnistu sem fram fór í dag. Gengnar voru tvær vegalengdir og þátttakendur voru alls 103. Að sögn starfsfólks tók óvenju margt heimilisfólk þátt í ár. Allir fengu hressingu og verðlaunapeninga að göngu lokinni.  Síðan var slegið upp dansleik með Das-bandinu og sýndur var magadans. Elsti þátttakandinn var Kristín Kristvarðsdóttir, 103 ára og er hún á forsíðumyndinni ásamt Árdísi Huldu Eiríksdóttur, forstöðumanni Hrafnistuheimilisins, Helenu Björk Jónasdóttur, íþróttakennara Hrafnistu og Heklu Ben Bjarnason. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil ánægja með uppákomuna. Hópurinn sem fór lengri vegalengdina leggur af stað. Þetta er...

Read More

Hafnarfjarðarfjör á þjóðhátíð!

Mikið verður um dýrðir í firðinum okkar á 17. júní hátíðardaginn eins og fyrri ár. Mikil og góð stemming hefur myndast í bænum og það er mjög gaman þegar við Hafnarfirðingar komum saman og fögnum þessum degi með bros á vör. Dagskráin er með glæsilegasta móti og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Að þessu sinni hefst skrúðgangan við skátaheimilið Hraunbyrgi við Hjallabraut. Áður en hún hefst fagna skátarnir 20 ára afmæli skátamiðstöðvar sinnar og það verður eflaust ánægjulegt að gleðjast með þeim á þessum tímamótum á fallega svæðinu þeirra. Leið skrúðgögnunnar, sem verður vonandi með fjölmennasta...

Read More