Flokkur: Viðtöl

Hafnfirsk fyrirtæki tóku vel í Fyrirmyndardaginn

Vinnumálastofnun stóð fyrir árlegum Fyrirmyndardegi sl. föstudag og er dagurinn mikilvægur liður í því að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu í fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Áhersla Fyrirmyndardagsins í ár voru fyrirtæki í sjávarútvegi og störf honum tengd. Í Hafnarfirði fengu m.a. fyrirtækin Ópal Sjávarfang ehf. og Von mathús lærlinga og Fjarðarpósturinn kíkti við. Linda Hannesdóttir og Birgir Sævar Jóhannsson, eigendur Ópal Sjávarfangs.  Mikilvægt að prófa eitthvað nýtt Linda Rós Hilma Pedersen fór í starfskynningu hjá Lindu Hannesdóttur og Birgi Sævari Jóhannssyni í Ópal Sjávarfangi ehf. þar sem hún raðaði ilmandi nýreyktri bleikju í lög á spjald með plasti á milli...

Read More

Hvíldi Facebook og skrifaði einn kafla á dag

Tónlistarmanninn og leikskólakennarann Harald F. Gíslason þekkja flestir sem Halla í Pollapönk og Botnleðju og kraftmikinn formann Félags leikskólakennara. Halli hefur nú bæst í hóp íslenskra barnabókahöfunda með sinni fyrstu bók, Bieber og Botnrassa. Ef það er einhver sem ætti að hafa reynslu af því hvað börn vilja lesa og hlusta á, þá er það Halli. Við náðum honum í örstutt spjall. „Um síðustu áramót ákvað ég að nýta frítíma minn betur á kvöldin eftir að börnin voru sofnuð. Konan mín er í meistaranámi og hennar tími fór að mestu leyti í að rýna í skólabækur. Í stað þess...

Read More

Búin að öllu nema skreyta tréð

Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir heldur tónleika í Víðistaðakirkju 13. desember nk. ásamt barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju. Gestasöngvarar verða þau Hreimur Örn Heimisson, Jógvan Hansen, Soffía Karls og Arnar Jónsson. Gítarleikari verður Pétur Valgarð Pétursson. „Ég er mikið jólabarn og hef í raun alla tíð verið mjög upptekin í desember við að sinna jólaundirbúningi og að syngja. Þegar ég var í grunnskóla var ég í kór Öldutúnsskóla og fór með kórnum hingað og þangað að syngja. Á aðfangadag fórum við t.d. í mörg ár og sungum fyrir gamla fólkið á St. Jósefsspítalanum,“ segir Guðrún Árný þegar hún rifjar upp ferilinn....

Read More

Skrímslastuðið verður endurtekið

Alma Björk Ástþórsdóttir stofnaði sprotafyrirtækið Monstra ehf fyrir 6 árum. Fyrirtækið hefur selt lítil handgerð ullarskrímsli í íslenskum verslunum fyrir erlenda ferðamenn þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur. Núna eru þau á leið til Japan. Fyrir skömmu var skrímslastuð í Hafnarborg þar sem börn fengu að hann sitt eigið skrímsli og mættu rétt innan við þúsund manns. Við heimsóttum Ölmu Björk og skoðuðum aðstöðuna. ,,Það var stór sigur að fá japanskan dreifingaraðila og við fórum til Tokyo í febrúar þar sem við skrifuðum undir dreifingarsamning við japanskan dreifingaraðila og skrímslin voru sýnd á Tokyo International Gift Show ásamt...

Read More

Börn vilja tengja við sögurnar

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hlaut á dögunum viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í umsögn kom m.a. fram að Gunnar hefur nýtt listræna hæfileika sína í þágu barna og unglinga, m.a. með sjónvarpsþáttum og heimsóknum í skóla en umfram allt sem höfundur barna- og unglingabóka. Við náðum tali af Gunnari sem staddur var í Færeyjum, en hann gaf nýverið út bókina Amma best.   „Þetta er klapp á bakið fyrir mín störf sem rithöfundur og gaman að fá svona öðruvísi viðurkenningu. Við í Síung (Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda) höfum verið svolítið dugleg í að...

Read More