Flokkur: Viðtöl

Karel Ingvari þökkuð árin 60

Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, hefur staðið að undirbúningi Sjómannadagshátíðar Hafnfirðinga í 60 ár. Karel og eiginkona hans, Halldóra Júlíusdóttir, tóku á sunnudag á móti viðurkenningu og þakklæti frá Hafnarfjarðarbæ og Hafnarfjarðarhöfn fyrir að hafa staðið í eldlínunni að undirbúningnum. Í umsögn sem lesin var upp á Sjómannadaginn segir m.a.: „Karel var sjálfur fenginn til að róa á sjómannadaginn fyrir 60 árum síðan. Hann gerir sér góða grein fyrir mikilvægi þess að kynna sjómannsstarfið, minnast þeirra sem hafa látist í slysum á sjó og heiðra aldna sjómenn. Í vetur sem leið stóð hann fyrir myndasýningu í menningarsal Hrafnistu á...

Read More

Gaf milljón til ungmennastarfs

Tónlistarmaðurinn Arnar Þór Gíslason, eða Addi í m.a. Pollapönk, Stólíu og miklu fleiri böndum, varð fertugur 8. apríl sl. Hann hélt upp á afmæli sitt í troðfullu Bæjarbíói kvöldið áður, þar sem vinir hans ættingjar greiddu aðgangseyri sem Addi hét að myndi renna óskiptan í gott málefni tengt ungu fólki í Hafnarfirði. Fjölgreinadeildin í gamla Lækjarskóla fékk helming fjárins á dögunum og veitti Kristín María Indriðadóttir (Stína Mæja), umsjónarmaður deildarinnar, styrknum viðtöku. Hinn helminginn fékk félagsmiðstöðin Músík og mótor og tók Birgir Þór Halldórsson á móti honum. „Þetta er einstakt og ég veit að Addi vill að við nýtum...

Read More

„Hafnfirðingar eru gjafmilt fólk“

Nytjamarkaður ABC barnahjálpar opnaði í apríl í Dalshrauni 13. Þar er tekið á móti öllu mögulegu sem fólk er hætt að nota og gæti komist áfram til ánægðra viðtakenda. ABC barnahjálp hefur þegar rekið nytjamarkað í Víkurhvarfi í Kópavogi í 10 ár og félagið á 30 ára afmæli í ár. Við kíktum við og ræddum við verslunarstjórann Sigurlaugu Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem er alsæl með viðtökur Hafnfirðinga. „Við erum tvö sem störfum hérna en einnig fjöldi sjálfboðaliða. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er jákvætt og opið fyrir því að vera í sjálfboðastarfi. Við erum þó alltaf að leita að...

Read More

Væntanlegir félagar finna okkur

Hafnfirðingar eiga sína eigin víkingasveit, félagið Rimmugýgi, sem fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Félagarnir eru um 200 og munu sjá um Víkingahátíðina í ár og verður hún á Víðistaðatúni í júní. Við kíktum í heimsókn í nýjar bækistöðvar Rimmugýgjar í Setbergshverfi, þar sem Húsið var áður. Samtökin eru þvert á trúarbrögð og þar er einelti bannað. „Við byrjuðu á forvinnu með því að hóa okkur saman 1996 og stofnuðum svo Rimmugýgi á Þingvöllum 1997. Jörmundur allsherjargoði blessaði okkur við Öxarárfoss. Þá voru félagarnir átta, núna eru þeir um 200,“ segir Hafsteinn Kúld Pétursson, formaður. Félagarnir koma víðs vegar...

Read More

Endurgjöfin er eldsneyti mitt

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður og Hafnfirðingur hlaut viðurkenninguna Hvunndagshetjan þegar Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt fyrir skömmu. Guðmundur hefur í starfi sínu leitað að týndum börnum undanfarin fjögur ár og það hefur verið meira en nóg að gera hjá honum. Við hittum Guðmund og ræddum við hann um starfið hans og hugsjónirnar, en honum er m.a. afar annt um fugla og eldri borgara. „Ég viðurkenni að það er dálítið sérstök tilfinning að fá viðurkenningu fyrir að vinna vinnuna mína, jafnvel þótt ég sé að gera meira en ég á að gera. Það er bara í eðli mínu. En það er alltaf...

Read More