Flokkur: Viðtöl

„Ólýsanleg upplifun að stíga á marklínuna“

Hildur Aðalsteinsdóttir er gift tveggja barna móðir sem finnst gaman að hreyfa sig. Hún hefur engan sérstakan grunn í íþróttum og hreyfði sig lítið þar til vorið 2012 þegar hún kynntist fyrst útihlaupum. Fyrstu þrjú árin hljóp hún sjálf en í apríl 2015 skráði hún sig í Skokkhóp Hauka og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hildur var eini Hafnfirðingurinn sem tók þátt í Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi, sem haldið var í síðasta mánuði. Hlaupið var 84 kílómetrar með m.a. var 5000 m hækkun. 331 keppandi tók þátt en 263 náðu að klára innan tímamarka. Æfingaprógramm Hildar byggist fyrst og fremst...

Read More

Perla hafnfirsks skólasamfélags

Fjölgreinadeild Lækjarskóla var stofnuð árið 2004 og er til húsa í Menntasetrinu við Lækinn. Hingað til hefur námið þar verið fyrir nemendur í 9. – 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð að fóta sig í almennum grunnskóla. Frá og með næsta hausti gefst nemendum miðdeildar skólanna einnig möguleiki á að fá þar aðstoð. Verkefnastjóri deildarinnar frá hausti 2006, Kristín María Indriðadóttir, lætur af störfum vegna aldurs í haust og ég ræddi við hana um starfið, nemendurna og námið. Segja má að deildin sé perla í hafnfirsku skólasamfélagi, hún hefur fengið tvenn foreldraverðlaun...

Read More

Flytja eigin lýrutónlist

Næstkomandi sunnudagskvöld gefst Hafnfirðingum og nærsveitungum tækifæri til að upplifa einstaka tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Á tónleikunum munu Inga Björk Ingadóttir og John Billing flytja eigin tónlist fyrir lýrur og söng.  Inga Björk segir ánægjuefni að fá John til landsins, en hann hefur samið mikið af tónlist fyrir lýru og ferðast um allan heim í áraraðir til kennslu og tónleikahalds. „Lýran er einstakt hljóðfæri og hefur sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Sérstæður hljómur lýrunnar leiðir sköpunarferlið við gerð laga og texta. Lýran á rætur að rekja til elstu þekktu strengjahljóðfæra og er hún notuð til tónlistarsköpunar, meðferðar og kennslu um allan...

Read More

Steinbjörn hannaði „VAR ÞAÐ EKKI“ bol

Steinbjörn Logason, kennari við Áslandsskóla í Hafnarfirði og grafískur hönnuður frá Flagler Collage, Flórída,  hannaði á dögunum bol sem þegar hefur vakið mikla athygli og tengist HM í fótbolta. Á bolnum stendur „VAR ÞAÐ EKKI“, orð sem flestir ef ekki allir kannast við sem fylgst hafa með íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár.    Steinbjörn er mikill bola-áhugamaður og á gott safn af allskyns bolum sem hann hefur sankað að sér á ferðalögum í gegnum tíðina. Einnig hefur hann verið duglegur að grípa með sér sniðuga boli í Dogma búðunum hérlendis. „Þennan áhuga má kannski rekja til þess að konan mín, Thelma...

Read More

Góður í almennri rökhugsun

Nokkrir nemendur skáru sig úr í námsárangri við úrskrift úr Flensborg fyrir skömmu. Níu þeirra voru með 9,0 í meðaleinkunn eða hærra. Dúx af fjögurra ára braut var Daníel Einar Hauksson, sem lauk stúdentsprófi með 9,94 í meðaleinkunn og setti því nýtt skólamet, hæstu stúdentseinkunn sem gefin hefur verið við skólann.  Daníel Einar útskrifaðist af náttúrufræðibraut sem miðast við fjögurra ára nám. Í nýja þriggja ára kerfinu heitir sambærileg braut raunvísindabraut. Spurður um uppáhaldsfögin segir hann það hafa verið eðlisfræði og stærðfræði. Daníel Einar er beðinn um að lýsa kostum sínum. „Ég er áhugasamur og metnaðarfullur og pæli mikið...

Read More