Flokkur: Viðtöl

Umhverfis-eldhugi blæs til hreinsunardags

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum 15. september nk. hefur Björg Fríður Freyja, íbúi við Kirkjuveg hér í bæ, efnt við til hóphittings til að hreinsa og fegra umhverfi og náttúru Hafnarfjarðar og koma í leið í veg fyrir að ruslið fari á haf út eða endi í fuglsmaga í náttúrunni, eins og segir í kynningartexta viðburðarins á Facebook.  „Ég tók eftir því að Hafnarfjarðarbær hafði ekkert planað neitt fyrir þennan dag, ólíkt nágrannasveitarfelögum, svo að ég ákvað að stofna bara til viðburðar,“ segir Björg Fríður, en hún er annálaður náttúru- og umhverfisverndarsinni og týnt rusl í umhverfi sínu árum saman. „Reykjavíkurborg...

Read More

Jóga í vatni á Hrafnistu

Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir og er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann í mörg ár á hjúkrunarheimili, síðan á geðsviði Lsh, deildarstjóri skólaheilsugæslu og vinnur í dag á blóðlækningadeild Lsh þar sem hún þróar slökun fyrir starfsfólkið. Guðbjörg býður upp á Jóga í vatni í laug Hrafnistu hér í Hafnarfirði. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að geta bætt líðan fólks, bæði andlega og líkamlega. Það gefur mér mest til baka. Eiginlega er hægt að segja að ég brenn fyrir því sem getur bætt heilsu, aukið vellíðan og lífshamingju fólks,“ segir Guðbjörg, en hún hefur farið á mörg námskeið í tímans...

Read More

Rannsaka samskipti kynjanna

Menningarfélagið mooz sýnir Allt sem er fallegt í lífinu í Gaflaraleikhúsinu næstkomandi laugardag. Verkið var frumsýnt í lok ágúst í félagsheimili Seltjarnarness við góðar undirtektir. Tvær sýningar verða, klukkan 15 og 20 og boðið verður upp á umræður eftir hana. Sýningin rannsakar samskipti kynjanna með hugmyndum félagsfræðingsins R.W. Connells um ríkjandi karlmennskugerðir til hliðsjónar. Hópurinn vann sýninguna í samsköpun undir listrænni stjórn Stefáns Ingvars Vigfússonar, en BA ritgerð hans af sviðshöfundabraut var innblástur hennar: „Í ritgerðinni skoða ég leikritin SOL eftir Sóma þjóðar og Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Á yfirborðinu eiga þessa verk sáralítið sameiginlegt, annað en gefa karlmönnum mikið...

Read More

Tryggja eigi bólusetningar hafnfirskra barna

Eins og fram hefur komið í fréttum vill borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Einnig hefur sóttvarnarlæknir lýst yfir áhyggjum af minnkandi þátttöku í almennum bólusetningum og megi jafnvel búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafi sést um árabil. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnafirði tekur undir þessar áhyggjur. „Eftir umræðuna sem hefur átt sér stað um þessi mál í Reykjavík hef ég verið dálítið hugsi. Mér finnst að við eigum að tryggja það að öll börn í Hafnarfirði séu bólusett...

Read More

Stór leikvöllur fyrir fjölskylduna

Sigríður Margrét Jónsdóttir, eða Sigga Magga í Litlu Hönnunar Búðinni, heldur utan um glænýjan viðburð, Lifandi Thorsplan, sem fram fer næstkomandi laugardag. Þar verður megináherslan á upplifanir fyrir börn og fjölskyldur þeirra og heilmargt verður í boði.    Sigga Magga segir að smávegis pælingar hafi verið með dagetningu fyrir þennan viðburð en eftir að hafa spjallað við Pál Eyjólfsson hafi verið ákveðið að „teika“ bæjarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar. „Það er alveg tilvalið því okkar viðburður hefst klukkan 12 og lýkur klukkan 17. Þá byrjar dagskráin hjá Hjarta Hafnarfjarðar og Strandgatan verður lokuð á þessu svæði á sama tíma.“   Verður...

Read More