Flokkur: Viðtöl

„Nei, ég er hinn!“

Tvíburabræðurnir Ólafur og Guðjón Sveinssynir telja að þeir hafi fæðst um tíuleytið að morgni og vita að það var 4. desember 1946. Þeir urðu 71 árs daginn sem þeir voru plataðir í þetta viðtal og tóku því með stóískri ró, sem einkennir þá báða. Þó meira Ólaf, sem alltaf er kallaður Óli. Guðjón, sem kallaður er Gaui vill þó meina að hann sé þögla týpan. Óli er ósammála því og hæðniskotin ganga þeirra á milli. Bræðrakærleikur af gamla skólanum í sinni fallegustu mynd. Óli og Gaui panta sér báðir te á Pallett; Óli grænt og Gaui svart. „Óli er heilbrigðari en ég þótt við höfum báðir hætt...

Read More

Eiga eins bíl 

Áslaug og Ólafía Hreiðarsdætur eru fæddar 8. desember 1968 og segja að móðir þeirra hafi fljótt greint mun á þeim þegar þær voru nýfæddar því önnur þeirra sparkaði meira en hin. Móðir þeirra stóð alltaf með þeim sem einstaklingum og neitaði að aðgreina þær með litum eða öðru í leikskóla. Eftir grunnskóla skildu leiðir vegna ólíkra áhugasviða en þær systur hafa alltaf verið miklar trúnaðarvinkonur. „Mamma var beðin um að merkja okkur eða hafa okkur í sitt hvorum litnum af fatnaði þegar við vorum í leikskóla. Hún tók það ekki í mál. Áslaug er með fæðingarblett hjá öðru auganu...

Read More

„Sumir segja bara Sandri!“

Tvíburabræðurnir Sindri Snær og Andri Fannar Ingólfssynir eru fæddir 21. janúar 1999 og æfa knattspyrnu með Haukum. Þeir stunda báðir nám við Flensborgarskóla á náttúrufræðibraut og hafa átt sömu áhugamál alla tíð. Sindri Snær og Andri Fannar voru mjög líkir nýfæddir og foreldrarnir brugðu á það ráð að klæða þá í ólíka liti til að greina þá í sundur fram að tveggja ára aldri. Þegar horft er aftan á bræðurna þá eru þeir alveg eins og það er þá helst sem fólk ruglar þeim saman. „Fyrir skömmu var ég í skólanum og einn kennarinn sem Sindri er hjá hélt...

Read More

Merktu þær á iljunum

Ragnheiður Thorarensen og Unnur Thorarensen Skúladætur eru nemendur í Víðistaðaskóla og búa ásamt móður sinni, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, föðurnum Skúla Thorarensen Theódórssyni og tveimur bræðrum við Kirkjuveg. Systurnar eru eineggja tvíbuar, fæddar 15. desember 2009, og eru því alveg að verða 8 ára. Þær voru svo líkar nýfæddar að foreldrarnir tússuðu A og B undir iljarnar til að greina þær að. „Hún er með síðara hár en ég! Og kannski öðruvísi augu. Amma þekkir alltaf muninn á augunum og eyrunum,“ segir Ragnheiður þegar systurnar eru spurðar um hver helsti munurinn á þeim sé. „Þegar það er verið að tala...

Read More

„Yndislegt að eldast“

Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari býr við Móabarð hér í bæ ásamt fjölskyldu sinni og tengdafaðir hennar býr á neðri hæðinni. Fyrir 35 árum stofnaði Kristín fyrirtæki kennt við NO NAME snyrtivörurnar og er einna þekktust fyrir það, sem og förðunarskóla, námskeið, fyrirlestra og kynningar um allt land. Í dag rekur hún verslun, förðunarstúdíó og -skóla við Garðatorg. Persónulega þjónustan Fimm mínútna förðun er vinsæl því í henni leggur Kristín áherslu á svokallað „less is more“ til að draga fram það besta í hverri konu.   „Ég er algjörlega A-týpan og þarf sífellt að vera að og ég hef rosalega...

Read More