Flokkur: Viðtöl

Heiðar, móar og melir

Kristbergur Ó. Pétursson opnar næsta föstudag, 7. Júlí kl. 17,  sýningu á eigin vatnslitamyndum í SÍM húsinu, Hafnarstræti 16. Sumarið 2002 starfaði Kristbergur Ó. Pétursson sem gæslumaður á fuglaverndarsvæðinu við Ástjörn nálægt Hafnarfirði. Hann hafði vatnslitina með sér og greip í pensil þegar tími gafst til. „Náttúrufegurðin þarna hafði djúp áhrif á mig. Ég hafði aldrei áður varið svo miklum tíma í kyrrð og einveru, fjarri ysnum á mölinni. Í vinnuskúrnum var útvarpstæki sem ég hlustaði mikið á.“ Þá voru tíðar fréttir af landspjöllum, á Reykjanesinu og víðar um land, vegna utanvegaaksturs og annars glæfraskapar sem skildi eftir sig...

Read More

Hjóla 1300 kílómetra til Parísar

„Við munum safna peningum auk þess að hafa gaman og koma okkur í gott form. Allt styrktarfé rennur óskert til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna,“ segir parið Margrét Hrönn Frímannsdóttir og Elvar Jónsson, en þau eru íbúar í vallahverfinu og hafa hjólað tugi kílómetra (jafnvel hundruð) á dag víða um landið síðan í vor til að búa sig undir að hjóla hátt í 1300 kílómetra á sjö dögum til Parísar. Í ár taka Íslendingar í fyrsta sinn þátt í samnorrænu góðgerðarstarfi undir nafninu Team Rynkeby.  Margrét Hrönn og Elvar eru tvö af þremur Hafnfirðingum í liðinu. Þau kynntust verkefninu aðeins á...

Read More

„Að sjálfsögðu er frítt inn“

Björn Pétursson bæjarminjavörður hefur starfað hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar um árabil. Hann segir starfið afar skemmtilegt og fjölbreytt, enda heldur safnið úti níu sýningum í einu, víða um miðbæinn. Í forsal Pakkhússins er þemasýningin „Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna“. Þar er ljósi varpað á forvitnilega sögu upphafs almenningsfræðslu í Hafnarfirði en í ár eru 140 ár frá stofnun fyrsta skólans í bænum. Starfsfólk byggðasafnsins, þrjú á skrifstofunni auk safnvarða í hverju húsi, sér um alla minjavörslu í landi bæjarins, hvað varðar ljósmyndir og muni og einnig menningararfinn í bæjarlandinu, húsvernd og fornleifar. Þau heyra helst frá fólki sem vill...

Read More

„Komdu út að leika!“

Flestir kannast núorðið við stjúpfeðginin Dýra Kristjánsson og Lönu Björk Kristinsdóttur í hlutverkum Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Dýri er hagfræðingur frá Minnesota háskóla, keppti í áhaldafimleikum þar og starfar dags daglega sem sjóðstjóri skuldabréfasjóða hjá Stefni ehf. Lana Björk er á leið í 10. bekk í Áslandsskóla. Þau búa í Áslandinu og þar er stundum smeygt skrautlegum myndum frá aðdáendum inn um bréfalúguna og þau jafnvel beðin um að koma út að leika.  Dýri æfði fimleika og árið 2006 tók hann þátt í áhættuatriðum við gerð Latabæjarþáttanna. Ári síðar þróaðist sú vinna út í að koma fram og skemmta sem Íþróttaálfurinn, þó mest í útlöndum. „Upp úr 2010 heimsótti ég leikskóla á Íslandi og þá fór boltinn...

Read More

Dregur úr skordýrafælni nemenda

Áhugamál Birnu Dísar Bjarnadóttur og nemenda hennar í Víðistaðaskóla er dálítið óvenjulegt því hún hefur, sem leik- og grunnskólakennari, haldið gæludýrið förustafi í mörg ár.  Þeir lifa ekki í íslenskri náttúru en fást stundum í dýrabúðum. Markmið hennar er að draga úr skordýrafælni og auka frekar forvitni nemenda á veröldinni. „Þetta eru skemmtileg dýr með þann kennslutilgang að draga úr hræðslu við skordýr. Þetta eru oft mjög spennandi lífverur og margt hægt að læra af þeim. Til dæmis er mjög gaman að fylgjast með köngurlóm, þær eru svo iðnar, það er alltaf fínt hjá þeim. Ef þú setur eitthvað...

Read More