Flokkur: Viðtöl

Fagur Rómur í Fríkirkjunni

Það verður tónlistarveisla í Fríkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 2. febrúar næstkomandi, þar sem útgáfu plötunnar RÓMUR verður fagnað. Rómur er fyrsta íslenska breiðskífan fyrir lýru og söng, en það er Inga Björk Ingadóttir sem á veg og vanda að plötunni. Á tónleikunum fær lýran, söngröddin og tónlistin á plötunni að njóta sín í lifandi flutningi. Það er Stefán Örn Gunnlaugsson tónlistarmaður og upptökustjóri sem er meðleikari Ingu Bjarkar á tónleikunum. Einstakur hljómur lýrunnar leiðir sköpunarferlið við gerð laga og texta Ingu Bjarkar, en hljóðfærið hefur algjöra sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Lögin á plötunni eru öll samin á lýruna, fyrir...

Read More

Bætti lífi við árin

Þegar Almar Grímsson var fimmtugur var ekkert langlífi í kortunum hjá honum. Hann var að brenna út, stressaður, vinnandi tvö krefjandi störf og hafði auk þess tekið að sér alls konar ábyrgð í félagsstarfi. Viðhorf hans var einfaldlega að hann gæti nánast allt og það kitlaði hégómagirndina að vera í mikilli eftirspurn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til að bæta lífsstílinn urðu straumhvörf í lífi Almars þegar hann gekk til liðs við þá fjölmörgu eldri borgara sem nýttu sér heilsueflingu Janusar Guðlaugssonar í febrúar í fyrra. Við kíktum í heimsókn til Almars og eiginkonu hans, Önnu Bjarkar Guðbjörnsdóttur, við...

Read More

Skaðsemi veipsins áhyggjuefni

Rétt tæpur fjórðungur framhaldsskólanema veipar daglega. Þeim hefur fjölgað um rúmlega helming á tveimur árum samkvæmt nýjum niðurstöðum Rannsókna og greiningar sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV fyrir skömmu. Við leituðum álits á þessari þróun hjá fulltrúum þeirra sem hafa með málefni og velferð ungs fólks að gera, þeim Stefáni Má Gunnlaugssyni, formanni Foreldraráðs Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni. Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar, segir mikið áhyggjuefni hve stór hluti unglinga og ungs fólks notar rafrettur og hve sú þróun hefur verið hröð. „Það kemur ekki á óvart enda hafa tóbaksframleiðendur markaðsett þessa vöruna einkum fyrir ungt...

Read More

Með heiminn í vasanum

Á dögunum birti Rannsóknastofa í tómstundafræðum Háskóla Íslands niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema, en þær byggja á svörum 7.000 nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Um 10% nemenda segjast ekki líða vel í skólanum og 2,7%-4,2% nemenda líður mjög illa samkvæmt rannsókninni. Skólapúlsinn mælir sjálfsálit, stjórn á eigin lífi, vanlíðan, kvíða og einelti og skv. nýjustu niðurstöðum hans hefur einelti og vanlíðan aukist. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar og ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, vilja aukna umræðu og aðgerðir í þessum málaflokki. Valdimar segist í sínu starfi vera var við aukna skólaforðun. Í...

Read More

Blika komin í loftið

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur rekið þjónustufyrirtækið Veðurvaktina um skeið. Hann opnaði í desember nýjan veðurvef, Blika.is, þar sem leitast er við að birta spár fyrir staði eftir ákvörðun hvers og eins. Við settum okkur í samband við Einar og spurðum hann út í stofnun síðunnar og virkni hennar. Í daglegum störfum sínum við veðurspár fannst Einari einfaldlega vanta staðspár fyrir landið allt sem reiknaðar eru í þéttu neti. „Við þekkjum yr.no. Þar er reikninetið of gróft.  Veðurstofan er enn að þróa eigið líkan og leggur meiri áherslu á framsetningu með veðurþáttaspám (veðurkortum). En það er líka gaman að skapa...

Read More