Flokkur: Viðtöl

Útnefning og endurútgáfa á sama tíma

Hafnfirska hljómsveitin Botnleðja skipar 5. sæti af 10 yfir bestu fyrstu plötur íslenskra poppara með fyrstu plötu sína Drullumall frá árinu 1995. Í ár eru 21 ár frá útgáfu 2. plötu þeirra, Fólk er fífl og var hún endurútgefin 1. september á hinu forláta vínilformi. Botnleðja er skipuð þeim Haraldi Frey Gíslasyni, Heiðari Erni Kristjánssyni og Ragnari Pál Steinssyni og Fjarðarpósturinn hafði samband við Harald Frey vegna þessara tímamóta.  Rás 2 skipaði hóp álitsgjafa sem setur saman topp tíu lista yfir ýmis tónlistartengd málefni. Fyrsta verkefnið var að velja besta frumburð, það er fyrstu breiðskífu, íslensks tónlistarmanns eða hljómsveitar....

Read More

Hefur búið í sama húsi frá upphafi

Tinna Þorradóttir er 22ja ára Hafnfirðingur og hefur búið í sama húsinu í miðbænum í Hafnarfirði síðan hún fæddist og segist munu mjög líklega ekkert fara neitt langt í burtu frá því. Tinna er snappari vikunnar og kynnir sig sjálf. Ég tók meðal annars stórt skref í sumar þegar ég flutti á neðri hæðina hjá mömmu og pabba og bý heilum 12 skrefum frá inngangnum þeirra (já ég fór út og taldi). Ég var í Lækjarskóla öll mín grunnskóla ár og fór svo í framhaldi af því í Flensborg – þar sem ég útskrifaðist langt á eftir áætlun. Ég...

Read More

Fjórar miðaldra karl-Ugglur gefa út plötu

Leiðir meðlima hafnfirsku hrynsveitarinnar Ugglu lágu fyrst saman vorið 2013 og ýmislegt hefur gerst á fjórum árum. Hana skipa, að eigin sögn, fjórar miðaldra karl-Ugglur sem eiga það m.a. sameiginlegt að halda með FH og þrír þeirra eiga Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ýmislegt að þakka. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, Straumur, í júlí sl. og verður blásið til útgáfutónleika 14. október. Sagan byrjaði þegar Viðar Hrafn Steingrímsson var að undirbúa sameiginlegt afmæli sitt og konunnar sinnar fyrir fjórum árum og Kjartan Þórisson stökk inn sem trommari hljómsveitar í stað annars sem átti ekki heimangengt. Þegar þeir Viðar og Kjartan hittust næst ræddu...

Read More

„Hvor ykkar ert þú núna?“

Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og Guðni Ágústsson fyrrum stjórnmálamaður hafa slegið í gegn vítt og breitt um landið með 20 sýningar af uppistandinu Eftirherman og Orginallinn. Þeir voru með sýningu síðastliðinn sunnudag í Bæjarbíói og verða með tvær í viðbót þar. Fjarðarpósturinn hitti þá félaga sem margir hafa ruglað saman í tímans rás. Viljandi setjum við viðtalið upp sem samtal í anda skemmtunar þeirra.   Jóhannes: „Ég hef lifað af listinni sem skemmtikraftur síðan 1982. Það er mjög ávanabindandi og skemmtilegt og sem betur fer hefur alltaf gengið vel. Ég á þeim sem ég hermi eftir mikið að þakka því...

Read More

Senda frítt um allt land

Sigríður Margrét Jónsdóttir opnaði Litlu Hönnunar Búðina við Strandgötu fyrir þremur árum. Verslunin fagnaði þriggja ára afmæli á dögunum og Fjarðarpósturinn rak inn nefið. „Þetta átti að vera vinnustofa en þróaðist yfir í það að verða verslun, eiginlega fyrir algjöra tilviljun,“ segir Sigríður og tekur fram að hvatinn hafi frá upphafi verið að bjóða upp á eitthvað sem sé öðruvísi en annars staðar. „Við vildum skapa okkur sérstöðu og erum t.a.m. með verk eftir nokkra íslenska listamenn og hönnuði sem við erum afar stolt af. Einnig kaupum við hluti erlendis frá en veljum vel hvaðan hlutirnir koma og hvernig...

Read More