Flokkur: Viðtöl

„Oft mestu djásn heimilisins“

Eftir að Margrét Sævarsdóttir lauk fæðingarorlofi sl. haust gafst hún upp á að tilkynna sig sem heima með veikt barn á nýjum vinnustað og ákvað að bjóða upp á leirnámskeið fyrir krakka. Margrét er grunnskólakennari að mennt og reynsla hennar sem myndlistarkennari sýnir að leir er langvinsælastur meðal krakka.   „Ég er vel rúmlega búin í fæðingarorlofi og þá er til siðs að fara að vinna aftur. Litla stelpan mín er gjörn á að næla sér í allar umgangspestir og í stað þess að mæta stopult ákvað ég að bjóða upp á þetta leirnámskeið. Ég hef verið svo heppin...

Read More

Bók sem varð til á 60 árum

Sigurður Hallur Stefánsson lögfræðingur starfaði sem dómari frá tuttugu og fimm ára aldri til sjötugs, m.a. í Hafnarfirði og síðustu rúm sextán árin sem héraðsdómari í Reykjavík. Fljótlega kemur út kvæðabókin Lífsblóm eftir Sigurð, en efni bókarinnar varð til á sextíu ára tímabili, allt frá því hann var sautján ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta er fyrsta bók Sigurðar.  „Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hef alið hér allan minn aldur. Foreldrar mínir voru þau Stefán Jónsson og Ragnheiður Hulda Þórðardóttir. Eiginkona mín er Inga María Eyjólfsdóttir og eignuðumst við tvo syni, Eyjólf Rúnar, sem andaðist...

Read More

Okkar fólk á Alþingi svarar spurningum

Hafnfirðingarnir Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn, voru kjörin á þing um helgina. Framundan eru æsispennandi stjórnarmyndunarviðræður og ekki alveg útilokað enn að þau fái ráðherrastól. Við fengum þau til að svara þremur spurningum eins og staðan er þessa dagana. Hvernig leggjast niðurstöður kosninganna í þig? Hvað hyggstu leggja áherslu á sem þingmaður Hafnfirðinga? Ef þú verður ráðherra, hvaða ráðuneyti heillar mest og hvers vegna?   Guðmundur Ingi: Þær leggjast mjög vel í mig og ég er innilega þakklátur fyrir þann stuðning og traust sem mínir stuðningsmenn sýndu mér í kosningunum. Það er að hækka...

Read More

Glæný og eldri sjómannalög á tónleikum  

Jóhann Sigurðarson leikara og söngvara þarf vart að kynna en hann býr um þessar mundir í Hafnarfirði, eins og svo margt annað gott listafólk. Jóhann ætlar ásamt fríðum flokki á næstunni að syngja ný og eldri sjómannalög, að eigin sögn vonandi sem víðast um landið. Fjarðarpósturinn spjallaði aðeins við Jóhann. „Tónlistarmaðurinn Friðrik Sturluson, bassaleikari í Sálinni, kom að máli við mig en við höfum unnið saman í stúdíóvinnu í mörg ár við talsetningu á barnaefni. Hann átti nokkuð mikið af sjómannalögum sem ekki höfðu verið spiluð opinberlega og hann vildi að ég syngdi þau,“ segir Jóhann. Þeir félagar ákváðu...

Read More

Alþýðufylkingin hlutskörpust í krakkakosningum

Krakkakosningar 2017 fóru fram meðal grunnskólanema víða á landinu í vikunni. Áskorun þess efnis kom til af frumkvæði KrakkaRÚV sem heldur uppi öflugum kosningavef fyrir börn og skólar landsins höfðu val um þátttöku og árganga. Hjá Hraunvallaskóla tóku 4. og 7. bekkur þátt og var 7. bekkur einnig með kosningakaffi. Alþýðufylkingin er sigurvegari krakkakosninganna hjá 4. bekk í Hraunvallaskóla í ár. Fjarðarpósturinn hafði samband við einn kennara 4. bekkjar sem segir krakkana hafa verið afar áhugasama kosningarnar hafi gengið vel. Styttri vinnutími foreldra og afnám heimanáms hafi staðið upp úr meðal kosningaloforða. „Áður en við hófum kosningarnar sjálfar þá...

Read More