Flokkur: Viðtöl

Hellisbúinn sýndur í 53 löndum

Systkinin Sigyn, Signý og Óskar Eiríksbörn, ásamt föður sínum Eiríki Óskarssyni og Jóni Tryggvasyni og lögðu saman í púkk og veðjuðu sannarlega á réttan hest árið 2000 þegar þau stofnuðu fjölskyldufyrirtækið Leikhúsmógulinn (Theatre Mogul). Sama ár hóf fyrirtækið fyrstu framleiðslu sína, leikritið Hellisbúann, í Þýskalandi. Það hefur heldur betur undið upp á sig því í dag er Hellisbúinn sýndur á 4000 stöðum á heimsvísu og hefur hlotið fjölda verðlauna og er nú búin að flytja höfuðstöðvar sínar í gamla sjálfstæðishúsið við Strandgötu. Við spjölluðum aðeins við Óskar um ævintýrin.   Hellisbúasettið í Johannesarborg í Suður Afriku, þar hefur Hellisbúinn gengið...

Read More

Hestur í fóstur hjá Íshestum

Fyrirtækið Íshestar er staðsett við Sörlaskeið rétt utan við Kaldárselsveg hér í bæ. Íshestar voru stofnaðir árið 1982 og er því eitt elsta starfandi félag í þessari grein hérlendis, er þekkt vörumerki og hefur verið leiðandi á markaðnum. Íshestar bjóða upp á sívinsæl námskeið sem heita Hestur í fóstur. Við kíktum í heimsókn og skoðuðum aðstæður. Margrét Gunnarsdóttir, sem sér um rekstur hesthúss, og dóttir hennar Embla Eir Stefánsdóttir. Glæsileg Hestamiðstöð Íshesta var opnuð árið 2000. Námskeiðin Hestur í fóstur eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á...

Read More

Fataklefinn varð geimur

Nemendur og starfsfólk á leikskólanum Arnarbergi gerðu sér lítið fyrir og breyttu fataklefa í geim með öllu tilheyrandi á Degi leikskólans í síðustu viku. Fjarðarpósturinn leit við og ræddi stuttlega við Aðalheiði Elínu Ingólfsdóttur sem er starfsmaður leikskólans og hugmyndasmiður þemans í ár. Einnig var sjávarþema í annarri deild og búið var að skreyta utandyra líka.  Hversu miklu máli skiptir leikskóladagurinn? „Mér finnst hann skipta miklu máli og gaman að börnin geti föndrað, skapað og valið sér þema. Það væri samt gaman ef allir leikskólar kæmu sér saman um þema. Við tókum okkur saman tvær deildir, Reitur og Krókur,...

Read More

Líf eftir læknamistök

Líf Erlu Kolbrúnar Óskarsdóttur og fjölskyldu snarbreyttist á skelfilegan hátt eftir að hún fór í aðgerð vegna endaþarmssigs eftir barneignir. Aðferðum læknisins í aðgerðinni hafði almennt verið hætt fyrir um 30 árum en urðu til þess að Erla Kolbrún er öryrki með stöðuga sára verki. Líkamleg vanlíðan hafði að lokum þær andlegu afleiðingar að Erla Kolbrún undirbjó að taka eigið líf en bíður nú þess að komast að á endurhæfingargeðdeild á Kleppi. Hún leggur áherslu á mikilvægi opinnar tjáningar sjúklinga og aðstandenda og segir að Snapchat hafi bjargað henni á myrkum dögum. Erla, eiginmaður hennar Andrés Helgason og dæturnar...

Read More

„Ástin er hreyfiafl“

Þar sem seldist upp á Bubba Morthens-Gott að elska á Valentínusardaginn í Bæjarbíói þá var ákveðið að bæta við aukatónleikum fimmtudaginn 15. febrúar. Á þessum tónleikum flytur Bubbi eingöngu lög tengd ástinni. Við spjölluðum við Bubba og að sjálfsögðu um ástina. Tvær af yngstu dætrum Bubba, Dögun París og Aþena Lind, voru lasnar heima þegar við heyrðum í honum og það var nóg að gera hjá honum við að baka pönnukökur, hella mjólk í glös og sinna þeim. Bubbi er á 62. aldursári og hann og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiga samtals sex börn. Hvernig er að vera aftur faðir...

Read More