Flokkur: Viðtöl

Óperusöngkona sér um fræðslustarfið í Hafnarfjarðarkirkju

Erla Björg Káradóttir er uppalin í Garðabæ. Hún er grunnskólakennari að mennt en lærði síðan óperusöng bæði hér heima og í Austurríki. Einnig er hún söngkennari og markþjálfi. Samhliða þessu hefur hún starfað mikið í barna-og æskulýðasstarfi hjá Þjóðkirkjunni og KFUM og K. Erla Björg tók við sem fræðslu- og æskulýðsfulltrúi hjá Hafnarfjarðarkirkju nú í haust. „Ég sé mest um barna- og unglingastarfið en kem einnig að fræðslukvöldum og öðrum viðburðum. Ég sé til að mynda um foreldramorgnana, þar sem foreldrum ungra barna gefst tækifæri til að hittast, spjalla saman og deila reynslu sinni. Einu sinni í mánuði fáum...

Read More

Tónlistarstjóri með gítardellu

Örn Arnarson er Hafnfirðingur, Holtari og Haukari en býr núna í Kinnunum og skutlar dætrum sínum á fótboltaæfingar í Kaplakrika tvisvar í viku þar sem Margrét Brandsdóttir gerir þær að ástríðufullum FH-ingum.  Hann er giftur Kirstínu Ernu Blöndal söngkonu og eiga þau tvær dætur, þriggja- og fimm ára, þær Kristjönu Margréti og Sigríði Ellen. Örn er klassískt menntaður söngvari með ólæknandi gítardellu og starfar sem tónlistarmaður og tónlistarstjóri hjá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hann byrjaði kórferilinn í Öldutúnsskóla og fékk kórbakteríuna í Flensborgarkórnum. Þar var grunnurinn lagður að framtíðarstarfinu. Núna syngur han í Schola Cantorum sem starfar við Hallgrímskirkju og...

Read More

Býr til tónlistartölvuleiki fyrir börn

Margrét Sigurðardóttir er mörgum Hafnfirðingum að góðu kunn. Hún er tónlistarkona sem nýlega er farin að stjórna tölvuleikjafyrirtæki sem hún setti á stofn. Fjarðarpósturinn tók Margréti tali á Súfistanum og spurði hana fyrst hvaðan hún væri og hvaðan hún kæmi. Ég á ættir að rekja til Hafnarfjarðar þótt ég sé reyndar alin upp í Garðabænum. Öll móðurfjölskyldan mín er hérna í Firðinum og báðir foreldrar mínir vinna hérna; pabbi minn, Sigurður Björgvinsson, var skólastjóri Víðistaðaskóla til margra ára og mamma er forstöðukona Lækjar, geðathvarfs – og reyndar er ég líklega einn af síðustu Göflurunum, fædd á Sólvangi 25. maí...

Read More

Frá FH til Udinese

Emil Hallfreðsson er knattspyrnuáhugamönnum flestum vel kunnur enda hefur hann átt farsælan feril með íslenska landsliðinu og FH og dvalið stærstan hluta atvinnumannaferils síns á Ítalíu. Hann skipti nýverið um félag, fór til Udinese í ítölsku Seríu A-deildinni eftir að hafa farið með sínum fyrri félögum í Hellas Verona upp um tvær deildir frá því að hann kom þangað. Emil er alinn upp á Holtinu í hópi fjögurra systkina. Hann á eldri systur, Fríðu Hrönn, og svo tvíburasystkin, Hákon og Helenu Hallfreðsbörn. Honum leið mjög vel á Holtinu og er mjög ánægður með að hafa alist þar upp. „Ég...

Read More

Sinnti samstöðu­starfi við ólívutínslu í Palestínu

Gunnar Axel Axelsson var á dögunum staddur í Palestínu á vegum samtakanna International Solidarity Movement (ISM). Tilgangur ferðarinnar var að starfa með mannréttindasamtökum í svokölluðu samstöðustarfi. Dæmi um verkefni í starfinu er að fylgja skólabörnum til og frá skóla og nærvera við ólífutínslu. Gunnar Axel tók sér tíma til þess að segja lesendum frá upplifun sinni sem að sögn hans mun marka hann fyrir lífstíð. Gunnar Axel sótti fyrirlestur sl. vor á vegum félagsins Ísland-Palestína ásamt vinkonu sinni og vinnufélaga, Falasteen Abu Libdeh. Hún er fædd í Palestínu og fluttist til Íslands fyrir 21 ári, þá 16 ára gömul....

Read More