Flokkur: Viðtöl

Maður sem heitir Sigurður

Sigurð Sigurjónsson leikara þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann er einn dáðasti leikari okkar tíma og er nýkominn aftur „heim“ í Þjóðleikhúsið og stendur þar einn á sviðinu sem Ove í einleiknum „Maður sem heitir Ove“ eftir samnefndri bók. Sigurður er mikill fjölskyldumaður og finnst ekkert betra en að ferðast um landið. Fjarðarpósturinn hitti hann á sunnudegi heima í Stuðlaberginu og spjallaði við hann í stofunni þar sem hann lærir allar rullurnar sínar. Sigurður er fæddur í heimahúsi og uppalinn á Hamarsbraut 10 í Hafnarfirði, stoltur eiginlegur Gaflari eins og hann segir sjálfur. Hann ólst þar upp til...

Read More

Rekur ferðaskrifstofu með borðtennisspaða

Þór Bæring Ólafsson rekur skemm­ti­lega ferðaskrifstofu hér í bæ. Hann stjórnaði einum vinsælasta útvarpsþætti landsins um árabil, hleypur maraþon og spilar borðtennis á föstudögum. Þór er fæddur og uppalinn í Garðabæ en elti konuna, eins og hann orðar það, í Hafnarfjörðinn árið 2004. Hún heitir Hulda Hlín Ragnars og er úr Norðurbænum og búa þau þar í dag. Saman eiga þau tvö börn, Tinnu 13 ára og Benjamín 8 ára, bæði í Víðistaðaskóla. Útvarpsmaðurinn Þór Þór byrjaði snemma að fikta við útvarp. Fyrsti útvarpsþáttur hans var barnaþáttur á Rás 1 þegar hann var aðeins 12 ára gamall. Þáttinn gerði...

Read More

Amma og landsliðskona í kraftlyftingum

Helga Guðmundsdóttir er landsliðskona í kraftlyftingum. Hún byrjaði að æfa fyrir tveimur árum fertug að aldri og hefur þegar náð að setja Íslandsmet í opnum flokki og lenti í fjórða sæti á EM í bekkpressu nú á dögunum. Helga rekur líkamsræktarstöðina CrossFit Hafnarfjörður og er nýorðin amma.  Helga fæddist á Akranesi en ólst upp í Mosfellsbæ og bjó þar til tvítugs. Foreldrar hennar eru Guðmundur Haraldsson, skipstjóri hjá Eimskip, og Rakel Kristjánsdóttir, læknaritari á Reykjalundi. Hún gekk í Varmárskóla, fór svo í Menntaskólann við Sund. Þaðan fór hún í Listaháskólann og lærði textílhönnun. Hún starfaði um stund hjá Össuri við að...

Read More

Alltaf að leita að næsta ævintýri

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir er keppniskona mikil og hefur komið víða við. Hún byrjaði að æfa hjólreiðar síðastliðinn vetur og hefur á árinu unnið í hverri hjólreiðakeppninni á fætur annarri. Hún hefur gefið út metsölubækur og búið í fjarlægu landi ásamt fjölskyldu sinni. „Ég segist vera gaflari þótt ég sé „bara“ Hafnfirðingur, það er miklu skemmtilegra. Mamma mín er úr Hafnarfirði en pabbi úr Vesturbænum í Reykjavík. Pabbi minn, Sigurður Skarphéðinsson, er enn í vandræðum þegar FH og KR keppa í fótboltanum.“ Erla hefur alltaf búið hér í Hafnarfirði. Móðir hennar er Guðrún Axelsdóttir en móðurafa hennar þekkja margir sem...

Read More

Charlize Theron er nagli

Jóhannes Haukur Jóhannesson er fyrir löngu orðinn þjóðþekktur leikari. Hann hefur leikið í fjölmörgum leiksýningum, kvikmyndum og þáttaröðum hér á landi en undanfarið hefur hann leikið bitastæð hlutverk í stórum þáttaröðum og kvikmyndum á erlendri grund. Þar á meðal í kvikmynd sem skartar stórstjörnunni Charlize Theron. Fjarðarpósturinn hitti Jóhannes Hauk á milli verkefna á uppáhaldskaffihúsi hans, kaffi Pallet við Strandgötuna. „Ég er í fæðingarorlofi, var að eignast mitt þriðja barn. Það fæddist í fjarveru minni. Ég var í Kanada við kvikmyndatökur, kom ekki heim fyrr en barnið var þriggja vikna gamalt. En ég er búinn að sjá þetta tvisvar...

Read More