Flokkur: Viðtöl

Leikur hollenskan skipstjóra

Þrjú ár eru liðin frá því leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fékk símtal um að það stæði til boða að fara til Marokkó að leika í sjónvarpsseríu fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina NBC og að hann hefði tvær vikur til að hnýta alla hnúta. Hann stökk á það tækifæri og það hefur aldeilis undið upp á sig. Fleiri sjónvarpsseríur og kvikmyndir fylgdu í kjölfarið. Fjarðarpósturinn heyrði í Jóhannesi Hauki áður en hann stökk af stað í tökur á nýjasta hlutverkinu, hollenskum skipstjóra í kvikmyndinni Where’d You Go Bernadette. „Þetta leggjst allt mjög vel í mig, þetta er algjört ævintýri! Ég verð hér...

Read More

„Hafnfirskir álfar í okkur báðum“

Heimurinn getur verið ansi lítill, a.m.k. í tilfelli Hafnfirðinganna Örnu Bjarkar Sveinsdóttur og Heiðars Loga Elíassonar, sem kynntust á ævintýralegan hátt. Hún var áður fyrr í óróakenndri leit að sjálfri sér og hann með ADHD greiningu og á rítalíni í 10 ár. Núna aðstoða þau fólk við að ná innri frið og líkamlegum styrk með fræðum Ashtanga jóga. Arna Björk er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta annars stigs kennsluréttindi í Ashtanga Yoga frá KPJAYI Mysore á Indlandi. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að fá slíka viðurkenningu. Hún segist hafa verið mjög leitandi unglingur, djammaði mikið og reykti....

Read More

Þorp í hjarta höfuðborgarsvæðisins

Glaðheimar er glænýtt hverfi, eða eiginlega þorp, sem rís mitt í rótgrónu umhverfi í Kópavogi. Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi, segir að hverfið muni vera algjörlega ný ásýnd fyrir Hafnfirðinga sem aka Reykjanesbrautina suður til Hafnarfjarðar. Theódóra segir að um sé að ræða fyrsta áfanga af þremur. Alls verði um 500 íbúðir í Glaðheimum í heild en þessi fyrsti áfangi innihaldi rúmlega 300 íbúðir. „Annar áfangi er í undirbúningi og verður blönduð byggð verslunar og þjónustu og íbúða. Í Glaðheimum verður allt til staðar, það er miðsvæðis og öll þjónusta fyrir hendi.“ Þá verði lögð rík áhersla á...

Read More

Heiðra minningu Amy Winehouse

Stórsöngkonan Bryndís Ásmundsdóttir mun heiðra minningu Amy Winehouse 14. september á afmælisdegi Amy heitinnar, í Bæjarbíói. Bryndísi til halds og trausts verður einvala lið 10 íslenskra hljóðfæraleikara, ásamt blásurum og bakröddum. Amy Winehouse lést langt fyrir aldur fram aðeins 27 ára eins og margar aðrar stjörnur í þessum bransa af völdum áfengisneyslu og fíkniefna. Hún skaust hratt upp á stjörnuhiminn en hennar líf var ekki dans á rósum. „Ég sá heimildarmyndina Amy og mér féllust hendur yfir því hversu stórkostleg manneskja hún var og hæfileikarík. Þessi mynd var til þess að mig langaði að heiðra hana með einskonar tónleikasýningnu...

Read More

Skilur bæði kynin betur

Jóel Sæmundsson er þriggja barna faðir og leikari. Hann býr í Hafnarfirði og segir að hér líði honum einstaklega vel en hann kemur upphaflega frá Þórshöfn á Langanesi. Jóel ætlar að túlka Hellisbúann í Bæjarbíói og hefur fært verkið inn í nútímann. Jóel lærði sína iðn í Bretlandi og hefur leikið í hinu og þessu síðan hann útskrifaðist. Við spurðum hann hvernig það kom til að hann tók að sér þetta þekkta hlutverk, sem margir hafa tekist á við áður, m.a. Hafnfirðingurinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. „Þetta æxlaðist þannig að ég var búinn að hugsa mikið um þetta verk og...

Read More