Flokkur: Viðtöl

Búin að öllu nema skreyta tréð

Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir heldur tónleika í Víðistaðakirkju 13. desember nk. ásamt barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju. Gestasöngvarar verða þau Hreimur Örn Heimisson, Jógvan Hansen, Soffía Karls og Arnar Jónsson. Gítarleikari verður Pétur Valgarð Pétursson. „Ég er mikið jólabarn og hef í raun alla tíð verið mjög upptekin í desember við að sinna jólaundirbúningi og að syngja. Þegar ég var í grunnskóla var ég í kór Öldutúnsskóla og fór með kórnum hingað og þangað að syngja. Á aðfangadag fórum við t.d. í mörg ár og sungum fyrir gamla fólkið á St. Jósefsspítalanum,“ segir Guðrún Árný þegar hún rifjar upp ferilinn....

Read More

Skrímslastuðið verður endurtekið

Alma Björk Ástþórsdóttir stofnaði sprotafyrirtækið Monstra ehf fyrir 6 árum. Fyrirtækið hefur selt lítil handgerð ullarskrímsli í íslenskum verslunum fyrir erlenda ferðamenn þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur. Núna eru þau á leið til Japan. Fyrir skömmu var skrímslastuð í Hafnarborg þar sem börn fengu að hann sitt eigið skrímsli og mættu rétt innan við þúsund manns. Við heimsóttum Ölmu Björk og skoðuðum aðstöðuna. ,,Það var stór sigur að fá japanskan dreifingaraðila og við fórum til Tokyo í febrúar þar sem við skrifuðum undir dreifingarsamning við japanskan dreifingaraðila og skrímslin voru sýnd á Tokyo International Gift Show ásamt...

Read More

Börn vilja tengja við sögurnar

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hlaut á dögunum viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í umsögn kom m.a. fram að Gunnar hefur nýtt listræna hæfileika sína í þágu barna og unglinga, m.a. með sjónvarpsþáttum og heimsóknum í skóla en umfram allt sem höfundur barna- og unglingabóka. Við náðum tali af Gunnari sem staddur var í Færeyjum, en hann gaf nýverið út bókina Amma best.   „Þetta er klapp á bakið fyrir mín störf sem rithöfundur og gaman að fá svona öðruvísi viðurkenningu. Við í Síung (Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda) höfum verið svolítið dugleg í að...

Read More

Stofnandi Fótbolta.net elskar starfið sitt

Um 100 þúsund lesendur koma á vefsíðuna Fótbolti.net í hverri viku og hún er meðal mest sóttu síða landsins. 85% þeirra eru karlar og 75% koma í gegnum snjallsíma. Hafliði Breiðfjörð stofnaði síðuna fyrir 15 árum og er einnig framkvæmdastjóri. Hann ólst upp við í kringum FH enda voru foreldrar hans báðir í sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið. Við spjölluðum við Hafliða um þessi tímamót og starfið sem hann elskar. „Ég var á tímabili öllum stundum í Kaplakrika og heillaðist af sportinu. Svo finnst mér líka gaman að segja frá og miðla til fólks sem var ekki á staðnum, hvort sem það...

Read More

Tók týpískan Hafnfirðing á þetta

Guðrún Helga Sörtveit er 24 ára hafnfirðingur og býr í gamla vesturbænum. Hún er uppalin í Hafnarfirði og var í Lækjarskóla. Eftir það hélt leiðin í Flensborg. Guðrún Helga var snappari vikunnar fyrir skömmu. „Síðan tók ég mér tveggja ára pásu frá skóla og fór að vinna á leikskólanum Álfabergi, þannig það má segja að ég tók alveg þennan týpiska hafnfirðing á þetta. Það var æðislegt að alast upp í Hafnarfirði en ég og allar mínar bestu vinkonur bjuggum nánast hlið við hlið eða það var alltaf stutt gönguferð á milli okkar. Á meðan ég var í pásu frá...

Read More