Flokkur: Viðtöl

Frá FH til Udinese

Emil Hallfreðsson er knattspyrnuáhugamönnum flestum vel kunnur enda hefur hann átt farsælan feril með íslenska landsliðinu og FH og dvalið stærstan hluta atvinnumannaferils síns á Ítalíu. Hann skipti nýverið um félag, fór til Udinese í ítölsku Seríu A-deildinni eftir að hafa farið með sínum fyrri félögum í Hellas Verona upp um tvær deildir frá því að hann kom þangað. Emil er alinn upp á Holtinu í hópi fjögurra systkina. Hann á eldri systur, Fríðu Hrönn, og svo tvíburasystkin, Hákon og Helenu Hallfreðsbörn. Honum leið mjög vel á Holtinu og er mjög ánægður með að hafa alist þar upp. „Ég...

Read More

Sinnti samstöðu­starfi við ólívutínslu í Palestínu

Gunnar Axel Axelsson var á dögunum staddur í Palestínu á vegum samtakanna International Solidarity Movement (ISM). Tilgangur ferðarinnar var að starfa með mannréttindasamtökum í svokölluðu samstöðustarfi. Dæmi um verkefni í starfinu er að fylgja skólabörnum til og frá skóla og nærvera við ólífutínslu. Gunnar Axel tók sér tíma til þess að segja lesendum frá upplifun sinni sem að sögn hans mun marka hann fyrir lífstíð. Gunnar Axel sótti fyrirlestur sl. vor á vegum félagsins Ísland-Palestína ásamt vinkonu sinni og vinnufélaga, Falasteen Abu Libdeh. Hún er fædd í Palestínu og fluttist til Íslands fyrir 21 ári, þá 16 ára gömul....

Read More

Með óstjórnlega þörf fyrir að skapa

Eyrún Ósk Jónsdóttir hefur skrifað sögur frá því hún lærði að skrifa. Strax sex ára var hún farin að skrifa sögur og myndskreyta fyrir mömmu sína. Á dögunum hlaut Eyrún bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina sína, Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. „Ég lít á mig sem skapandi einstakling með óstjórnlega þörf til að skapa og tjá mig. Stundum geri ég það í gegnum ljóð, stundum með greinaskrifum, öðrum stundum gegnum leiklistina og stundum hreinlega með statusum á facebook eða fyrirlestrum. Fyrir mér er þetta ekki bara starf eða áhugamál. Ég fúnkera ekki öðruvísi en ég sé að skapa eitthvað. Mér...

Read More

Semur lög við ljóð Steins Steinarrs

Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir hefur fengist við tónlist nánast alla tíð. Hún starfar sem kennari og tónlistarkona í dag enda bæði íslenskukennari og óperusöngkona að mennt auk þess að vera að vinna að mastersritgerð í viðskiptafræðum. Kristbjörg hefur samið tíu lög við ljóð Steins Steinars og ætlar að flytja þau á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík , fimmtudaginn 13. október n.k. „Mér skilst að ég hafi nánast fæðst syngjandi og söng og talaði út í eitt eftir það,“ segir Kristbjörg brosandi. Hún flutti fjögurra ára gömul með foreldrum sínum og bróður í Hafnarfjörð þar sem hún býr í dag ásamt...

Read More

Maður sem heitir Sigurður

Sigurð Sigurjónsson leikara þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann er einn dáðasti leikari okkar tíma og er nýkominn aftur „heim“ í Þjóðleikhúsið og stendur þar einn á sviðinu sem Ove í einleiknum „Maður sem heitir Ove“ eftir samnefndri bók. Sigurður er mikill fjölskyldumaður og finnst ekkert betra en að ferðast um landið. Fjarðarpósturinn hitti hann á sunnudegi heima í Stuðlaberginu og spjallaði við hann í stofunni þar sem hann lærir allar rullurnar sínar. Sigurður er fæddur í heimahúsi og uppalinn á Hamarsbraut 10 í Hafnarfirði, stoltur eiginlegur Gaflari eins og hann segir sjálfur. Hann ólst þar upp til...

Read More