Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði verður haldin í þriðja skipti núna í mars. Hátíðin í ár verður helguð Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og Hafnfirðingi.  Guðrúnu þarf vart að kynna fyrir nokkrum núlifandi íslendingi en eftir hana liggja persónur sem þjóðin hefur lært að elska í gegnum árin eins og Páll Vilhjálmsson, tvíburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni og þannig mæti lengi telja en titlar hennar telja á þriðja tug verka auk fjögra leikrita eða leikverka. Þannig öðlaðist hún sinn sess í  sem einn ástsælasti rithöfundur okkar tíma.

Hátíðin verður opnuð föstudaginn 16. mars. Helgina 17.-18. mars munu verða viðburðir í nokkrum stofnunum bæjarins og í Bæjarbíó. Kennsluvikuna á eftir mun hátíðin halda áfram í leik- og grunnskólum bæjarins. Markmiðið með Bóka- og bíóvikunni er að minna á mikilvægi lestrar og bóka og tengsl þeirra við kvikmyndir.

Sérstök áhersla verður einnig á þá höfunda sem nú búa og eru virkir í skrifum fyrir unga lesendur eins og Gunnar Helgason leikara og rithöfund sem býr í Hafnarfirði. Það vill svo skemmtilega til að mynd eftir bókinni hans Víti í Vestmannaeyjum verður frumsýnd 23. Mars næst komandi og ætla söguhetjur úr henni að koma og bregða á leik og skora á Hafnfirska krakka í vítaspyrnukeppni á laugardaginn kl 13:00 á undan sérstakri viðhafnar bíósýningu á Jóni Oddi og Jóni Bjarnar sem haldið verður í Bæjarbíó kl 14:00

Þá mun Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur frá Hafnarfirði stýra opnunarhátíðinni en verk hennar hafa fengið mikið lof gagnrýnenda og verðlaunatilnefningar.

DAGSKRÁIN:

Föstudagur 16. mars
Kl. 9:30 og 10:30 Opnunarhátíð í Bæjarbíó
Ávarp, upplestur, bíóbrot og tónlistaratriði fyrir
elstu leikskólabörn bæjarins með áherslu á
höfundarverk Guðrúnar Helgadóttur.

Laugardagur 17. mars
Kl. 12:30 og 16:00 Tónleikar í Víðistaðakirkju
Opnir tónleikar yngri og eldri kóra á
Barnakóramóti Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju.
Kl. 13:00 Vítaspyrnukeppni við bókasafnið
Leikararar úr Víti í Vestmannaeyjum verja.
Kl. 14:00 Bíósýning í Bæjarbíó
Sýnd verður kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni
eftir samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur.
Á undan myndinni verður myndbrot úr kvikmyndinni
Víti í Vestmannaeyjum frumsýnt.

Alla vikuna
* Fjölbreytt dagskrá í leik- og grunnskólum.
* Útlánaleikur á bókasafninu: Allir sem taka
barnabækur að láni geta tekið þátt í útlánaleik.
Verðlaun fyrir heppna lestrarhesta.
* Útstillingar á bókum og bíómyndum gerðum
eftir þeim í bókasafninu.
* Ljóð úr bókakjölum: Gestir á barna- og
unglingadeild bókasafnsins geta spreytt sig á
að búa til ljóð úr bókatitlum.

Sunnudagur 18. mars
Kl. 11:00 Söguganga frá Gúttó
Leifur Helgason leiðir göngu um sögusvið bóka
Guðrúnar Helgadóttur á vegum Byggðasafnsins.
Kl. 14-17 Fjölskyldusmiðja í Hafnarborg
Lóa Hjálmtýsdóttir leiðir teikni- og textasmiðju.

Mánudagur 19. mars
Kl. 17 Bókabingó í Bókasafninu
Bókavinningar í boði fyrir heppna bingóspilara.

Þriðjudagur 20. mars
Kl. 10:30 Bókabingó á foreldramorgni
Foreldrar með ung börn og bumbur
hjartanlega velkomin.
Björt í sumarhúsi
Söngleikur fyrir 2. bekkinga í Bæjarbíó.

Fimmtudagur 22. mars
Kl. 17-18 Spunasögustund á bókasafninu
Sögð verður spunasaga í samvinnu við
áheyrendur sem hjálpa til við persónusköpun.