5. flokkur kvenna (f. 2004) gerði sér lítið fyrir og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í annað skiptið í vetur um liðna helgi. Þær eru því taplausar eftir að hafa spilað átta leiki. 

Fyrirkomulagið í yngri flokkum er þannig að það lið sem verður oftast deildarmeistari yfir veturinn verður Íslandsmeistari. Keppt er fimm helgar. Auk þessa áttu Haukar og FH sitthvort liðið í 2. deild og þau stóðu sig líka með prýði. Það má með sanni segja að kvennahandboltinn blómsti í bænum okkar. Á myndinni eru: Agnes, Birgitta Kristín, Elín Klara, Mikaela Nótt, Nadía Líf, Thelma og Viktoría Diljá. Þjálfarar: Þorkell og Herbert.

Mynd: aðsend.