Veitingahúsið A. Hansen er kennt við Fendinand Hansen sem rak verslun í húsinu frá 1914 til æviloka árið 1950. Húsið var byggt árið 1880 og er næstelsta hús bæjarins, en elsta er sjálft Sívertsen húsi sem stendur við hlið þess. Í febrúar á þessu ári skipti veitingahúsið um eigendur, sem hafa síðan þá tekið ærlega til hendinni og lagt mikið fjármagn í að dytta að því, þó ávallt með mikilli virðingu fyrir sögu þess og uppruna. Við hittum annan rekstraraðilann og yfirmatreiðslumanninn Silbene Dias, sem einnig hefur endurbætt matseðilinn.

Silbene Dias, yfirmatreiðslumaður.

Silbene hefur eldað frá barnæsku og hefur unnið á veitingahúsum á Íslandi frá 2004. Hún er ástríðukokkur og elskar að gefa hefðbundunum réttum A. Hansen örlítið brasilískan blæ. „Ég lærði matreiðslu á Íslandi og í Frakklandi og hef búið á Íslandi í 14 ár. Mér þykir mjög vænt um A. Hansen og húsið er algjör demantur á þessum áberandi stað í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Silbene afar sannfærandi. Síðan hún og Skúli Sigurðsson, athafnamaður og Hafnfirðingur, tóku við rekstrinum hefur veitingastaðurinn fengið á sig hlýja og heimilislega mynd. „Það var mjög mikið að gera þegar við tókum við en við höfum smátt og smátt náð að endurskapa menninguna hér innanhúss því við viljum að viðskiptavinir okkar fái þá tilfinningu að þeim líði vel hér. Hér er fyrsta flokks matur eldaður frá grunni, hlýleg og góð þjónusta og vinalegt andrúmsloft.“

Humarhalarnir vinsælu.

Dýrindis steik með öllu.

Humarsúpa og meðlæti. 

Nýr og glæsilegur matseðill

Silbene segir að hópar séu innilega velkomnir og breytingar hafi verið gerðar á efri hæðinni sem veitir aukna möguleika á að taka á móti hópum sem vilji gera sér glaðan dag. „Þetta er alveg einstakt hús og algjör perla í flóru Hafnfirðinga. Þrátt fyrir breytingar innan húss þá verður húsið alltaf gamalt og við berum virðingu fyrir sögu þess. Þetta er nýtt A. Hansen með gamla sál, demanturinn við hringtorgið,“ segir Silbene stolt að endingu og hvetur fólk til að kynna sér matseðilinn, sem m.a. saman stendur af dýrindis steikum, humri, súpum og pastaréttum. „Við bjóðum upp á ýmis þemakvöld og karókí og hlökkum til að móta menninguna hér með viðskiptavinum okkar.“

Fjöldi ljúffengra drykkja.

Sjá matseðil og nánari upplýsingar á www.ahansen.is og Facebook síðunni.
Þetta viðtal er kynning.