Prófkjöri Pírata í Hafnarfirði lauk mánudaginn 26. mars. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, þroskaþjálfi, er oddviti Pírata í Hafnarfirði. „Það er virkilega gaman að vera Pírati í dag,” segir Elín Ýr.

„Við finnum svo mikinn meðbyr í samfélaginu og flokkurinn sem er rétt rúmlega fimm ára er að fara í gegnum sína fimmtu kosningum á næstunni. Það er auðvitað ótrúlega stór breyting að fara frá því að vera óþekkt stærð í að vera einfaldlega einn af reynslumeiri stjórnmálaflokkum landsins. Ótrúlegt að segja það um svona ungan flokk en þetta er þó raunin. Kjósendur geta treyst Pírötum. Við erum flokkur sem segjum það sem við meinum, meinum það sem við segjum og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Það er nú svolítið róttæk stjórnmál finnst mér. Ég er spennt fyrir komandi kosningum og vona að okkur takist að sannfæra hafnfirðinga um að Pírötum sem best treystandi til að búa til samfélag sem virkar fyrir alla,” segir hún.

Kári Valur Sigurðsson og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir á góðri stundu þegar tilkynnt hafði verið um úrslit í prófkjöri.

Sjö tóku þátt í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði og verður listinn fullmannaður á næstunni.

Efsta fólk á lista Pírata í Hafnarfirði:

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, þroskaþjálfi
Kári Valur Sigurðsson, pípulagningamaður
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, nýbökuð móðir
Hallur Guðmundsson, samskipta- og miðlunarfræðingur
Haraldur R. Ingvason, líffræðingur
Ragnar Unnarsson, ferðamálaráðgjafi
Hlynur Guðjónsson, vélvirki

Mynd af Elínu Ýri: Olga Björt.