Gleðin var ríkjandi í árlegu Kvennahlaupi Hrafnistu sem fram fór í dag. Gengnar voru tvær vegalengdir og þátttakendur voru alls 103. Að sögn starfsfólks tók óvenju margt heimilisfólk þátt í ár. Allir fengu hressingu og verðlaunapeninga að göngu lokinni.  Síðan var slegið upp dansleik með Das-bandinu og sýndur var magadans. Elsti þátttakandinn var Kristín Kristvarðsdóttir, 103 ára og er hún á forsíðumyndinni ásamt Árdísi Huldu Eiríksdóttur, forstöðumanni Hrafnistuheimilisins, Helenu Björk Jónasdóttur, íþróttakennara Hrafnistu og Heklu Ben Bjarnason.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil ánægja með uppákomuna.

hrafnista

Hópurinn sem fór lengri vegalengdina leggur af stað.

hrafnista

Þetta er alvöru íþróttaálfur!

hrafnista

hrafnista

Hópurinn sem fór styttri vegalengdina.

hrafnista

hrafnista

hrafnista

hrafnista

Barcelóna aðdáandi.

hrafnista

hrafnista

hrafnista

hrafnista

Stoltur meðlimur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar.

hrafnista

Íþróttakennari Hrafnistu, Helena Björk Jónasdóttir, til hægri.

hrafnista

hrafnista

Húsvörður Hrafnistu, Hjörtur Aðalsteinsson, var í glæsilegum búningi sem pantaður var á netinu frá Taílandi.

hrafnista

20

hrafnista

Pétur Magnússon forstjóri var mjög áhugasamur og tók margar myndir.

hrafnista

hrafnista

Hjörtur verðlaunar fyrsta keppandann sem kom í mark.

hrafnista

hrafnista

Hollustan í fyrirrúmi að hlaupi loknu.

hrafnista

Das-bandið hélt uppi stuðinu.

hrafnista

hrafnista magadans

Magadansmærin Elma Dögg Gonzales sló í gegn.

hrafnista

Aldursdrottningarnar í hópnum, 100 ára og 103 ára.

hrafnista

Kvennahlaupsbolirnir frá upphafi.

Myndir: Olga Björt. 

Forsíðumynd: Hrafnista.