Hafnfirðingarnir Emil Hallfreðsson og Gylfi Sigurðsson voru lykilmenn í 2-0 sigri íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í kvöld á Laugardalsvelli. Gylfi skoraði bæði mörkin í frábærum síðari hálfleik og Emil átti einnig stórkostlegan samleik með Gylfa og gaman að sjá hann sýna hvað í honum býr. Með sigrinum er Ísland komið í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 og gaman er að geta þess að íslenska landsliðið hefur ekki tapað á Laugardalsvelli síðan 7. júní 2013.

 

Mynd: (pínu hreyft) skjáskot frá RÚV.