Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði var sett í morgun þriðja skiptið. Hátíðin í ár er helguð Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og Hafnfirðingi.  Guðrúnu þarf vart að kynna fyrir nokkrum núlifandi íslendingi en titlar hennar telja á þriðja tug verka auk fjögra leikrita eða leikverka. Þannig öðlaðist hún sinn sess í  sem einn ástsælasti rithöfundur okkar tíma.

VÍTI Í VESTMANNAEYJUM OG JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Í BÍÓ
Um helgina heldur veislan áfram en sérstök áhersla er á þá höfunda sem nú búa í Hafnarfirði eins og Gunnar Helgason leikara og rithöfund sem býr í Hafnarfirði. Það vill svo skemmtilega til að mynd eftir bókinni hans Víti í Vestmannaeyjum verður frumsýnd um næstu helgi.

FÁLKARNIR SKORA Á FH OG HAUKA Í VÍTASPYRNUKEPPNI
Fálkarnir, söguhetjurnar úr bókinni og myndinni ætla að koma í miðbæ Hafnarfjaðar og bregða á leik og skora á hafnfirska krakka í vítaspyrnukeppni á laugardaginn kl 13:00 á undan sérstakri viðhafnar bíósýningu á Jóni Oddi og Jóni Bjarna sem haldin verður í Bæjarbíói kl 14:00.

MÆTA Í BÚNINGUM OG SKORA FLOTTASTA MARKIÐ
Vítaspyrnukeppnin fer fram á planinu við Bókasafnið og eru allir velkomnir að koma og fylgjast með. Fálkarnir munu gefa plaköt og árita og margt fleira verður gert til skemmtunar. Þá ætla Fálkarnir að gefa HM 2018 fótboltapakka og flottustu markskotin verða svo verðlaunuð með boðsmiða á myndina Víti í Vestmanneyjum.

DAGSKRÁIN UM HELGINA

Dagskráin Laugardagur 17. mars
Kl. 12:30 og 16:00 Tónleikar í Víðistaðakirkju Opnir tónleikar yngri og eldri kóra á Barnakóramóti Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju.
Kl. 13:00 Vítaspyrnukeppni við bókasafnið Leikararar úr Víti í Vestmannaeyjum verja.
Kl. 14:00 Bíósýning í Bæjarbíó
Sýnd verður kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni eftir samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur.
Á undan myndinni verður myndbrot úr kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum frumsýnt.

Alla vikuna
* Fjölbreytt dagskrá í leik- og grunnskólum.
* Útlánaleikur á bókasafninu: Allir sem taka barnabækur að láni geta tekið þátt í útlánaleik.
Verðlaun fyrir heppna lestrarhesta.
* Útstillingar á bókum og bíómyndum gerðum eftir þeim í bókasafninu.
* Ljóð úr bókakjölum: Gestir á barna- og unglingadeild bókasafnsins geta spreytt sig á að búa til ljóð úr bókatitlum.

Sunnudagur 18. mars
Kl. 11:00 Söguganga frá Gúttó
Leifur Helgason leiðir göngu um sögusvið bóka Guðrúnar Helgadóttur á vegum Byggðasafnsins.
Kl. 14-17 Fjölskyldusmiðja í Hafnarborg
Lóa Hjálmtýsdóttir leiðir teikni- og textasmiðju.

Mánudagur 19. mars
Kl. 17 Bókabingó í Bókasafninu
Bókavinningar í boði fyrir heppna bingóspilara.

Þriðjudagur 20. mars
Kl. 10:30 Bókabingó á foreldramorgni
Foreldrar með ung börn og bumbur
hjartanlega velkomin.
Björt í sumarhúsi
Söngleikur fyrir 2. bekkinga í Bæjarbíó.

Fimmtudagur 22. mars
Kl. 17-18 Spunasögustund á bókasafninu
Sögð verður spunasaga í samvinnu við
áheyrendur sem hjálpa til við persónusköpun.