Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Hafnarfjarðar var haldið hátíðleg um þarsíðustu helgi og var margt um manninn og glaumur og gleði. Boðið var upp á pylsupartý og andlitsmálun, auk þess sem blöðrulistamaður bjó til alls kyns fígúrur sem börnin tóku með sér heim. Ævar vísindamaður kætti einnig viðstadda, enda er mikil og góð fyrirmynd barna á öllum aldri. Þá var dregið úr lestrardagbókum sem þátttakendur höfðu skilað inn. Fjarðarpósturinn var að sjálfsögðu á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

Þessar frænkur voru ánægðar með framtakið. 

Blaðrarinn var spennandi. 

Ævar vísindamaður, nýverðlaunaður, mætti og kætti. 

Hress mæðgin gerðu Spiderman tákn í takti við andlitsförðunina. 

Sæt skotta var alsæl með kisuandlitið sitt. 

Þessir félagar sáu um að „pulsa liðið upp“.

Þessi fjölskylda var sátt við að fá að næra sig. Vonandi fyrirgefur faðirinn okkur þessa mynd af honum á internetinu. 🙂 

Efnileg stúlka mátaði starf bókasafnvarðar. 

Þessar voru heldur betur fínar og glaðar með daginn. 

Myndir: OBÞ