Föstudaginn 26. ágúst voru viðurkenningar fyrir snyrtileika og fegurð lóða í Hafnarfirði veittar við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Eigendur garða við Brekkugötu 25, Dvergholt 11, Fléttuvelli 29 og Hringbraut 29 fengu viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu, snyrtimennsku og metnað í garðyrkjustörfum sínum. Þá fékk fjölbýlishúsið við Hringbraut 2a, 2b og 2c viðurkenningu fyrir snyrtilegt útisvæði. Gaukás 39-65 þykir fallegasta gatan í Hafnarfirði og hefur hlotið nafnbótina Stjörnugatan. Stjörnugatan er Gauksás 39-65 þar sem íbúar hafa í samstarfi sínu skapað snyrtilega og fallega götuásýnd.   Fyrirtækin Héðinn, Te & kaffi og Krónan hlutu einnig verðlaun fyrir snyrtileika í flokki fyrirtækja.

Störnugatan Gauksás 39-65.

_MG_1232 _MG_1237

Hringbraut 39

Hér er nostrað við garðinn í sínu náttúrulega umhverfi. Garðurinn er ræktaður í kring um klöppina og er skemmtilega unnið með steina og jurtir í bland sem og matjurtir.

_MG_1154 _MG_1182 _MG_1178 _MG_1172 _MG_1168 _MG_1161 _MG_1159 _MG_1158 _MG_1157

Brekkugata 25

Einstaklega fallegur og notalegur garður þar sem gömul og falleg tré vaxa í bland við ný. En einstaklega fallegt reynitré er að sjá í garðinum. Hafist var handa við að gera garðinn eins og hann er í dag árið 2010.

_MG_1249 _MG_1253 _MG_1261 _MG_1267 _MG_1269 _MG_1270 _MG_1274

 

Dvergholt 11

Hér var garðurinn gerður með notagildið í huga. Afskaplega snyrtilegur og vel hirtur garður þar sem jurtum og matjurtum hefur hagalega verið komið fyrir og valdar af kostgæfni.

_MG_1210 _MG_1204 _MG_1202 _MG_1200 _MG_1199 _MG_1196 _MG_1194 _MG_1192 _MG_1187 _MG_1185

Fléttuvellir 29

Vel hirtur, snyrtilegur og nútímalegur garður. Þar sem gróður er aðallega í pottum, fallega raðað saman við húsgögnin. Lóðin er afskaplega vel hirt og snyrtileg húsið um kring.

_MG_1211 _MG_1215 _MG_1218 _MG_1220 _MG_1222 _MG_1224 _MG_1228