Jón Ingi Hákonarsson kjörinn formaður á stofnfundi Félags Viðreisnar í Hafnarfirði sem var haldinn á veitingahúsinu A. Hansen sl. miðvikudag. Þetta er fyrsta svæðisfélag Viðreisnar sem stofnað er en undirbúningur að stofnun félagsins hefur staðið frá því í byrjun árs.

Í fréttatilkynningu segir að sérlega ánægjulegt sé að Hafnarfjörður skuli ríða á vaðið. „Fylgi Viðreisnar í SVkjördæmi er sterkt og mun stofnun svæðisfélags vonandi skjóta enn styrkari stoðum undir starfið í Hafnarfirði og um leið SV-kjördæmi. Góður hópur mætti til stofnfundarins. Þeirra á meðal voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarrráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra en bæði fluttu þau fundarmönnum hvatningarorð vegna komandi alþingiskosninga.“

Fyrsti formaður Félags Viðreisnar í Hafnarfirði var kjörinn Jón Ingi Hákonarson. Megintilgangur félagsins er að halda uppi félagsstarfi Viðreisnar í Hafnarfirði, í samræmi við stefnu flokksins. Félagið mun annast framboð Viðreisnar í sveitastjórnarkosningum í Hafnarfirði og taka fullan þátt í kosningum til Alþingis.

Allir þeir sem styðja grunnstefnu Viðreisnar geta orðið félagar í Félagi Viðreisnar í Hafnarfirði. Hægt er að skrá sig á vef Viðreisnar. Sett hefur verið upp fb-síða þar sem hægt er að fylgjast með fréttum af starfinu hér.