ÍBV vann 1-0 sigur á FH í úrslitum Borgunarbikarsins í Laugardalnum í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ÍBV yfir af stuttu færi eftir sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu.

Eftir slakan fyrri hálfleik mættu FH-ingar kraftmiklir til leiks í þeim seinni en það dugði ekki lengi og misstu þeir tökin meira og minna eftir að 65 mínútur voru liðnar af leiknum. Því fór sem fór og þeir gera bara sitt besta næst í Evrópuleiknum gegn Braga á fimmtudaginn.

Forsíðumynd af Instagram FH-inga. Byrjunarlið FH í dag: Gunnar, Beggi, Pétur, Kassim, Böddi, Davíð (f), Emil, Tóti, Lennon, Atli G og Flóki.