Skot­inn Steven Lennon skoraði sigurmark FH þegar þeir tryggðu sér þátttöku í úr­slita­leik Borg­un­ar­bik­ar­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu með 1:0 sigri gegn Leikni í fyrradag. FH mætir ÍBV í úrslitaleik keppninnar sem fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 12. ágúst.

Allt leit út fyrir að framlengja þyrfti markalausum leiknum þegar Lennon gerði sér lítið fyrir, lék á tvo varnarmenn Leiknis og skoraði á 2. mínútu í uppbótartíma.

Með þessu á FH með mögu­leika á að vinna bikar­meist­ara­titil­inn í þriðja sinn en þeir mæta ÍBV í úr­slita­leik á Laug­ar­dals­vell­in­um þann 12. ág­úst. Bæði lið áttu dauðafæri í fyrri hálfleik og FH-ingar áttu líka sín færi í seinni hálfleik sem þeir náðu ekki að nýta.

Mynd: Af Instagram síðu FH.