Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði fagnaði 50 ára afmæli á afmælisdegi félagsins 13. janúar sl. í húsakynnum Frímúrarastúkunnar Hamars. Þar var litið yfir farinn veg og einnig spáð í framtíðina og stöðu iðnaðarmanna á tímum eins og núna. Gestir tóku til máls og boðið var upp á glæsilegar veitingar. Karlakórinn Þrestir, elsti karlakór landsins, tók nokkur falleg lög. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af nokkrum myndum.

 Myndir: OBÞ.